Sló lögreglumann

mbl.is/Júlíus

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af einstakling sem hafði veist að starfsmönnum  í búsetuúræði borgarinnar um klukkan 21 í gærkvöldi. Viðkomandi brást illa við afskiptum lögreglumanna og sló lögreglumann sem þurfti í kjölfarið að leita sér aðstoðar á slysadeild. Meiðsli lögreglumannsins munu vera minni háttar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur vegna vörslu fíkniefna í gærkvöldi. Um tvö aðskilin tilvik var að ræða, annað í Vesturborginni en hitt Austurborginni.

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan bifreið í Breiðholti og reyndist ökumaðurinn sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Þá er hann grunaður um vörslu fíkniefna.

Lögreglumenn stöðvuðu kannabisræktun í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Lagt var hald á þriðja tug plantna og eitthvað magn af tilbúnu efni. Á sama stað fannst einnig bruggun sem var haldlögð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert