Unnið að endurreisn kísilversins

Verksmiðja United Silicon í Helguvík.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dótturfélag Arion banka vinnur að nauðsynlegum undirbúningi þess að rekstur geti hafist á nýjan leik í kísilverinu sem áður tilheyrði United Silicon í Helguvík. Jafnframt er unnið að því að selja rekstrarfélag verksmiðjunnar.

Arion banki var veðhafi í helstu eignum United Silicon og leysti til sín eignirnar eftir gjaldþrot fyrirtækisins. Eignirnar voru færðar til nýstofnaðs félags, EB0117.

Skiptastjóri sagði upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins en bankinn endurréði 9 þeirra, allt starfsmenn sem hafa sérþekkingu á rekstri og starfsemi verksmiðjunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert