Ópíóíðafíklum fjölgað um 68%

Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% ...
Fjöldi sjúklinga í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% á tveimur árum. mbl.is/Golli

Skráðum sjúklingum á sjúkrahúsinu Vogi í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% frá árinu 2015. Á sama tímabili hefur ótímabærum dauðsföllum úr sjúklingahópi SÁÁ fjölgað meðal einstaklinga yngri en 40 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum upplýsingum úr gagnagrunni sjúkrahússins sem voru birtar á fræðslufundi SÁÁ í gærkvöldi.

„Það sést örlítil aukning meðal þeirra sjúklinga sem sækja í vægari efnin. Aftur á móti sést greinilega aukning á þessum sterku ópíóíðum sem hægt er að sprauta í æð. Þá erum við að tala um þessi efni sem eru á allra vörum oxycodin og contalgin. Veruleg aukning hefur verið síðustu tvö árin og þess vegna er verið að ræða um þetta“ segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir, í samtali við mbl.is

„Í okkar gagnagrunni sjáum við einnig að dauðsföll þeirra sem eru undir fertugu eru mjög mörg síðustu tvö árin. Það þarf alveg að leita til aldamótana til þess að finna  sambærilega tölu, þegar contalgin sveiflan var sem mest“ segir Þórarinn.

Á tímabilinu 2015-2017 fjölguðu sjúklingum vegna neyslu á sterkum ópíóíðum um 68,5% á Sjúkrahúsinu Vogi. Árið 2015 voru skráðir 111 sjúklingar vegna neyslu á sterkum ópíóíðum, en þessi fjöldi hækkaði í 187 árið 2017. Ópíóíðar eru oft kölluð morfínskyld lyf en meðal þeirra eru að finna margar tegundir lyfja sem geta verið á mismunandi styrkleikastigi.

Kannanir skólana segja fátt

Spurður um þann árangur sem gefin er til kynna í neyslukönnunum skólana segir Þórarinn Þær ekki vísbendingar um hvað sé í gangi. „Þátttakan hefur minnkað í grunnskólunum sem segir okkur að þar sé hópur sem tekur ekki þátt, mætti segja að þar sé að finna einhvern jaðarhóp. Svo fara þau ekki í neyslu svona ung heldur svona um 16-17 ára, sem sagt eftir grunnskóla.“

Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði.
Þórarinn Tyrfingsson, læknir, spyr hvers vegna oxycodone sé á markaði. Ljósmynd/SÁÁ

Hann segir „kannanir á framhaldsskólastigi ná bara til eins þriðja úr aldurshópnum og svo eru margir utan framhaldsskóla, ekki síst margir sem hætta. Þessar kannanir taka bara fyrir betri hópinn og þar kemur aldrei fram mikil neysla. Grunnskólakannanirnar eru ágætar til síns brúks, en það má ekki heimfæra þær yfir á fyrstu tvö árin eftir að grunnskólagöngu lýkur.“

Færri nýir ungir sjúklingar hafa þó orðið á síðustu árum og eru minni líkur á að verða fíkill yngri en 25 ára en áður var að sögn Þórarins. „Vandinn er þó ekki endilega skárri, því það er komin ný hlið á vandanum“ bætir hann við.

Fá ekki lyfin með ávísun lækna

Þórarinn telur ekki algengt að sjúklingar leiðist í neyslu ópíóíða vegna lyfja sem tekin eru vegna læknisfræðilegra ástæðna. „Þeir byrja í örvandi efnum og fara svo yfir í þetta“ 

„Við þurfum að ræða þessa hluti á yfirvegaðan hátt og fara svo yfir í kerfið sem tekur á þessu. Kerfið er gríðarlega sterkt á sumum pörtum, en síðan eru veikleikar sem þarf að laga“ segir Þórarinn aðspurður um hvernig skuli bregðast við þessari þróun.

Samkvæmt Þórarni ávísa læknar ekki þessi lyf á þennan hóp fíkla og segir þetta hafa breyst mikið. Enn fremur hefur ekki verið vísað á fíkla sem hafa látist vegna yfirskammts og að þeir fá lyfin annarstaðar.

„Skoða þarf dreifingu, lyfjaförgun og hvernig lyfseðlar eru endurnýjaðir. Það þarf að skoða þá þætti. Það þarf líka að skoða af hverju lyf eru sett á markaðinn og rökstyðja það vel. Af hverju er til dæmis oxycodone á markaði?“ spyr Þórarinn og segir enga læknisfræðilega ástæðu fyrir því.

Upphaflega var Þórarinn Tyrfingsson titlaður yfirlæknir á Vogi. Hið rétta er að Valgerður Rúnarsdóttir er tekin við og hefur fréttinn verið leiðrétt í samræmi við það.

mbl.is

Innlent »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki slíkra samstilltra árása eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

Í gær, 14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

Í gær, 14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

Í gær, 13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...