42% vilja ekki mosku í Sogamýri

Vinningstillaga að útliti nýju moskunnar.
Vinningstillaga að útliti nýju moskunnar.

Rúmlega 42% þeirra sem tóku þátt í nýlegri könnun sem unnin var af Gallup segjast frekar, mjög eða alfarið andvígir byggingu mosku í Sogamýri í Reykjavík. Tæplega 22% segjast frekar, mjög eða alfarið hlynntir byggingu hennar á þeim stað, en um 36% segjast hvorki andvíg né hlynnt byggingu hennar á þeim stað.

Þegar ástæður eru skoðaðar fyrir andstöðu fólks við byggingu moskunnar nefna flestir, eða 39,3%, staðsetninguna. 14,1% svöruðu „á ekki heima hér,“ 12,7% segja „vil ekki mosku,“ 7,2% svara „er á móti múslimatrú“ og 7% svöruðu „kristin þjóð.“

Flestir þeir sem segjast hlynntir byggingu mosku í Sogamýri nefndu trúfrelsi, eða 42,4%. Þá sögðu 29,1% að trúfélög ættu rétt á bænahúsi og 20,8% nefndu jafnræði.

Talsverður munur er á skoðunum fólks eftir aldri og menntun, stjórnmálaskoðun sem og búsetu, en munurinn er minni og ekki marktækur þegar kemur að kyni og fjölskyldutekjum. Í flestum flokkunum er fjöldi þeirra sem segjast hvorki né vera hlynnt eða andvíg byggingu stærstur, eða á bilinu 30-40%

Yngra fólk er jákvæðara fyrir byggingu mosku í Sogamýri en þeir sem eldri eru. Þannig eru fleiri á aldursflokkunum 18-24 ára og 25-34 ára sem eru hlynntir byggingu moskunnar en eru andvígir. Í eldri aldursflokkum er andstaðan hins vegar meiri og mest hjá þeim sem eru 65 ára og eldri. Í þeim aldursflokki eru 62% andvíg byggingunni, en um 10% sem eru hlynnt.

Þegar kemur að búsetu eru íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og í öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni mest andvígir byggingu mosku í Sogamýri, eða 46% í báðum hópum. Andstaðan er nokkru minni í Reykjavík, eða 37%. Hlutfall þeirra sem eru hlynntir byggingunni og búa í Reykjavík er 28%. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur er hlutfallið 21% og í öðrum sveitarfélögum er segjast 17% hlynntir byggingu mosku á þessum stað.

Meðal þeirra sem hafa háskólapróf segjast 30% vera hlynntir byggingunni, en 30% á móti henni. Fleiri eru hins vegar andvígir henni sem eru með grunnskólapróf eða framhaldsskólapróf sem hæsta menntastig. Eru 51% þeirra sem eru með grunnskólapróf sem hæsta menntastig andvígir byggingunni, en aðeins 14% hlynnt.

Af kjósendum í Reykjavík eru það stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eru mest andvígir byggingu moskunnar í Sogamýri. 70% þeirra eru frekar, mjög eða alfarið andvígir áformunum. Meðal kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata eru færri andvígir en eru hlynntir og eru kjósendur Samfylkingarinnar hlynntastir málinu, eða 51%. Meðal þeirra sem ætla að kjósa annað eða ætla að skila auðu er andstaðan meiri en meðal þeirra sem eru hlynntir.

45,8% þeirra sem spurðir voru sögðust hlynntir því að halda íbúakosningu um byggingu moskunnar í Sogamýri, en þá er miðað við svör allra landsmanna. 25,2% svöruðu hvorki né og 29% voru andvígir slíkri kosningu.

Úrtakið var 2624 einstaklingar á öllu landinu sem voru valdir af handahófi úr viðhorfshópi Gallup. Svöruðu 1428 könnuninni, eða 54,4% og tóku 1371 afstöðu í henni. Könnunin var unnin fyrir Árna Má Jensson, en hann skrifaði aðsenda grein í dag í Morgunblaðið um niðurstöður könnunarinnar.

mbl.is

Innlent »

Bílvelta í Öxnadal

21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafist við í tjaldi úti skógi. Meira »

Rannsaka leka í Euro Market málinu

20:26 Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang. Meira »

Smíða síðustu bobbingana

19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »

60 þúsund á mánuði fyrir bókaskrif

19:00 Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Meira »

Hlýnun jarðar kallar á aukið samstarf

18:42 Alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar jarðar á umhverfi og samfélög á norðurslóðum. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hún ávarpaði gesti á þingi Hringborði norðursins. Meira »

Æfðu björgun við krefjandi aðstæður

18:30 Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni og Reykholti æfðu björgun í virkjunum Landsvirkjunar og Orku náttúrunnar á Nesjavöllum í gær. Æfingunum er ætlað að viðhalda þekkingu viðbragðsaðila þegar eitthvað kemur upp á í þessum tilteknu kringumstæðum. Meira »

Gangi út fyrir sig og aðrar konur

17:59 „Við erum að núna að setja kröfuna á atvinnurekendur og opinberar stofnanir um að það verði raunverulega settir í gang ferlar og verklagsferlar. Eins og hefur komið í ljós væri synd að segja að þetta sé allt saman komið í lag,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018. Meira »

Eldur í rusli í Varmadal

16:28 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór á fimmta tímanum í dag í útkall vegna elds í rusli og smádóti í Varmadal á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var í fyrstu talið að um húsbruna væri að ræða. Dregið var úr viðbúnaði eftir að annað kom í ljós. Meira »

Föðursystirin var ekki böðull

16:00 Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Meira »

Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

15:45 Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

15:22 „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

14:53 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Meira »

Sóttu mikið slasaðan skipverja

14:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út til þess að sækja mikið slasaðan skipverja filippeysks flutningaskips nú fyrir hádegi. Skipið var statt um 60 sjómílur suðaustan við Vestmannaeyjar þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að á ellefta tímanum í dag. Meira »

Ekki eins og rúða í stofuglugganum

14:28 Brot í rúðu flugstjórnarklefa í farþegavél Icelandair sem kom upp í flugi frá Orlando til Reykjavíkur í gær var aðeins í ysta lagi rúðunnar, sem er eitt lag af mörgum. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is. Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

13:13 Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

Miklar skemmdir á rúðunni

10:24 Flugáhugamaður og ljósmyndari hefur birt mynd af skemmdunum sem urðu á rúðu farþegavélar Icelandair þegar hún var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags. Meira »