Ópíóíðafíklum fjölgað um 68%

Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% ...
Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% á tveimur árum. mbl.is/Golli

Skráðum sjúklingum á sjúkrahúsinu Vogi í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% frá árinu 2015. Á sama tímabili hefur ótímabærum dauðsföllum úr sjúklingahópi SÁÁ fjölgað meðal einstaklinga yngri en 40 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum upplýsingum úr gagnagrunni sjúkrahússins sem voru birtar á fræðslufundi SÁÁ í gærkvöldi.

„Það sést örlítil aukning meðal þeirra sjúklinga sem sækja í vægari efnin. Aftur á móti sést greinilega aukning á þessum sterku ópíóíðum sem hægt er að sprauta í æð. Þá erum við að tala um þessi efni sem eru á allra vörum oxycodin og contalgin. Veruleg aukning hefur verið síðustu tvö árin og þess vegna er verið að ræða um þetta“ segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir, í samtali við mbl.is

„Í okkar gagnagrunni sjáum við einnig að dauðsföll þeirra sem eru undir fertugu eru mjög mörg síðustu tvö árin. Það þarf alveg að leita til aldamótana til þess að finna  sambærilega tölu, þegar contalgin sveiflan var sem mest“ segir Þórarinn.

Á tímabilinu 2015-2017 fjölguðu sjúklingum vegna neyslu á sterkum ópíóíðum um 68,5% á Sjúkrahúsinu Vogi. Árið 2015 voru skráðir 111 sjúklingar vegna neyslu á sterkum ópíóíðum, en þessi fjöldi hækkaði í 187 árið 2017. Ópíóíðar eru oft kölluð morfínskyld lyf en meðal þeirra eru að finna margar tegundir lyfja sem geta verið á mismunandi styrkleikastigi.

Kannanir skólana segja fátt

Spurður um þann árangur sem gefin er til kynna í neyslukönnunum skólana segir Þórarinn Þær ekki vísbendingar um hvað sé í gangi. „Þátttakan hefur minnkað í grunnskólunum sem segir okkur að þar sé hópur sem tekur ekki þátt, mætti segja að þar sé að finna einhvern jaðarhóp. Svo fara þau ekki í neyslu svona ung heldur svona um 16-17 ára, sem sagt eftir grunnskóla.“

Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði.
Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði. Ljósmynd/SÁÁ

Hann segir „kannanir á framhaldsskólastigi ná bara til eins þriðja úr aldurshópnum og svo eru margir utan framhaldsskóla, ekki síst margir sem hætta. Þessar kannanir taka bara fyrir betri hópinn og þar kemur aldrei fram mikil neysla. Grunnskólakannanirnar eru ágætar til síns brúks, en það má ekki heimfæra þær yfir á fyrstu tvö árin eftir að grunnskólagöngu lýkur.“

Færri nýir ungir sjúklingar hafa þó orðið á síðustu árum og eru minni líkur á að verða fíkill yngri en 25 ára en áður var að sögn Þórarins. „Vandinn er þó ekki endilega skárri, því það er komin ný hlið á vandanum“ bætir hann við.

Fá ekki lyfin með ávísun lækna

Þórarinn telur ekki algengt að sjúklingar leiðist í neyslu ópíóíða vegna lyfja sem tekin eru vegna læknisfræðilegra ástæðna. „Þeir byrja í örvandi efnum og fara svo yfir í þetta“ 

„Við þurfum að ræða þessa hluti á yfirvegaðan hátt og fara svo yfir í kerfið sem tekur á þessu. Kerfið er gríðarlega sterkt á sumum pörtum, en síðan eru veikleikar sem þarf að laga“ segir Þórarinn aðspurður um hvernig skuli bregðast við þessari þróun.

Samkvæmt Þórarni ávísa læknar ekki þessi lyf á þennan hóp fíkla og segir þetta hafa breyst mikið. Enn fremur hefur ekki verið vísað á fíkla sem hafa látist vegna yfirskammts og að þeir fá lyfin annarstaðar.

„Skoða þarf dreifingu, lyfjaförgun og hvernig lyfseðlar eru endurnýjaðir. Það þarf að skoða þá þætti. Það þarf líka að skoða af hverju lyf eru sett á markaðinn og rökstyðja það vel. Af hverju er til dæmis oxycodone á markaði?“ spyr Þórarinn og segir enga læknisfræðilega ástæðu fyrir því.

Upphaflega var Þórarinn Tyrfingsson titlaður yfirlæknir á Vogi. Hið rétta er að Valgerður Rúnarsdóttir er tekin við og hefur fréttinn verið leiðrétt í samræmi við það.

mbl.is

Innlent »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »

Gandálfsmörk og Móðsognismörk

05:30 Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala. Meira »

Brýndi mikilvægið fyrir ráðamönnum

05:30 Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífastökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

Í gær, 20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

Í gær, 20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Í gær, 19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

Í gær, 19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...