Allsherjarúttekt gerð á göngunum

Ólafur Þórðarson, knattspyrnukappi og vörubílstjóri, kemur slánni í réttar skorður …
Ólafur Þórðarson, knattspyrnukappi og vörubílstjóri, kemur slánni í réttar skorður ásamt Jónasi Þorkelssyni, starfsmanni Meitils. Ljósmynd/Spölur

Hvalfjarðargöngin verða lokuð í fimm nætur í þessari viku. Þetta er óvenju langur tími því auk vorhreingerningar og reglulegs viðhalds verður gerð allsherjarúttekt á ástandi mannvirkisins.

Úttektin tengist eigendaskiptunum í haust, þ.e. þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af Speli. Fimmta og síðasta lokun verður aðfaranótt föstudags næstkomandi.

Sérfræðingar verkfræðistofunnar Mannvits gera úttekt á göngunum í samræmi við samning ríkisins og Spalar. Mannvitsmenn skoða og skrá sprungur í múrklæðningum, slit malbiks á akbrautum, ástand tæknibúnaðar og sitthvað fleira, segir í frétt á heimasíðu Spalar.

Inni í göngunum hafa múrarar frá Akranesi lagfært stóra skemmd í múrklæðningunni. Bílstjóri á ferð að næturþeli sofnaði undir stýri og ók á vegg ganganna. Hann meiddist sem betur fer ekki en bíllinn skemmdist mikið og gangaveggurinn sömuleiðis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert