42% vilja ekki mosku í Sogamýri

Vinningstillaga að útliti nýju moskunnar.
Vinningstillaga að útliti nýju moskunnar.

Rúmlega 42% þeirra sem tóku þátt í nýlegri könnun sem unnin var af Gallup segjast frekar, mjög eða alfarið andvígir byggingu mosku í Sogamýri í Reykjavík. Tæplega 22% segjast frekar, mjög eða alfarið hlynntir byggingu hennar á þeim stað, en um 36% segjast hvorki andvíg né hlynnt byggingu hennar á þeim stað.

Þegar ástæður eru skoðaðar fyrir andstöðu fólks við byggingu moskunnar nefna flestir, eða 39,3%, staðsetninguna. 14,1% svöruðu „á ekki heima hér,“ 12,7% segja „vil ekki mosku,“ 7,2% svara „er á móti múslimatrú“ og 7% svöruðu „kristin þjóð.“

Flestir þeir sem segjast hlynntir byggingu mosku í Sogamýri nefndu trúfrelsi, eða 42,4%. Þá sögðu 29,1% að trúfélög ættu rétt á bænahúsi og 20,8% nefndu jafnræði.

Talsverður munur er á skoðunum fólks eftir aldri og menntun, stjórnmálaskoðun sem og búsetu, en munurinn er minni og ekki marktækur þegar kemur að kyni og fjölskyldutekjum. Í flestum flokkunum er fjöldi þeirra sem segjast hvorki né vera hlynnt eða andvíg byggingu stærstur, eða á bilinu 30-40%

Yngra fólk er jákvæðara fyrir byggingu mosku í Sogamýri en þeir sem eldri eru. Þannig eru fleiri á aldursflokkunum 18-24 ára og 25-34 ára sem eru hlynntir byggingu moskunnar en eru andvígir. Í eldri aldursflokkum er andstaðan hins vegar meiri og mest hjá þeim sem eru 65 ára og eldri. Í þeim aldursflokki eru 62% andvíg byggingunni, en um 10% sem eru hlynnt.

Þegar kemur að búsetu eru íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og í öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni mest andvígir byggingu mosku í Sogamýri, eða 46% í báðum hópum. Andstaðan er nokkru minni í Reykjavík, eða 37%. Hlutfall þeirra sem eru hlynntir byggingunni og búa í Reykjavík er 28%. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur er hlutfallið 21% og í öðrum sveitarfélögum er segjast 17% hlynntir byggingu mosku á þessum stað.

Meðal þeirra sem hafa háskólapróf segjast 30% vera hlynntir byggingunni, en 30% á móti henni. Fleiri eru hins vegar andvígir henni sem eru með grunnskólapróf eða framhaldsskólapróf sem hæsta menntastig. Eru 51% þeirra sem eru með grunnskólapróf sem hæsta menntastig andvígir byggingunni, en aðeins 14% hlynnt.

Af kjósendum í Reykjavík eru það stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eru mest andvígir byggingu moskunnar í Sogamýri. 70% þeirra eru frekar, mjög eða alfarið andvígir áformunum. Meðal kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata eru færri andvígir en eru hlynntir og eru kjósendur Samfylkingarinnar hlynntastir málinu, eða 51%. Meðal þeirra sem ætla að kjósa annað eða ætla að skila auðu er andstaðan meiri en meðal þeirra sem eru hlynntir.

45,8% þeirra sem spurðir voru sögðust hlynntir því að halda íbúakosningu um byggingu moskunnar í Sogamýri, en þá er miðað við svör allra landsmanna. 25,2% svöruðu hvorki né og 29% voru andvígir slíkri kosningu.

Úrtakið var 2624 einstaklingar á öllu landinu sem voru valdir af handahófi úr viðhorfshópi Gallup. Svöruðu 1428 könnuninni, eða 54,4% og tóku 1371 afstöðu í henni. Könnunin var unnin fyrir Árna Má Jensson, en hann skrifaði aðsenda grein í dag í Morgunblaðið um niðurstöður könnunarinnar.

mbl.is

Innlent »

Allir sjá til sólar á morgun

07:52 Á morgun fer dálítill hæðarhryggur yfir landið. Það þýðir að þá lægir vindinn, segir á vef Veðurstofu Íslands. Einnig styttir upp og rofar til, þannig að á einhverjum tímapunkti munu allir landsmenn sjá til sólar á morgun. Meira »

Kastaði sér í höfnina

07:10 Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt en meðal annars kviknaði í á tveimur stöðum og maður kastaði sér í sjóinn við Miðbakka í nótt. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

07:00 Sjálfstæðisflokkurinn fékk átta menn kjörna inn í borgarstjórn en Samfylkingin fékk sjö borgarfulltrúa. Alls munu átta flokka eiga fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. Fleiri konur en karlar munu sitja í borgarstjórn Reykjavíkur næsta kjörtímabil. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn missir mann

05:14 Búið er að telja 53.124 atkvæði í Reykjavík, en nýjar tölur voru birtar kl. 5. Samkvæmt þeim er Sjálfstæðisflokkur áfram stærstur í borginni, með 30,4%, en flokkurinn missir hins vegar einn mann frá því síðustu tölur voru lesnar upp. Píratar bæta aftur á móti við manni. Meira »

Meirihlutaflokkarnar tala saman

03:52 Oddvitar flokkanna þriggja sem mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar síðustu fjögur ár segjast munu byrja á því að tala saman og kanna hvort þeir nái að semja um áframhaldandi samstarf næstu fjögur ár. Listi fólksins, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin héldu öll tveimur mönnum í bæjarstjórn. Meira »

Meirihlutinn heldur í Kópavogi

03:32 Sjálfstæðismenn fengu fimm bæjarfulltrúa kjörna og 36,1% atkvæða í kosningum í Kópavogi í dag. Meirihlutasamstarfið helst í bænum, en með Sjálfstæðisflokknum var Björt framtíð, sem nú fer fram ásamt Viðreisn. Meira »

Talningu lokið á Akureyri

03:27 Öll atkvæði hafa nú verið talin á Akureyri. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk flest atkvæði, eða 1.998 og þrjá bæjarfulltrúa. L-listinn, sem er bæjarlisti Akureyrar fékk næstflest atkvæði, 1.828 og tvo fulltrúa. Meira »

Umboðsmaður flokks sem er ekki í framboði

03:23 Hún er einmanaleg stúkan í Laugardalshöll þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með talningu atkvæða í borgarstjórnarkosningunum. Raunar er aðeins einn maður í stúkunni, sem kallar sig KÞ en vill ekki koma fram undir nafni. KÞ hefur fylgst með kosningum síðustu 12-15 árin. Meira »

Rétt að bíða eftir síðustu tölum

03:21 „Það eru miklar sviptingar á milli talninga og ég held að það sé rétta að bíða eftir síðustu tölum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir sem er í öðru sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík um nýjustu tölur úr Reykjavík sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með níu borgarfulltrúa og Samfylking með sjö. Meira »

Draumurinn rættist í þessum tölum

03:09 „Þetta er draumur sem við áttum. Að fá a.m.k. níu borgarfulltrúa.“ Þetta eru fyrstu viðbrögð Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við nýjustu tölum úr borginni sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með 10.636 atkvæði og níu borgarfulltrúa. Meira »

Viss um að vakna sem borgarfulltrúi

03:04 „Ég veit alveg hvernig ég ætla að hafa þetta, nú fer ég bara heim og legg mig og svo vakna ég í fyrramálið og þá verð ég borgarfulltrúi,“ segir Baldur Borgþórsson, sem var á öðru sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kominn í 9 menn

03:01 Sjálfstæðisflokkurinn fær 9 borgarfulltrúa kjörna samkvæmt nýjustu tölum í Reykjavík þegar 33.882 atkvæði eru talin. Hefur flokkurinn bætt við sig tveimur fulltrúum frá síðustu tölum og tekur frá bæði Vinstri grænum og Pírötum. Meira »

4 atkvæði bárust 20 sek. of seint

02:51 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum nær aðeins inn þremur mönnum í bæjarstjórn og er meirihlutinn því fallinn. Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri, var í fimmta sæti listans og nær ekki kjöri. Aðeins vantaði sex atkvæði upp á til að flokkurinn héldi meirihluta sínum. Meira »

Spennulosun og gleði í Snæfellsbæ

02:21 Gleðin var við völd hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ eftir að fyrir lá að listi flokksins hefði fengið um 60% atkvæða. Oddviti listans, Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri í Snæfellsbæ, segir að þetta sé næstbesta kosning flokksins í bænum. Meira »

Meirihlutinn fallinn í Eyjum

02:14 Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er fallinn en lokatölur liggja fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn fær þrjá bæjarfulltrúa af sjö en hafði áður fimm fulltrúa. Flokkurinn hlaut 73,2% atkvæða 2014 en að þessu sinni 45,4%. Meira »

Vonast eftir tölum innan klukkutíma

01:58 Talning í Reykjavík gengur vel, að sögn Evu B. Helgadóttur, formanns yfirkjörstjórnar. Hún vonast til að nýjar tölur verði kynntar innan klukkustundar, en þorir ekki að lofa neinu. Talning hefur verið á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Meira »

Fyrsti Framsóknarmaðurinn í 20 ár

01:57 Öll atkvæði hafa nú verið talin í Hafnarfirði og meðal þeirra 11 bæjarfulltrúa sem kjörnir voru er Ágúst Bjarni Garðarsson, sem leiddi lista Framsóknarflokksins. Það telst til tíðinda þar sem 20 ár eru síðan það gerðist síðast. Meira »

Stefnumálin liggi vel með Viðreisn

01:47 Gamanið kárnaði ögn á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins er aðrar tölur úr borginni birtust, en samkvæmt þeim verða borgarfulltrúar flokksins 7, en ekki 8, eins og fyrstu tölur bentu til. Jórunn Pála Jónasdóttir frambjóðandi flokksins segist bjartsýn á að flokkurinn nái að mynda meirihluta. Meira »

Aðeins 57% kjörsókn í Reykjanesbæ

01:46 Aðeins 57% kjörsókn var í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ í dag. Alls greiddu 6.494 atkvæði, en á kjörskrá voru 11.400. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði rúmlega þrettán prósentustigum frá síðustu kosningum og fór úr 36,5% niður í 22,9%. Sex flokkar eiga nú sæti í bæjarstjórn. Meira »
Bílalyftur frá EAE á lager, pósta og skæralyftur.
Eigum 4 tonna gólffríar bílalyftur á lager. 15 ára reynsla á íslandi Vökvaknún...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatns og olíuhelt áklæði, svartir o...
Lokrekkja
Þessi fallega lokrekkja er til sölu.Hæð 1.95, breidd 1.20, lengd 2.50 Verð 150.0...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Organisti í háteigskirkju
Listir
Organisti í Háteigskirkju ...
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...
Leikskóli seltjarnarnes
Leikskólakennsla
Leikskóli Seltjarnarness Leikskólabör...