Ópíóíðafíklum fjölgað um 68%

Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% ...
Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% á tveimur árum. mbl.is/Golli

Skráðum sjúklingum á sjúkrahúsinu Vogi í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% frá árinu 2015. Á sama tímabili hefur ótímabærum dauðsföllum úr sjúklingahópi SÁÁ fjölgað meðal einstaklinga yngri en 40 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum upplýsingum úr gagnagrunni sjúkrahússins sem voru birtar á fræðslufundi SÁÁ í gærkvöldi.

„Það sést örlítil aukning meðal þeirra sjúklinga sem sækja í vægari efnin. Aftur á móti sést greinilega aukning á þessum sterku ópíóíðum sem hægt er að sprauta í æð. Þá erum við að tala um þessi efni sem eru á allra vörum oxycodin og contalgin. Veruleg aukning hefur verið síðustu tvö árin og þess vegna er verið að ræða um þetta“ segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir, í samtali við mbl.is

„Í okkar gagnagrunni sjáum við einnig að dauðsföll þeirra sem eru undir fertugu eru mjög mörg síðustu tvö árin. Það þarf alveg að leita til aldamótana til þess að finna  sambærilega tölu, þegar contalgin sveiflan var sem mest“ segir Þórarinn.

Á tímabilinu 2015-2017 fjölguðu sjúklingum vegna neyslu á sterkum ópíóíðum um 68,5% á Sjúkrahúsinu Vogi. Árið 2015 voru skráðir 111 sjúklingar vegna neyslu á sterkum ópíóíðum, en þessi fjöldi hækkaði í 187 árið 2017. Ópíóíðar eru oft kölluð morfínskyld lyf en meðal þeirra eru að finna margar tegundir lyfja sem geta verið á mismunandi styrkleikastigi.

Kannanir skólana segja fátt

Spurður um þann árangur sem gefin er til kynna í neyslukönnunum skólana segir Þórarinn Þær ekki vísbendingar um hvað sé í gangi. „Þátttakan hefur minnkað í grunnskólunum sem segir okkur að þar sé hópur sem tekur ekki þátt, mætti segja að þar sé að finna einhvern jaðarhóp. Svo fara þau ekki í neyslu svona ung heldur svona um 16-17 ára, sem sagt eftir grunnskóla.“

Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði.
Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði. Ljósmynd/SÁÁ

Hann segir „kannanir á framhaldsskólastigi ná bara til eins þriðja úr aldurshópnum og svo eru margir utan framhaldsskóla, ekki síst margir sem hætta. Þessar kannanir taka bara fyrir betri hópinn og þar kemur aldrei fram mikil neysla. Grunnskólakannanirnar eru ágætar til síns brúks, en það má ekki heimfæra þær yfir á fyrstu tvö árin eftir að grunnskólagöngu lýkur.“

Færri nýir ungir sjúklingar hafa þó orðið á síðustu árum og eru minni líkur á að verða fíkill yngri en 25 ára en áður var að sögn Þórarins. „Vandinn er þó ekki endilega skárri, því það er komin ný hlið á vandanum“ bætir hann við.

Fá ekki lyfin með ávísun lækna

Þórarinn telur ekki algengt að sjúklingar leiðist í neyslu ópíóíða vegna lyfja sem tekin eru vegna læknisfræðilegra ástæðna. „Þeir byrja í örvandi efnum og fara svo yfir í þetta“ 

„Við þurfum að ræða þessa hluti á yfirvegaðan hátt og fara svo yfir í kerfið sem tekur á þessu. Kerfið er gríðarlega sterkt á sumum pörtum, en síðan eru veikleikar sem þarf að laga“ segir Þórarinn aðspurður um hvernig skuli bregðast við þessari þróun.

Samkvæmt Þórarni ávísa læknar ekki þessi lyf á þennan hóp fíkla og segir þetta hafa breyst mikið. Enn fremur hefur ekki verið vísað á fíkla sem hafa látist vegna yfirskammts og að þeir fá lyfin annarstaðar.

„Skoða þarf dreifingu, lyfjaförgun og hvernig lyfseðlar eru endurnýjaðir. Það þarf að skoða þá þætti. Það þarf líka að skoða af hverju lyf eru sett á markaðinn og rökstyðja það vel. Af hverju er til dæmis oxycodone á markaði?“ spyr Þórarinn og segir enga læknisfræðilega ástæðu fyrir því.

Upphaflega var Þórarinn Tyrfingsson titlaður yfirlæknir á Vogi. Hið rétta er að Valgerður Rúnarsdóttir er tekin við og hefur fréttinn verið leiðrétt í samræmi við það.

mbl.is

Innlent »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á norðan- og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »

Veittu ökuníðingi eftirför

07:41 Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Meira »

Sprengt verður þrisvar á dag

07:37 Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

05:30 Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira »

Kársnesið í sölu

05:30 Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.   Meira »

Japanar vilja stórefla tengslin

05:30 Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira »

Annist veghaldið og göngin

05:30 „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun. Meira »

Mörg snjóflóð af mannavöldum

05:30 Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
HEIMA ER BEZT
Heima er bezt tímarit Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift www.heimaerbezt.n...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...