Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur hafnað öllum kærum vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni.

Nefndinni hafa borist sex kærur það sem af er þessu ári, henni bárust níu kærur 2017 og engar 2016 en Klíníkin hóf að gera liðskiptaaðgerðir í febrúar í fyrra. Fimm kæranna bíða úrlausna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

SÍ niðurgreiða ekki liðskiptaaðgerðir sem Íslendingar velja að fara í á Klíníkinni og snúa kærurnar að því. Aðeins er greitt fyrir liðskiptaaðgerðir á Landspítalanum (LSH), þar sem biðlistar eru langir, og erlendis. Ef sjúklingur þarf að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð á LSH getur hann óskað eftir að fara í aðgerð út sem er greidd að fullu af SÍ. Sjúklingur getur líka valið að fara í liðskiptaaðgerð út samkvæmt ESB-tilskipun um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þó að hann hafi ekki verið á biðlista hér heima. Þá fær hann endurgreiddan útlagðan kostnað frá SÍ sem samsvarar því að þjónustan hefði verið veitt hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert