Lögðu hald á skotvopn

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið.

Lögreglan stöðvaði marga ökumenn í gærkvöldi og nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Síðdegis í gær var t.d. för ökumanns við Súðavog stöðvuð þar sem hann hafði ekið á móti einstefnu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka án ökuréttinda. Þá reyndist bíllinn ótryggður og var skráningarnúmer því klippt af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert