Hraðleit eins árs í Keflavík

Isavia hefur nú í um ár boðið upp á hraðþjónustu í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða þjónustu þar sem farþegar á dýrari farrýmum eiga kost á að fara í gegnum öryggisleit í styttri röð en farþegar á ódýrari farrýmunum.

Isavia býður flugfélögum val um það hvort þau vilja bjóða þessa þjónustu í skiptum og meðal flugfélaga sem kjósa að nýta sér hana eru Icelandair og WOW air. WOW air bauð fyrst upp á þjónustuna með WOW biz-farrýminu en eftir að því farrými hefur verið breytt í WOW premium-farrýmið er boðið upp á það fyrir fleiri farþega í hverri flugferð.

Í staðinn fyrir þjónustuna fær Isavia hluta af söluágóða flugmiða þeirra farrýma sem nýta sér hana. Ekki hefur verið gefið upp hver rekstrarkostnaður hraðleitar á Keflavíkurflugvelli er en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia,  honum haldið uppi á kostnað flugfélaganna sem kjósa að bjóða upp á hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert