Páll fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu

Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu ...
Páll Ingi Jóhannesson var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Páll Ingi Jóhannesson, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, tók þátt í Boston-maraþoninu í Bandaríkjunum í síðustu viku og var fyrstur íslendinga í mark. Honum þykir þó ekki aðalmarkmiðið að vera fyrstur, en hann var með tímann 02:52:43.

Páll er 44 ára gamall en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en fyrir 4 árum og hleypur nú um 100-130 kílómetra í hverri viku. Hann segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið ágætlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Það þurfti að bara að taka veðrinu eins og það var. Ég var með ákveðna taktík fyrir hlaupið út af veðrinu og tók mið af því. Síðustu sjö kílómetrana missti ég nú pínu hraða, en það var ágætt miðað við aðstæður.“ Þegar maraþonið fór af stað á mánudagsmorgun, var fjögurra stiga hiti og rigning. Á meðan hlaupinu stóð var mikill mótvindur eða 11-13 metrar á sekúndu.

Spurður um viðbrögð þátttakenda við veðrinu segir Páll Boston-maraþonið frekar stórt mál í maraþon-heiminum, sérstaklega fyrir Bandaríkjamenn. „Margir hafa lagt mikið á sig til þess að komast í maraþonið og svo stendur fólkið þarna í þessu veðri. Mér fannst fólkið heldur þögulla en ella hefði verið. Mér fannst fólkið í hlaupinu pínu í sjokki. Allir voru að reyna að halda í sér smá hita áður en þetta fór í gang.“

Að vera fyrstur Íslendinga í mark þykir Páli ekki sérstakt atriði. „Ég er með hlaupfélagsskap hér í Köben, NBRO Running, og mér finnst skemmtilegt í þeim félagsskap hversu mikið maður hleypur fyrir hver annan. Þannig að hlaup fyrir mér snýst ekki endilega um að vera á undan einhverjum. Hlauparar eru bara fólk sem er á sínu róli og mér finnst bara glæsilegt að fólk hafi klárað þetta hlaup.“

Páll hljóp við erfiðar aðstæður.
Páll hljóp við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/Aðsend

Reykti pakka á dag

Páll segist hafa keypt hlaupaskóna 2012 en byrjaði ekki að hlaupa fyrr en tveimur árum síðar. „Þetta var þannig að ég er búinn að vera meira og minna í skrifstofuvinnu í mörg ár að vinna svona 60-70 tíma á viku. Svo gerðist það að einn gamall skólafélagi minn fékk heilablóðfall og ég var að verða fertugur. Þetta gaf mér innblástur til þess að taka mig aðeins á, hætta að reykja og byrja að hlaupa. Svo vindur þetta upp á sig þetta hlaup.“

„Fyrsta skrefið var að fá mér almennilegan hlaupafatnað. Annað skref var að kaupa púlsúr til þess að mæla árangurinn og þriðja skrefið var að ganga í þennan hlaupafélagsskap sem ég er í. Þessi félagsskapur opnaði bara þennan hlaupaheim fyrir mér,“ segir Páll.

Hann staðhæfir að allir geti bætt heilsufar sitt. „Ef ég get farið úr því að reykja pakka á dag og unnið 60-70 tíma á viku á skrifstofu yfir í að hlaupa maraþon, þá geta þetta allir.“

Aldrei of seint að bæta heilsuna

Hlauparinn segir fólk of spyrja sig hvað það eigi að gera til þess að bæta heilsuna. „Ég segi alltaf það sé betra að byrja í dag en á morgun. Það er auðveldara að byrja fertugur en fjörutíu og eins, auðveldara að byrja þegar maður er sextíu og tveggja en sextíu og þriggja.“

„Málið er það að ég er ekki endilega að segja að allir þurfi að fara að hlaupa 100 kílómetra á viku sko, en hins vegar þarf svo lítið til þess að verða heilbrigðari en maður er,“ bætir Páll við. „Það eru margir sem halda að það þurfi svo mikið til til þess að koma sér í form, að það þurfi að leggja allt líf sitt um. En líkaminn er svo þakklátur, það þarf svo lítið til að byrja þessa breytingu. Það er aldrei of seint að breyta til og þetta gerir svo mikið fyrir fólk,“ segir hann.

Vel að hlaupinu staðið

Samkvæmt Páli hafa Bandaríkjamenn mikla þekkingu á að halda svona stóra viðburði og segir maraþonið „mjög vel skipulagt og vel að þessu staðið þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Hann segist einnig ánægður með áhorfendur. „Þeir voru frá öðrum eða þriðja kílómetra og alla leið í mark, rosalega góð stemning. Ég hef hlaupið í mörgum löndum og Bandaríkjamenn eru sérstaklega lifandi áhorfendur. Þeir líka tóku eftir því þegar hlauparar þurftu auka hvatningu og veittu þeim það.“

Hlaupahópur Páls hyggst sækja Ísland heim í sumar til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „flestir í hópnum ætla að hlaupa hálfmaraþon, en ég er ekki sjálfur búinn að ákveða mig“ segir Páll.

mbl.is

Innlent »

Lögreglan leitar að þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

Í gær, 12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

Í gær, 12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

Í gær, 11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...