Nýr Herjólfur að taka á sig mynd

Nýja Vestmannaeyjaferjan verður um 70 metrar á lengd, 15 metra …
Nýja Vestmannaeyjaferjan verður um 70 metrar á lengd, 15 metra breið og mun taka allt að 540 farþega og 73 fólksbíla. Ljósmynd/Schulte Marine Concept

Nýr Herjólfur er að taka á sig mynd hjá skipasmíðastöðinni CRIST C.A. í Póllandi. Nýlega var brú skipsins hífð upp á skrokkinn og fest þar.

Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur í samgönguráðuneytinu, sem á sæti í byggingarnefnd nýrrar Vestmannaeyjaferju, segir að verkið sé á áætlun. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skipið kæmi til landsins fyrir Þjóðhátíð í ár.

Hins vegar var sú breyting gerð að skipið verður að hluta knúið með rafmagni. Nokkrar tafir munu verða á afhendingu skipsins vegna þessara breytinga. Nú er talið líklegast að það verði afhent í september og verði þá komið hingað til lands í október eða nóvember nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »