Verður í gæsluvarðhaldi til 20. apríl

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Sigurð Kristinsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna þáttar síns í umfangsmiklu fíkniefnamáli, í dag í áframhaldandi varðhald til 20. apríl á grundvelli almannahagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sigurður hefur verið í haldi lögreglu frá því í janúar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglunni að farið hafi verið fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur á grundvelli rannsóknarhagsmuna en dómurinn ekki fallist á það. Hins vegar var fallist á varakröfu lögreglustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert