Leigubílstjórinn gaf sig fram

Sindri Þór á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir flugið til Svíþjóðar.
Sindri Þór á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir flugið til Svíþjóðar. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Leigubílstjórinn sem keyrði strokufangann Sindra Þór Stefánsson upp á Keflavíkurflugvöll snemma á þriðjudagsmorgun hefur gefið sig fram og gefið skýrslu hjá lögreglu. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Bílstjórinn er ekki grunaður um neitt saknæmt.

Ólafur Helgi segir vitnisburð leigubílsstjórans ekki hafa fært lögreglu nær því að komast að því hvar Sindri er niðurkominn. Fram hefur þó komið að grunur sé um að hann sé staddur á Spáni. Engar óyggjandi sannanir liggja þó fyrir því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert