Fjölskyldur „á flótta“ í Heiðmörk

Þátttakendur í hlutverkaleiknum snæddu morgunverð og ræddu raunir næturinnar á ...
Þátttakendur í hlutverkaleiknum snæddu morgunverð og ræddu raunir næturinnar á rýnifundi í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Ungmennahópur Rauða krossins stóð í gærkvöldi og í nótt fyrir hlutverkaleiknum „Á flótta“ og stóð viðburðurinn yfir í um tólf klukkustundir. Um er að ræða hlutverkaleik þar sem þátttakendur setja sig í spor flóttamanna.

Að sögn Þorsteins Valdimarssonar, verkefnastjóra ungmennastarfs Rauða krossins, er leiknum ætlað að vekja þátttakendur til umhugsunar um aðstæður flóttamanna víðsvegar um heim. Mæting var góð og tókst sjálfboðaliðum Rauða krossins vel til við að líkja eftir erfiðum aðstæðum þeirra sem flýja heimkynni sín.

„Verkefnið gengur út á að bjóða ungu fólki að setja sig í stutta stund inn í þær aðstæður sem flóttafólk býr við dögum og árum saman. Þetta er tilraun til að vekja samkennd meðal ungs fólks á Íslandi,“ segir Þorsteinn.

Að þessu sinni hófst för flóttamannanna í Breiðholti og nágrenni og henni var heitið inn í Heiðmörk. Ellefu sjálboðaliðar Rauða krossins tóku þátt að þessu sinni.

„Leikurinn felur í sér talsverða göngu og er hlutverkaleikur (e. Live action roleplay) og sjálfboðaliðarnir okkar setja sig í hlutverk tollvarða, smyglara, hermanna, lækna, sálfræðinga o.s.frv. Þátttakendurnir í leiknum, sem setja sig í spor flóttafólksins, mætir þessu fólki á leiðinni,“ segir hann. 

Hópurinn skilaði sér á áfangastað í morgun, en flestir voru orðnir örþreyttir eftir raunir næturinnar.

Örþreytt fjölskylda þiggur máltíð dagsins hjá starfsmanni flóttamannabúða, soðin hrísgrjón.
Örþreytt fjölskylda þiggur máltíð dagsins hjá starfsmanni flóttamannabúða, soðin hrísgrjón. Ljósmynd/Aðsend

Þátttakendur mynda fjölskyldur

Reynt er að líkja sem best eftir aðstæðunum og þátttakendur skilja auðkenni sín og persónu einnig eftir áður en haldið er af stað.

„Við skiptum þátttakendur niður í fjölskyldur og allir fá nafn og kyn sem þurfa ekki að endurspegla þeirra eigin. Við reynum að líkja eftir fjölskyldugerðunum og einhver er höfuð fjölskyldunnar og sér um samskipti út á við. Yfirleitt eru um fimm til sjö manns í hverri fjölskyldu og nú voru þær tvær,“ segir Þorsteinn.

„Það er margt líkt í reynsluheimi allra þeirra sem þurfa að yfirgefa heimili sín og halda út í óvissu. Leikurinn tók þó að þessu sinni mið af aðstæðum flóttamanna frá Sómalíu, en það er í raun hægt að nota grunnhugmyndina að þessum leik og yfirfæra á hvaða mannúðarkrísu sem er,“ segir hann.

„Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi síðan árið 1998 hér á Íslandi og lengur úti í Danmörku. Þetta var reglulega gert allt til ársins 2013 og síðan endurvöktum við þetta síðasta haust,“ segir Þorsteinn.

Aðspurður segist hann telja að hlutverkaleikurinn hafi tilætluð áhrif, að þátttakendur geri sér betur grein fyrir aðstæðum flóttamanna.

„Við héldum rýnifund eftir leikinn og ég sé ekki annað en að fólk láti sig þessi mál meiru varða,“ bætir Þorsteinn við.mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...