Búast má við 14 stiga hita í dag
„Útlit er fyrir þokkalegasta veður á stærstum hluta landsins í dag, bæði þurrt og vindur hóflegur, en þó verður hann allhvass með suðurströndinni og það rignir um landið suðaustanvert. Lægðin beinir til okkar hlýjum loftmassa ættuðum úr suðaustri og nær hiti væntanlega 14 stigum í aflandsvindi á vesturhelmingi landsins í dag.“
Þetta segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands í hugleiðingum sínum um veðrið í dag og næstu daga á vef stofnunarinnar. Hann bendir á að nú sé mjög djúp lægð stödd langt suður í hafi, nánar tiltekið er hún 943 mb, og miðja hennar er 1.700 km suðsuðvestur af Reykjanesi. „Lægðin er sérlega víðáttumikil og dreifir úr sér yfir stærstan hluta Norður-Atlantshafs.“
Svo segir:
„Títtnefnd lægð ræður öllu í veðrinu hjá okkur og í kvöld sendir hún skil að landinu og þá hvessir og bætir í úrkomu. Seint í kvöld má búast við strekkingi eða allhvössum vindi svona heilt yfir, en þá er útlit fyrir storm og snarpar hviður syðst á landinu og við Öræfajökul og varir það ástand fram eftir þriðjudagsmorgni.“
Köflótt rigning
Á morgun, þriðjudag, má búast við stífum austanvindi og áfram verður hlýtt miðað við árstíma. Talsverð rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en köflótt rigning í öðrum landshlutum.
Á miðvikudag gera spár ráð fyrir sunnanstrekkingi og vætusömu veðri, en þurrt og hlýtt á Norður- og Austurlandi.
Seinni hluta vikunnar er síðan útlit fyrir hægan vind, það dregur úr úrkomunni og hitatölurnar síga niður á við.
Innlent »
- Sigurður í fjögurra vikna farbann
- Þyrlan flutti vélsleðamanninn á spítala
- Sverðaglamur á Kjalarnesi
- Utanríkisráðherra ræddi Brexit við Davis
- Sleppur við 18 milljóna króna sekt
- Opinberar gjá milli íbúa og stjórnsýslu
- Tómas leiðir Miðflokkinn í Árborg
- Vill fá svör um aðkomu Vesturverks
- Norræna húsið fær 10 milljóna kr. styrk í endurbætur
- Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum
- Skapa þarf sátt um einföldun kerfisins
- Köttur olli rafmagnsleysi á Þorlákshöfn
- Útkall vegna vélsleðaslyss
- Framboðslisti VG og óháðra í Skagafirði
- Leigubílstjórinn gaf sig fram
- Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn
- Ríkisútvarpið fari af fjárlögum
- Pilturinn er kominn fram
- Ákærður fyrir stórfellda kannabisræktun
- Vill leggja niður bílanefnd ríksins
- Mæla með miðlægri skrá um sykursýki
- Allt að 9 mánaða bið eftir sálfræðingi
- Bíða gagna að utan vegna krufningar
- Samningaviðræður standa ekki til
- Milljarðaávinningur af starfsemi VIRK
- Enginn myndi keyra, bara hlaupa
- Fannst látinn í sjónum
- Frjáls með framsókn kynnir lista
- Helmingur kvenna með háskólapróf
- Gluggaviðgerðum lýkur í Skálholti
- Hraðleit eins árs í Keflavík
- Sá látni var ekki í bílbelti
- Akstursbann við Dettifoss
- Norðaustankaldi og súld
- Svaðilför Grímkels
- Óvelkominn en lét ekki segjast
- Segist koma heim fljótlega
- Bæta þarf mönnun
- Veiðin undir varúðarmörkum
- Ekki tekjutengt í Vestmannaeyjum
- Auglýst eftir prestum
- Fjögur gæðaverkefni hlutu styrk
- Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife
Fimmtudagur, 19.4.2018
- Björguðu ketti í Reykjavíkurtjörn
- Rafmagn komið á í Þorlákshöfn
- Rafmagnslaust í Þorlákshöfn
- Tæpar 15 milljónir í ferðakostnað
- Með þeim stærri í Evrópu
- Fimm sveitarfélög verða að fjórum
- Fær borgað fyrir að ferðast um heiminn
- Ashkenazy hlaut fálkaorðuna
- Vilja ekki borga skólagjöld karla
- Einlægur áhugi skiptir máli
- Grunur um að Sindri sé á Spáni
- Andrésar Andar-leikarnir í 43. sinn
- Hreyfillinn ekki notaður á Íslandi

- Fjölskyldufaðir á flótta
- Þakkar pípu og ákavíti langlífið
- Fannst látinn í sjónum
- Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife
- Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn
- Leigubílstjórinn gaf sig fram
- Sá látni var ekki í bílbelti
- Eldsupptök í rafmagnstenglum
- Sigurður í fjögurra vikna farbann
- Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser