Páll fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu

Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu ...
Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Páll Ingi Jóhannesson, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, tók þátt í Boston-maraþoninu í Bandaríkjunum í síðustu viku og var fyrstur íslendinga í mark. Honum þykir þó ekki aðalmarkmiðið að vera fyrstur, en hann var með tímann 02:52:43.

Páll er 44 ára gamall en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en fyrir 4 árum og hleypur nú um 100-130 kílómetra í hverri viku. Hann segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið ágætlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Það þurfti að bara að taka veðrinu eins og það var. Ég var með ákveðna taktík fyrir hlaupið út af veðrinu og tók mið af því. Síðustu sjö kílómetrana missti ég nú pínu hraða, en það var ágætt miðað við aðstæður.“ Þegar maraþonið fór af stað á mánudagsmorgun, var fjögurra stiga hiti og rigning. Á meðan hlaupinu stóð var mikill mótvindur eða 11-13 metrar á sekúndu.

Spurður um viðbrögð þátttakenda við veðrinu segir Páll Boston-maraþonið frekar stórt mál í maraþon-heiminum, sérstaklega fyrir Bandaríkjamenn. „Margir hafa lagt mikið á sig til þess að komast í maraþonið og svo stendur fólkið þarna í þessu veðri. Mér fannst fólkið heldur þögulla en ella hefði verið. Mér fannst fólkið í hlaupinu pínu í sjokki. Allir voru að reyna að halda í sér smá hita áður en þetta fór í gang.“

Að vera fyrstur Íslendinga í mark þykir Páli ekki sérstakt atriði. „Ég er með hlaupfélagsskap hér í Köben, NBRO Running, og mér finnst skemmtilegt í þeim félagsskap hversu mikið maður hleypur fyrir hver annan. Þannig að hlaup fyrir mér snýst ekki endilega um að vera á undan einhverjum. Hlauparar eru bara fólk sem er á sínu róli og mér finnst bara glæsilegt að fólk hafi klárað þetta hlaup.“

Páll hljóp við erfiðar aðstæður.
Páll hljóp við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/Aðsend

Reykti pakka á dag

Páll segist hafa keypt hlaupaskóna 2012 en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en tveimur árum síðar. „Þetta var þannig að ég er búinn að vera meira og minna í skrifstofuvinnu í mörg ár að vinna svona 60-70 tíma á viku. Svo gerðist það að einn gamall skólafélagi minn fékk heilablóðfall og ég var að verða fertugur. Þetta gaf mér innblástur til þess að taka mig aðeins á, hætta að reykja og byrja að hlaupa. Svo vindur þetta upp á sig þetta hlaup.“

„Fyrsta skrefið var að fá mér almennilegan hlaupafatnað. Annað skref var að kaupa púlsúr til þess að mæla árangurinn og þriðja skrefið var að ganga í þennan hlaupafélagsskap sem ég er í. Þessi félagsskapur opnaði bara þennan hlaupaheim fyrir mér,“ segir Páll.

Hann staðhæfir að allir geti bætt heilsufar sitt. „Ef ég get farið úr því að reykja pakka á dag og unnið 60-70 tíma á viku á skrifstofu yfir í að hlaupa maraþon, þá geta þetta allir.“

Aldrei of seint að bæta heilsuna

Hlauparinn segir fólk of spyrja sig hvað það eigi að gera til þess að bæta heilsuna. „Ég segi alltaf það sé betra að byrja í dag en á morgun. Það er auðveldara að byrja fertugur en fjörutíu og eins, auðveldara að byrja þegar maður er sextíu og tveggja en sextíu og þriggja.“

„Málið er það að ég er ekki endilega að segja að allir þurfi að fara að hlaupa 100 kílómetra á viku sko, en hins vegar þarf svo lítið til þess að verða heilbrigðari en maður er,“ bætir Páll við. „Það eru margir sem halda að það þurfi svo mikið til til þess að koma sér í form, að það þurfi að leggja allt líf sitt um. En líkaminn er svo þakklátur, það þarf svo lítið til að byrja þessa breytingu. Það er aldrei of seint að breyta til og þetta gerir svo mikið fyrir fólk,“ segir hann.

Vel að hlaupinu staðið

Samkvæmt Páli hafa Bandaríkjamenn mikla þekkingu á að halda svona stóra viðburði og segir maraþonið „mjög vel skipulagt og vel að þessu staðið þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Hann segist einnig ánægður með áhorfendur. „Þeir voru frá öðrum eða þriðja kílómetra og alla leið í mark, rosalega góð stemning. Ég hef hlaupið í mörgum löndum og Bandaríkjamenn eru sérstaklega lifandi áhorfendur. Þeir líka tóku eftir því þegar hlauparar þurftu auka hvatningu og veittu þeim það.“

Hlaupahópur Páls hyggst sækja Ísland heim í sumar til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „flestir í hópnum ætla að hlaupa hálfmaraþon, en ég er ekki sjálfur búinn að ákveða mig“ segir Páll.

mbl.is

Innlent »

Hrafn fékk leiðréttingu hjá Þjóðskrá

11:24 „Ég er kominn heim!“ segir Hrafn jökulsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa fengið tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands um að lögheimili hans hafi verið flutt til Árneshrepps. Meira »

Rannsókn málsins á lokastigum

10:45 Rannsókn eins stærsta þjófnaðarmáls Íslandssögunnar er á lokastigum. „Eina sem ég get sagt þér er að rannsókn málsins er á lokastigum,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Óvænt sjósund bæjarstjórans

09:48 Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, lenti í smá vandræðum við upptöku á kynningarmyndbandi og skellti sér óvænt í sjósund. Meira »

Heggur nærri rigningarmetinu í maí

09:29 Er rigningarmetið í Reykjavík í maí virkilega að fara að falla? Þessu veltir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fyrir sér í færslu á Facebook-síðu sinni og telur ekki ólíklegt að svo geti farið. Núverandi met, 126 mm, er frá 1989 en fyrra met, 122 mm, var skráð 1896. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

08:56 Stefnt er að því að fræsa báðar vinstri akreinar á Sæbraut, frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að gatnamótum við Katrínartún, í dag. Meira »

IKEA innkallar reiðhjól

08:46 IKEA innkallar SLADDA-reiðhjólið vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu.   Meira »

Kvennafangelsið líklega rifið

08:18 Húsið Kópavogsbraut 17, sem áður hýsti Kvennafangelsið, verður líklega rifið. Kópavogsbær keypti húsið af ríkinu 2015. Hluti þess er nú leigður AA-samtökunum. Meira »

Ólík viðhorf eftir búsetu í borginni

08:00 Mismunandi fylgi framboðslistanna í Reykjavík eftir borgarhlutum er enn mjög áberandi í lokakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Könnunin var birt hér í blaðinu í gær. mbl.is sýnir þennan mun á gagnvirku korti þar sem sjá má fylgið eftir mismunandi breytum. Meira »

Hækkun fasteignamats verði ógilt

07:57 Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda. Meira »

Fyrsta gagnaverið rís á Blönduósi

07:37 „Við fáum aukna starfsemi inn í samfélagið. Reksturinn skapar umsvif og störf,“ segir Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri á Blönduósi. Meira »

Ákærður fyrir hatursorðræðu

07:01 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í athugasemdakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Meira »

Samfelld úrkoma

06:55 Fremur hæg breytileg vindátt verður á landinu í dag. Samfelld úrkoma suðaustan- og austanlands og einnig um tíma fyrir norðan. Vestan til á landinu má búast við skúraleiðingum. Heldur vaxandi suðvestan- og vestanátt þegar líður á daginn. Meira »

Enn snjóflóðahætta til fjalla

06:51 Eftir lægðagang undanfarið er töluverður snjór til fjalla á jöklum og hálendinu. Sleðamenn komu af stað snjóflóði í Skriðutindum á mánudag og segja mikið vera af flóðum á því svæði. Á fimmtudag í síðustu viku lentu menn í snjóflóði á Grímsfjalli. Meira »

Eignaspjöll og líkamsárás í Garðabæ

06:34 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við eignaspjöll á bifreið í Garðabæ og hugsanlega líkamsárás þar í bæ. Meira »

Nýr formaður Heimilis og skóla

06:11 Sigrún Edda Eðvarðsdóttir var kjörin nýr formaður samtakanna Heimili og skóli í gær.   Meira »

Ók á 170 km hraða

05:54 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum skömmu eftir miðnætti í nótt.  Meira »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6,...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Páll Ólafsson 1-2, 1899-1900. Snorraedda 1975 Þ.J. Sögur og kvæði...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
 
Sérfræðingar forsætisráðuneytið
Sérfræðistörf
Sérfræðingar Forsætisráðuneytið auglý...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...
Smiður / verkstjóri óskast
Iðnaðarmenn
Smiður/verkstjóri ó...
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...