Skólabörn inni vegna eldsvoða

Slökkviliðsmenn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ.
Slökkviliðsmenn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ. mbl.is/Eggert

Ákveðið hefur verið að börn í Álftanesskóla og Flataskóla í Garðabæ verði inni í dag vegna eldsvoðans í Miðhrauni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gaf út þau fyrirmæli í morgun til íbúa á Álftanesi að þeir loki gluggum og hækki hita á ofnum í húsum sínum vegna eldsvoðans í Miðhrauni. Almannavarnir sendu einnig frá sér sams konar tilkynningu.

Að sögn Sveinbjarnar Markúsar Njálssonar, skólastjóra Álftanesskóla, var öllum gluggum lokað í skólanum og ofnakerfið skoðað vegna eldsvoðans.

„Það er unnið samkvæmt tilmælum, eins og venjan er þegar vá er fyrir dyrum,“ segir Sveinbjörn Markús.

Hann segir vindáttina hafa breyst. Hún sé orðin vestlægari og leggur reykinn því í átt frá skólanum.

Ólöf S. Sigurðardóttir, skólastjóri Flataskóla, staðfestir einnig við mbl.is að skólinn hafi fengið tilmæli um að börn verði inni í dag.

mbl.is/Eggert
Frá eldsvoðanum í Miðhrauni.
Frá eldsvoðanum í Miðhrauni. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert