Komnir með tök á eldinum

Slökkviliðsmenn að störfum í Garðabæ.
Slökkviliðsmenn að störfum í Garðabæ. mbl.is/Eggert

Slökkviliðið telur sig vera komið með tök á eldinum í Garðabæ en mikil vinna er framundan. Reykmengun frá brunanum er að mestu gengin yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Börn í leik- og grunnskólum áfram innandyra

Fram kemur að vegna þess að reykurinn er mjög skaðlegur er ráðlagt að halda börnum í leik- og grunnskólum áfram innandyra.

Fólki með viðkvæm öndunarfæri er líka ráðlagt að halda sig innandyra. Á það helst við um nágrenni brunastaðar en líka þá staði þar sem vart verður við reyk.

Eitraðan reyk hefur lagt yfir íbúðarbyggð í Hafnar­f­irði og á Álfta­nesi frá því í morgun og voru hús rýmd í ná­grenn­inu. Fólk var beðið um að halda sig inn­an­dyra, loka glugg­um og hækka hita­stigið ef það yrði vart við reyk. 

mbl.is/Jóhann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert