„Hlýjasti dagurinn í kortunum“

Góðar líkur eru á því að hitinn eigi eftir að …
Góðar líkur eru á því að hitinn eigi eftir að fara yfir 10 stig í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum í hlýjum loftstraumi þessa dagana. Hitinn á eftir að skríða hærra þegar líður á daginn. Þetta er hlýjasti dagurinn í kortunum og ekki víst að hitinn fari jafn hátt á næstunni,” segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það er því tilvalið fyrir fólk að nýta daginn til útivistar. 

Hitinn er núna 9,2 stig við Hafnarfjall. Hann mun hækka þegar líður á daginn og skríða í tveggja stafa tölu. Veðrið næstu vikuna verður keimlíkt og nokkuð meinlaust. Hitinn á þó eftir að fara niður fyrir frostmark í kvöld fyrir norðan. 

Þrátt fyrir að vor sé í lofti í dag, segir Teitur að ekki sé hægt að fullyrða að vorið sé komið. Mars er flokkaður sem vetrarmánuður auk þess séu páskarnir eftir og þeim fylgir oftar en ekki tilheyrandi páskahret. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert