Páll fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu

Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu ...
Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Páll Ingi Jóhannesson, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, tók þátt í Boston-maraþoninu í Bandaríkjunum í síðustu viku og var fyrstur íslendinga í mark. Honum þykir þó ekki aðalmarkmiðið að vera fyrstur, en hann var með tímann 02:52:43.

Páll er 44 ára gamall en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en fyrir 4 árum og hleypur nú um 100-130 kílómetra í hverri viku. Hann segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið ágætlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Það þurfti að bara að taka veðrinu eins og það var. Ég var með ákveðna taktík fyrir hlaupið út af veðrinu og tók mið af því. Síðustu sjö kílómetrana missti ég nú pínu hraða, en það var ágætt miðað við aðstæður.“ Þegar maraþonið fór af stað á mánudagsmorgun, var fjögurra stiga hiti og rigning. Á meðan hlaupinu stóð var mikill mótvindur eða 11-13 metrar á sekúndu.

Spurður um viðbrögð þátttakenda við veðrinu segir Páll Boston-maraþonið frekar stórt mál í maraþon-heiminum, sérstaklega fyrir Bandaríkjamenn. „Margir hafa lagt mikið á sig til þess að komast í maraþonið og svo stendur fólkið þarna í þessu veðri. Mér fannst fólkið heldur þögulla en ella hefði verið. Mér fannst fólkið í hlaupinu pínu í sjokki. Allir voru að reyna að halda í sér smá hita áður en þetta fór í gang.“

Að vera fyrstur Íslendinga í mark þykir Páli ekki sérstakt atriði. „Ég er með hlaupfélagsskap hér í Köben, NBRO Running, og mér finnst skemmtilegt í þeim félagsskap hversu mikið maður hleypur fyrir hver annan. Þannig að hlaup fyrir mér snýst ekki endilega um að vera á undan einhverjum. Hlauparar eru bara fólk sem er á sínu róli og mér finnst bara glæsilegt að fólk hafi klárað þetta hlaup.“

Páll hljóp við erfiðar aðstæður.
Páll hljóp við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/Aðsend

Reykti pakka á dag

Páll segist hafa keypt hlaupaskóna 2012 en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en tveimur árum síðar. „Þetta var þannig að ég er búinn að vera meira og minna í skrifstofuvinnu í mörg ár að vinna svona 60-70 tíma á viku. Svo gerðist það að einn gamall skólafélagi minn fékk heilablóðfall og ég var að verða fertugur. Þetta gaf mér innblástur til þess að taka mig aðeins á, hætta að reykja og byrja að hlaupa. Svo vindur þetta upp á sig þetta hlaup.“

„Fyrsta skrefið var að fá mér almennilegan hlaupafatnað. Annað skref var að kaupa púlsúr til þess að mæla árangurinn og þriðja skrefið var að ganga í þennan hlaupafélagsskap sem ég er í. Þessi félagsskapur opnaði bara þennan hlaupaheim fyrir mér,“ segir Páll.

Hann staðhæfir að allir geti bætt heilsufar sitt. „Ef ég get farið úr því að reykja pakka á dag og unnið 60-70 tíma á viku á skrifstofu yfir í að hlaupa maraþon, þá geta þetta allir.“

Aldrei of seint að bæta heilsuna

Hlauparinn segir fólk of spyrja sig hvað það eigi að gera til þess að bæta heilsuna. „Ég segi alltaf það sé betra að byrja í dag en á morgun. Það er auðveldara að byrja fertugur en fjörutíu og eins, auðveldara að byrja þegar maður er sextíu og tveggja en sextíu og þriggja.“

„Málið er það að ég er ekki endilega að segja að allir þurfi að fara að hlaupa 100 kílómetra á viku sko, en hins vegar þarf svo lítið til þess að verða heilbrigðari en maður er,“ bætir Páll við. „Það eru margir sem halda að það þurfi svo mikið til til þess að koma sér í form, að það þurfi að leggja allt líf sitt um. En líkaminn er svo þakklátur, það þarf svo lítið til að byrja þessa breytingu. Það er aldrei of seint að breyta til og þetta gerir svo mikið fyrir fólk,“ segir hann.

Vel að hlaupinu staðið

Samkvæmt Páli hafa Bandaríkjamenn mikla þekkingu á að halda svona stóra viðburði og segir maraþonið „mjög vel skipulagt og vel að þessu staðið þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Hann segist einnig ánægður með áhorfendur. „Þeir voru frá öðrum eða þriðja kílómetra og alla leið í mark, rosalega góð stemning. Ég hef hlaupið í mörgum löndum og Bandaríkjamenn eru sérstaklega lifandi áhorfendur. Þeir líka tóku eftir því þegar hlauparar þurftu auka hvatningu og veittu þeim það.“

Hlaupahópur Páls hyggst sækja Ísland heim í sumar til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „flestir í hópnum ætla að hlaupa hálfmaraþon, en ég er ekki sjálfur búinn að ákveða mig“ segir Páll.

mbl.is

Innlent »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »

„Allir jafn stressaðir yfir þessu“

20:10 „Maður hefur lent í slæmum sumrum en engu eins og þessu,“ segir Ívar Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri Stjörnumálunar, sem hefur starfað í málningarbransanum í nítján ár. Allt sem tengist útivinnu er á eftir áætlun, að sögn Ívars Þórs, og óvíst er hvort það náist allt að klárast á þessu ári. Meira »

Lækka laun bæjarstjóra Garðabæjar

19:25 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka laun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra. Eftir að Gunnar tók sæti sem bæjarfulltrúi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sagðist hann líklega ætla að afþakka laun sem fylgdu þeirri stöðu. Samkvæmt lögum er það óheimilt og voru bæjarstjóralaun hans því lækkuð. Heildarlaun Gunnars eru kr. 2.213.799 á mánuði auk bifreiðahlunninda. Meira »

Kambarnir lokaðir á morgun

19:05 Kambarnir á Hellisheiði verða lokaðir á morgun vegna malbikunarvinnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að stefnt er á malbika um það bil tveggja kílómetra kafla á báðum akreinum í vestur upp Kamba. Meira »

Vann eina og hálfa milljón

18:46 Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðaeigandi fékk hins vegar hinn alíslenska þriðja vinning og hlýtur hann 1.454.440 krónur. Miðinn var keyptur í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 í Reykjavík. Meira »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnislega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

Hipphopphátíðin orðin fastur liður

18:30 Hipphopphátíð Menningarnætur í Reykjavík verður haldin í þriðja skiptið á laugardaginn á Ingólfstorgi og mætti þar með segja að hún sé orðin fastur liður. Hún hefur frá upphafi verið afar vel sótt og það sem kemur e.t.v. mest á óvart er að hún var hugarfóstur manns sem fæddist árið 2001. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »

Óljóst hver á rústir herstöðvar

18:25 Fasteignir á Straumnesfjalli, sem eru rústir herstöðvar, eru ekki skráðar í fasteignaskrá og því er eignarhald þeirra ekki ljóst. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir, þingkonu VG. Meira »

Stjórn SUS mótfallin myndavélaeftirliti

18:18 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi. Meira »

Ásthildur sækist eftir formennsku

18:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna. Meira »

Settu upp „leikrit fyrir fjölmiðla“

17:23 „Þetta er í rauninni ótrúlegt og virðist hafa verið ákveðið leikrit fyrir fjölmiðla,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks að ganga út af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »

„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

15:25 „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun. Meira »

„Notkun glýfosats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »
Vandað Skrifborð Til Sölu
Flott, vel með farið skrifborð. Keypt í Línunni 2007, sést ekkert á því. -Hillu...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Verslunarhúsnæði, Bolholti 4
Til leigu 170 fm. verslunarhúsnæði í Bolholti 4. næsta hús fyrir aftan bensins...