Veiðin undir varúðarmörkum

Með tvær langreyðar á síðunni.
Með tvær langreyðar á síðunni. mbl.is/RAX

„Stefna íslenskra stjórnvalda hefur lengi verið sú að nýta auðlindir hafsins á ábyrgan hátt. Leyfi til hvalveiða sem gefin voru út fyrir fimm árum gilda út árið 2018 og heimildin sem var gefin út byggðist á varfærnislegum ráðleggingum frá Hafrannsóknastofnun.“

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, í Morgunblaðinu í dag, en eins og fram hefur komið er hjá Hval hf. nú unnið að rannsóknum á möguleikum þess að nýta langreyðarkjöt í járnríkt fæðubótarefni.

Skiptar skoðanir eru um hvalveiðar og í umræðu síðustu daga hafa heyrst ýmis sjónarmið um að veiðarnar geti ógnað stærri hagsmunum Íslendinga í viðskiptum. Jafnframt geti þær gengið nærri viðkvæmum stofnum. Um þetta segir Kristján Þór að þegar fyrirliggjandi leyfi til hvalveiða voru gefin út hafi gagnrýnendur sagt að veiðar á hval og umfjöllun um þær myndu koma til með að skaða ferðaþjónustuna og jafnvel fleira. Allir þekktu svo þróun viðskipta og fjölgun ferðamanna á undanförnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert