Segir aðgengi fyrir hjólastóla ábótavant

Aðstæður fyrir hjólastóla eru ekki upp á marga fiska.
Aðstæður fyrir hjólastóla eru ekki upp á marga fiska. Ljósmynd/Árni Björn Kristjánsson

Verður snilld að bera hana upp í hjólastólnum alla morgna.“ Þetta skrifar Árni Björn Kristjánsson við mynd sem hann birti á Facebook fyrr í dag. Þar má sjá eiginkonu hans, dóttur í hjólastól og hund þeirra við tröppur sem eru illfærar fyrir hjólastóla.

Það er enginn rampur við þessar tröppur. Ef við förum út á jarðhæðinni þá þurfum við að fara upp þessar tröppur,“ segir Árni í samtali við mbl.is. Dóttir hans og Guðrúnar Óskar Maríasdóttur, Halldóra, notast við hjólastól. Aðstæður fyrir hjólastólinn eru ekki þær bestu í Urriðaholti þar sem fjölskyldan býr.

Talsverðar framkvæmdir eru í Urriðaholti og segir Árni það helstu ástæðu þess að hann hafi ekki rætt málið við bæjaryfirvöld.

Hann hafi hins vegar bent bænum á ástandið um leið og myndin var tekin.

Til að komast að skólanum þurfa þau að ganga á …
Til að komast að skólanum þurfa þau að ganga á götunni og þaðan inn á göngustíginn sem liggur að skólanum. Ljósmynd/Árni Björn Kristjánsson

Eins og sjá má þá þessari mynd er frágangur í hverfinu ekki góður. Árni segist ekki sjá að það muni nokkurn tímann verða rampur þarna sem muni auðvelda aðgengi hjólastóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert