Allar ljósmæður í heimaþjónustu óvirkar

Nýr samningur ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands hefur legið …
Nýr samningur ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands hefur legið ósamþykktur hjá heilbrigðisráðuneytinu frá því fyrir páska. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru allar orðnar óvirkar á listanum,“ segir Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítala og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu. Í gær var greint frá því að 60 ljósmæður sem sinna heimaþjónustu myndu leggja niður störf í dag en nú er ljóst að allar 95 sem skráðar eru í kerfi heimaljósmæðra leggja niður störf.

Aðgerðin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum en aðgerðin mun leiða til þess að fleiri konur þurfa að dvelja á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans í fleiri daga. Nú eiga konur rétt á fimm til sjö vitjunum heimaþjónustu sem þær verða að nýta innan tíu daga.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að aðgerðirnar hefðu komið henni á óvart. Ellen er ósammála ráðherra og segir hana ekki fara með rétt mál en nýr samningur ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands hefur legið ósamþykktur hjá heilbrigðisráðuneytinu frá því fyrir páska.

„Þetta hefur legið inni á borði hjá henni síðan fyrir páska og ekkert hefur heyrst. Við sendum henni margar skilaboð í gær um að við ætluðum í þessar aðgerðir. Það er ekki rétt sem hún segir að þetta komi á óvart því hún hafi ekki heyrt neitt fyrr en í fjölmiðlum.

Fundað verður um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina