Skoða að takmarka aðgengi að lyfjum

Lyfjastofnun
Lyfjastofnun mbl.is/Hjörtur

Lyfjastofnun hefur til skoðunar hvernig mögulegt er að takmarka aðgengi aðópíóíðum, segir skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi ummæli Ólafs B. Einarssonar, sérfræðings í lyfjateymi embættis landlæknis, á mbl.is í síðustu viku. 

Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis.
Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur sagði á mbl.is að meg­in­vandi vegna ávana­bind­andi lyfja á Íslandi verði ekki leyst­ur nema sett­ar verði meiri skorður á aðgengi ein­stak­linga að ávís­un­um og önn­ur úrræði efld.

„Von er til þess að með nýrri reglu­gerð um gerð lyf­seðla sem tek­ur gildi í apríl ásamt meira eft­ir­liti og  notk­un lækna á lyfja­gagna­grunni muni ástandið batna. Sá hóp­ur lækna sem ávís­ar óhóf­lega er ekki stór og flest­ir hafa sett sér vinnu­regl­ur sem þeir fara eft­ir, leiðbein­ing­ar embætt­is land­lækn­is eru ágæt­ar til þess,“ sagði Ólaf­ur B. Ein­ars­son.

Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að í apríl mun taka gildi reglugerð um afgreiðslu og afhendingu lyfja, sem þrengir að ávísunum svokallaðra ópíóíða. Lyfjastofnun hefur einnig til skoðunar hvernig mögulegt sé að takmarka aðgengi að ópíóíðum.

Innan ráðuneytisins verður stofnaður starfshópur með það hlutverk að móta tillögur um hvernig hægt sé að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þessi mál eru því í skoðun innan heilbrigðisráðuneytisins, segir í svari frá ráðuneytinu við fyrirspurn mbl.is.

Tæp­lega þriðjung­ur þjóðar­inn­ar fær ávísað ávana­bind­andi lyfj­um á hverju ári frá rúm­lega tvö þúsund lækn­um. Flest­ir ein­stak­ling­ar fá aðeins lít­il­ræði af lyfj­um en sá hóp­ur sem fær óhóf­lega skipt­ir hundruðum.

Til að bæta eft­ir­lit með lyfja­á­vís­un­um var sett­ur á lagg­irn­ar lyfja­gagna­grunn­ur árið 2006 en þrátt fyr­ir til­komu hans héldu ávís­an­ir áfram að aukast. Með til­komu grunns­ins var bet­ur hægt að bera lyfja­á­vís­an­ir á Íslandi sam­an við aðrar þjóðir en einnig að upp­lýsa lækna eða gera at­huga­semd­ir vegna ávís­ana þeirra.

Fyr­ir þá ein­stak­linga sem fara á milli lækna var lítið hald í lyfja­gagna­grunni en vand­inn fólst í því að koma upp­lýs­ing­un­um til lækna sem var sein­virkt í gegn­um síma eða með bréfa­skipt­um.

Í dag hafa lækn­ar bein­an aðgang að upp­lýs­ing­um um lyfja­á­vís­an­ir í raun­tíma ásamt því að sjá það sem sjúk­ling­ur á af lyfj­um í lyf­seðlagátt.

Þrátt fyr­ir til­komu lyfja­gagna­grunns held­ur heild­ar­magn ávísaðra tauga- og geðlyfja áfram að aukast á Íslandi og mun­ur­inn verður meiri miðað við aðrar þjóðir. Ljóst er að eft­ir­lit eitt og sér kem­ur ekki til með að snúa þess­ari þróun, hér þarf að breyta þjón­ustu við sjúk­linga og sam­fara því þarf lyfja­menn­ing land­ans að breyt­ast,“ seg­ir Ólaf­ur.

Um helgina var greint frá því að fimm einstaklingar hafi látist af völdum ofneyslu lyfja það sem af er árinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

05:30 Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

05:30 Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar tjóns á tveimur kvíum. Önnur er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði. Meira »

Lendi á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...