Ópíóíðafíklum fjölgað um 68%

Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% ...
Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% á tveimur árum. mbl.is/Golli

Skráðum sjúklingum á sjúkrahúsinu Vogi í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% frá árinu 2015. Á sama tímabili hefur ótímabærum dauðsföllum úr sjúklingahópi SÁÁ fjölgað meðal einstaklinga yngri en 40 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum upplýsingum úr gagnagrunni sjúkrahússins sem voru birtar á fræðslufundi SÁÁ í gærkvöldi.

„Það sést örlítil aukning meðal þeirra sjúklinga sem sækja í vægari efnin. Aftur á móti sést greinilega aukning á þessum sterku ópíóíðum sem hægt er að sprauta í æð. Þá erum við að tala um þessi efni sem eru á allra vörum oxycodin og contalgin. Veruleg aukning hefur verið síðustu tvö árin og þess vegna er verið að ræða um þetta“ segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir, í samtali við mbl.is

„Í okkar gagnagrunni sjáum við einnig að dauðsföll þeirra sem eru undir fertugu eru mjög mörg síðustu tvö árin. Það þarf alveg að leita til aldamótana til þess að finna  sambærilega tölu, þegar contalgin sveiflan var sem mest“ segir Þórarinn.

Á tímabilinu 2015-2017 fjölguðu sjúklingum vegna neyslu á sterkum ópíóíðum um 68,5% á Sjúkrahúsinu Vogi. Árið 2015 voru skráðir 111 sjúklingar vegna neyslu á sterkum ópíóíðum, en þessi fjöldi hækkaði í 187 árið 2017. Ópíóíðar eru oft kölluð morfínskyld lyf en meðal þeirra eru að finna margar tegundir lyfja sem geta verið á mismunandi styrkleikastigi.

Kannanir skólana segja fátt

Spurður um þann árangur sem gefin er til kynna í neyslukönnunum skólana segir Þórarinn Þær ekki vísbendingar um hvað sé í gangi. „Þátttakan hefur minnkað í grunnskólunum sem segir okkur að þar sé hópur sem tekur ekki þátt, mætti segja að þar sé að finna einhvern jaðarhóp. Svo fara þau ekki í neyslu svona ung heldur svona um 16-17 ára, sem sagt eftir grunnskóla.“

Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði.
Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði. Ljósmynd/SÁÁ

Hann segir „kannanir á framhaldsskólastigi ná bara til eins þriðja úr aldurshópnum og svo eru margir utan framhaldsskóla, ekki síst margir sem hætta. Þessar kannanir taka bara fyrir betri hópinn og þar kemur aldrei fram mikil neysla. Grunnskólakannanirnar eru ágætar til síns brúks, en það má ekki heimfæra þær yfir á fyrstu tvö árin eftir að grunnskólagöngu lýkur.“

Færri nýir ungir sjúklingar hafa þó orðið á síðustu árum og eru minni líkur á að verða fíkill yngri en 25 ára en áður var að sögn Þórarins. „Vandinn er þó ekki endilega skárri, því það er komin ný hlið á vandanum“ bætir hann við.

Fá ekki lyfin með ávísun lækna

Þórarinn telur ekki algengt að sjúklingar leiðist í neyslu ópíóíða vegna lyfja sem tekin eru vegna læknisfræðilegra ástæðna. „Þeir byrja í örvandi efnum og fara svo yfir í þetta“ 

„Við þurfum að ræða þessa hluti á yfirvegaðan hátt og fara svo yfir í kerfið sem tekur á þessu. Kerfið er gríðarlega sterkt á sumum pörtum, en síðan eru veikleikar sem þarf að laga“ segir Þórarinn aðspurður um hvernig skuli bregðast við þessari þróun.

Samkvæmt Þórarni ávísa læknar ekki þessi lyf á þennan hóp fíkla og segir þetta hafa breyst mikið. Enn fremur hefur ekki verið vísað á fíkla sem hafa látist vegna yfirskammts og að þeir fá lyfin annarstaðar.

„Skoða þarf dreifingu, lyfjaförgun og hvernig lyfseðlar eru endurnýjaðir. Það þarf að skoða þá þætti. Það þarf líka að skoða af hverju lyf eru sett á markaðinn og rökstyðja það vel. Af hverju er til dæmis oxycodone á markaði?“ spyr Þórarinn og segir enga læknisfræðilega ástæðu fyrir því.

Upphaflega var Þórarinn Tyrfingsson titlaður yfirlæknir á Vogi. Hið rétta er að Valgerður Rúnarsdóttir er tekin við og hefur fréttinn verið leiðrétt í samræmi við það.

mbl.is

Innlent »

Gæsluvarðhald vegna hnífstungu lengt

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Segir ekkert nema tækifæri fram undan

14:59 „Við þurfum að móta okkur stefnu og gera áætlanir um hvernig við ætlum að mæta þeirri áskorun að vernda náttúru okkar en um leið að nýta hana landsmönnum til heilla,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum. Meira »

„Pakkaflóð á Alþingi“

14:57 „Á meðan þjóðin var upptekin við að greina dónatal á bar fór pakkaflóðið á Alþingi Íslendinga að mestu fyrir ofan garð og neðan en þar kennir ýmissa grasa,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sínum. Meira »

Lögreglan í beinni frá 16 til 04

14:35 „Tilgangurinn með löggutístinu er að gefa fólki innsýn í störf lögreglu og fá tilfinningu fyrir því hvað við erum að gera, hvernig lögreglan virkar og hvað verkefni okkar eru margvísleg,“ segir Þórir Ingvarsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Formaður VR pantar gul vesti

14:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur fólk til að mótmæla stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ragnar birti mynd á Facebook í dag af gulu vesti með áletrunum og spyr hvort hann eigi að panta fleiri. Meira »

Óttuðust viðbrögð samfélagsins

13:55 Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara. Meira »

Hlýtt og blautt veður um helgina

13:23 Áfram verður hlýtt og blautt víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Útlit er fyrir að kólna muni í veðri fyrir næstu helgi, helgina fyrir jól, og þá gæti snjóað. Meira »

Ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar

13:23 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana og birt myndir af henni á vefnum, meðal annars fáklæddri. Meira »

Róa stanslaust í heila viku

13:23 Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, fjórir karlar og þrjár konur, ætla að róa stanslaust í eina viku í verslun Under Armour í Kringlunni og safna fjármunum fyrir Frú Ragnheiði — skaðaminnkun. Leikar hefjast klukkan 17 í dag. Meira »

Ásmundur skipar í þrjár stöður

13:10 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið hverjir munu skipa embætti ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem tekur til starfa um áramótin, embætti skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. Meira »

Aflið fær 18 milljónir frá ríkinu

13:03 Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fær 18 milljóna króna framlag frá ríkinu til að standa straum af starfsemi sinni sem felst í þjónustu við þolendur kynferðis- og heimilisofbeldi, samkvæmt nýjum samningi. Meira »

Færri nýskráningar í jólaaðstoð

13:00 „Það eru ekki eins margir nýir og við höfum oft verið að skrá,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem frestur til að sækja um jólaaðstoð rennur út í dag. Tilfinningin sé sú að jafnvel séu þeir færri sem þurfi að sækja um úrræðið í ár en áður. Meira »

Dæmdur fyrir að taka vörur út í óleyfi

12:26 Héraðsdómur Vestfjarða dæmi í dag karlmann á nítjánda aldursári í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta viðskiptakort fyrirtækis í eigin þágu í heimildarleysi. Meira »

„Urðu ekki aðeins fyrir andlegum skaða“

12:06 Engin könnun hefur farið fram á því hvernig sanngirnisbæturnar sem voru greiddar til þeirra sem dvöldu sem börn á stofnunum eða heimilum nýttust þeim sem þær fengu. Meira »

Ólíklegt að samningar takist

11:33 „Okkar mat á stöðunni núna er að það sé ólíklegt, svo ekki sé nú meira sagt, að það náist að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir áramót,“ segir Flosi Eiríksson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Lukku-Láki og Ástríkur fá endurgreitt

11:24 Fyrsta grein frumvarps um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í morgun með 59 atkvæðum gegn tveimur. Allsherjar- og menntamálanefnd lagði til nokkrar breytingar á frumvarpi menntamálaráðherra; meðal annars að ritraðir séu skilgreindar sem bók, ekki tímarit. Meira »

Styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands

11:18 Mjólkursamsalan styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands fyrir jólin sem nemur um tveimur milljónum króna í formi vöruúttektar. Meira »
Mitsubishi Pajero - Instyle - Árg. 2007 - ek. 172þ km - kr. 1.350.000,-
Bíllinn er með olíufíringu og led ljóskösturum. Sumar- og vetrardekk (nagladekk)...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Bolir o.fl.
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolir kr. 3.990 Peysa kr. 4.990 Buxur k...