Páll fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu

Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu ...
Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Páll Ingi Jóhannesson, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, tók þátt í Boston-maraþoninu í Bandaríkjunum í síðustu viku og var fyrstur íslendinga í mark. Honum þykir þó ekki aðalmarkmiðið að vera fyrstur, en hann var með tímann 02:52:43.

Páll er 44 ára gamall en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en fyrir 4 árum og hleypur nú um 100-130 kílómetra í hverri viku. Hann segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið ágætlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Það þurfti að bara að taka veðrinu eins og það var. Ég var með ákveðna taktík fyrir hlaupið út af veðrinu og tók mið af því. Síðustu sjö kílómetrana missti ég nú pínu hraða, en það var ágætt miðað við aðstæður.“ Þegar maraþonið fór af stað á mánudagsmorgun, var fjögurra stiga hiti og rigning. Á meðan hlaupinu stóð var mikill mótvindur eða 11-13 metrar á sekúndu.

Spurður um viðbrögð þátttakenda við veðrinu segir Páll Boston-maraþonið frekar stórt mál í maraþon-heiminum, sérstaklega fyrir Bandaríkjamenn. „Margir hafa lagt mikið á sig til þess að komast í maraþonið og svo stendur fólkið þarna í þessu veðri. Mér fannst fólkið heldur þögulla en ella hefði verið. Mér fannst fólkið í hlaupinu pínu í sjokki. Allir voru að reyna að halda í sér smá hita áður en þetta fór í gang.“

Að vera fyrstur Íslendinga í mark þykir Páli ekki sérstakt atriði. „Ég er með hlaupfélagsskap hér í Köben, NBRO Running, og mér finnst skemmtilegt í þeim félagsskap hversu mikið maður hleypur fyrir hver annan. Þannig að hlaup fyrir mér snýst ekki endilega um að vera á undan einhverjum. Hlauparar eru bara fólk sem er á sínu róli og mér finnst bara glæsilegt að fólk hafi klárað þetta hlaup.“

Páll hljóp við erfiðar aðstæður.
Páll hljóp við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/Aðsend

Reykti pakka á dag

Páll segist hafa keypt hlaupaskóna 2012 en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en tveimur árum síðar. „Þetta var þannig að ég er búinn að vera meira og minna í skrifstofuvinnu í mörg ár að vinna svona 60-70 tíma á viku. Svo gerðist það að einn gamall skólafélagi minn fékk heilablóðfall og ég var að verða fertugur. Þetta gaf mér innblástur til þess að taka mig aðeins á, hætta að reykja og byrja að hlaupa. Svo vindur þetta upp á sig þetta hlaup.“

„Fyrsta skrefið var að fá mér almennilegan hlaupafatnað. Annað skref var að kaupa púlsúr til þess að mæla árangurinn og þriðja skrefið var að ganga í þennan hlaupafélagsskap sem ég er í. Þessi félagsskapur opnaði bara þennan hlaupaheim fyrir mér,“ segir Páll.

Hann staðhæfir að allir geti bætt heilsufar sitt. „Ef ég get farið úr því að reykja pakka á dag og unnið 60-70 tíma á viku á skrifstofu yfir í að hlaupa maraþon, þá geta þetta allir.“

Aldrei of seint að bæta heilsuna

Hlauparinn segir fólk of spyrja sig hvað það eigi að gera til þess að bæta heilsuna. „Ég segi alltaf það sé betra að byrja í dag en á morgun. Það er auðveldara að byrja fertugur en fjörutíu og eins, auðveldara að byrja þegar maður er sextíu og tveggja en sextíu og þriggja.“

„Málið er það að ég er ekki endilega að segja að allir þurfi að fara að hlaupa 100 kílómetra á viku sko, en hins vegar þarf svo lítið til þess að verða heilbrigðari en maður er,“ bætir Páll við. „Það eru margir sem halda að það þurfi svo mikið til til þess að koma sér í form, að það þurfi að leggja allt líf sitt um. En líkaminn er svo þakklátur, það þarf svo lítið til að byrja þessa breytingu. Það er aldrei of seint að breyta til og þetta gerir svo mikið fyrir fólk,“ segir hann.

Vel að hlaupinu staðið

Samkvæmt Páli hafa Bandaríkjamenn mikla þekkingu á að halda svona stóra viðburði og segir maraþonið „mjög vel skipulagt og vel að þessu staðið þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Hann segist einnig ánægður með áhorfendur. „Þeir voru frá öðrum eða þriðja kílómetra og alla leið í mark, rosalega góð stemning. Ég hef hlaupið í mörgum löndum og Bandaríkjamenn eru sérstaklega lifandi áhorfendur. Þeir líka tóku eftir því þegar hlauparar þurftu auka hvatningu og veittu þeim það.“

Hlaupahópur Páls hyggst sækja Ísland heim í sumar til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „flestir í hópnum ætla að hlaupa hálfmaraþon, en ég er ekki sjálfur búinn að ákveða mig“ segir Páll.

mbl.is

Innlent »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »

Enn stefnt að skuldalækkun

16:56 Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með. Meira »

Barnaníðsmál ekki fyrir Hæstarétt

16:49 Beiðni Kjartans Adolfssonar um að Hæstiréttur taki fyrir dóm Landsréttar um að hann sæti sjö ára fangelsisvistar fyrir að nauðga dætrum sínum hefur verið hafnað. Hæstiréttur taldi ekki tilefni til þess að endurskoða mat á sönnunargildi vitnisburðar hans, brotaþola eða vitna. Meira »

„Málið er bara ekki lengur pólitískt“

16:42 „Málið er bara ekki lengur pólitískt,“ segir formaður borgarráðs um eineltisásakanir á hendur Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa sem borist hafa eineltis- og áreitniteymis ráðhússins. Meira »

ÁTVR opið fyrir nýju neftóbaki

16:37 Sölubann ÁTVR á öðru neftóbaki en því sem stofnun framleiðir sjálf var aflagt um mánaðamót og verður það ekki tekið upp að nýju nema með aðkomu stjórnvalda. Viðskiptablaðið greinir frá þessu, fyrst fjölmiðla. Meira »

Sameining SÍ og FME samþykkt

16:19 Alþingi samþykkti í dag lög sem sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og verða stofnanirnar sameinaðar frá næstu áramótum. „Breytingar eru ekki gerðar á þeim verkefnum sem eru á ábyrgð þessara tveggja stofnana heldur lúta breytingarnar að sameiningu verkefna hjá einni stofnun.“ Meira »

Aðstoðuðu vélarvana bát sem rak að landi

16:15 Björgunarskip var kallað út klukkan 15:30 í dag þegar Rib-bátur, fullur af fólki, var vélarvana og rak að landi rétt við Sæbraut í Reykjavík. Beiðni um björgunarbát var afturkölluð 15 mínútum síðar þegar nærliggjandi bátur tók þann vélarvana í tog. Meira »

Allt að 900 milljónir í rannsóknir

15:51 Auglýst verður eftir umsóknum um styrki í markáætlun um samfélagslegar áskoranir fyrir allt að 300 milljónir króna árlega á komandi árum. Vísinda- og tækniráð samþykkti tillögu forsætisráðherra um þetta á fundi sínum í Norræna húsinu í dag. Meira »

Flestir sóttu um í Verzló

15:47 Flestir nemenda sem luku við grunnskóla í vor sóttu um skólavist í Verzlunarskóla Íslands, en alls sóttu rúm 95% nemenda sem luku grunnskóla í vor um skólavist í framhaldsskóla. Meira »

Hafís með borgarísjaka færist í austur

15:37 Hafísinn norðvestur af landinu er nú um 35 sjómílur undan Kögri og færist nú heldur í austur. Hann er allþéttur og borgarísjakar eru innan þekjunnar. Meira »

Eitt leyfisbréf þvert á skólastig

14:24 Svokallað kennarafrumvarp var samþykkt á Alþingi í gær en markmið laganna, sem fjalla um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, er að stuðla að sveigjanlegra skólakerfi – nemendum og kennurum til hagsbóta. Meira »

„Mjög villandi málflutningur“

14:08 „Ég vísa henni algjörlega á bug,“ svarar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar mbl.is leitar viðbragða hennar við gagnrýni minnihlutans er snýr að meintum niðurskurði í fjármálaáætlun til þess að mæta breyttum efnahagshorfum. Hún segir málflutning þeirra sem tala um niðurskurð villandi. Meira »

Þróunaraðstoð langt undir markmiði

14:00 Framlög til þróunarsamvinnu verða skorin niður um 1,8 milljarða á árunum 2020-2024 miðað við fyrri tillögur fjármálaráðherra að fjármálaáætlun áranna 2020-2024. Þetta er meðal þess sem finna má í breytingartillögu meirihluta fjármálanefndar að fjármálaáætlun. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Stál borðfætur
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Pool borð til sölu
Til sölu er Dynamic Competition Pool borð, 9 feta, með ljósum og kjuðarekka. Ve...