Viðskiptahindranir mesta ógnin

Guðlaugur Þór Þórðarson sagði mikilvægast að ekki verði viðskiptahindranir í ...
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði mikilvægast að ekki verði viðskiptahindranir í Evrópu. Ljósmynd/utanríkisráðuneytið

„Ef við Íslendingar ætlum að halda uppi okkar lífskjörum eins og við viljum sjá, verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um einn milljarð á viku næstu tuttugu árin,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra í þættinum Þingvellir á K100 í morgun.

Guðlaugur sagði að ný efnahagsveldi væru að rísa utan Evrópu og vaxandi millistéttir þeirra ríkja mynda mikilvæga markaði til framtíðar sem Íslendingar þurfa að hafa aðgang að, ef halda ætti lífskjörum háum á Íslandi.

Samkvæmt Guðlaugi er verið að vinna að breytingum innan utanríkisþjónustunnar til þess að mæta þessum áskorunum og er það gert í samstarfi við hagsmunaðila sem hafa sýnt vilja til samstarfs.

Bretland mikilvægt markaðssvæði

Guðlaugur fullyrðir að ýmis tækifæri fylgi úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. „Bretland er okkar næstmikilvægasta viðskiptaland, okkar markmið hefur verið þetta að sjá til þess að við höfum sama markaðsaðgang og við höfum haft, helst betri, og nýta þau tækifæri þegar kemur að markmiði Breta um að vera fremstir í heimi þegar kemur að fríverslun. Það mun opna dyr fyrir EFTA-þjóðirnar sömuleiðis.“

Þó kom fram í máli ráðherrans að ýmsir þættir séu ekki vitaðir á þessu stigi. Hann nefndi að enn er Bretlandi óheimilt að semja fyrir eigin hönd þar sem ríkið er enn þá formlega hluti af Evrópusambandinu. Hann sagði það ekki ljóst hvort Ísland semji sjálft við Bretland eða með EFTA-ríkjunum og bætti við að „öll viðbrögðin sem við höfum fengið frá breskum stjórnvöldum hafa verið jákvæð.“

Það er ákveðinn vandi hjá Evrópusambandinu að það vill ekki ganga frá málum gagnvart Bretlandi með slíkum hætti að það virðist vænlegur kostur fyrir önnur ríki að ganga úr Evrópusambandinu að sögn Guðlaugs. „Það sem skiptir öllu máli er að við sjáum ekki neinar viðskiptahindranir í Evrópu á næstu árum.“

Fram kom í máli Guðlaugs að hann teldi EES-samningin hafa reynst vel, en hann hafi áhyggjur af því að grafið sé undan samningnum. Hann upplýsti að ríkistjórnin hafi ráðstafað 200 milljónir króna aukalega til þess að bæta hagsmunagæslu Íslands í EES.

Mótmæla brotum á alþjóðalögum

Spurður um ákvörðun Íslands að taka þátt í aðgerðum gegn rússneskum stjórnvöldum, segir Guðlaugur það rétta ákvörðun. „Rússar settu viðskiptabann á okkur, við settum ekkert viðskiptabann á rússneskan almenning. Refsiaðgerðirnar tengjast fyrst og fremst fólki nátengdu Pútín og fyrirtækjum, hergagnaframleiðslu og öðru slíku.“

Hann segir aðgerðirnar ætlaðar til þess að mótmæla brotum á alþjóðalögum. „Þarna var í fyrsta skipti frá seinni heimsstyrjaldar verið að breyta landamærum með vopnavaldi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þór kjörinn formaður Landsbjargar

20:26 Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Meira »

Rannsókn lögreglu verði hætt

20:16 Eimskipafélagi Íslands hf. barst eftir lokun markaða á föstudag bréf frá lögmanni Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Tilefni bréfsins er krafa Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 verði hætt. Meira »

Margt sem við þyrftum að vakta betur

19:54 Helsta ógn lífiríkis hafsins við Íslandsstrendur stafar af hitabreytingum og súrnun sjávar. Sviðssjóri botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun segir stæða sé þó til að leggja stóraukin kraft í það að kortleggja búsvæðin í hafinu. Það myndi gefa skýrari mynd af því hvert ástandið sé. Meira »

Of stórar og of dýrar íbúðir

19:53 Áætlað er að samtals um 7.700 nýjar íbúðir verði fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Eins er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stærstur hluti íbúða sem eru á leið á markað eru of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Meira »

Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

19:06 „Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók. Meira »

Stefna Sósíalistaflokksins samþykkt

18:55 Á þingi Sósíalistaflokksins í Bíó Paradís í dag var samþykkt stefna flokksins í mennta-, velferðar og vinnumarkaðsmálum.  Meira »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum. Vel útlítsndi. Verð kr 2500 kr ...
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...