Fyrsta tölvuárásin sem ber árangur

Tölvuárásin var gerð í gærkvöldi.
Tölvuárásin var gerð í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Tölvuárásin sem var gerð á kerfi Póstsins er sú fyrsta sem nær í gegn og hefur áhrif á kerfi fyrirtækisins. Þetta segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum.

„Við höfum áður lent í því að þetta hefur verið reynt en þetta hefur aldrei tekist fyrr en núna,“ segir Brynjar Smári.

Árásin var gerð í gærkvöldi og stefnt er að á að ljúka við viðgerð í dag.

Ekki er vitað hvort árásin var gerð hér innanlands eða erlendis frá en ljóst er að hún var ekki gerð innan frá úr kerfi fyrirtækisins.

„Þetta hefur áhrif á kerfin okkar. Þau hanga þó uppi en þau eru hægari en vanalega. Við erum að reyna að koma öllu í stand sem fyrst,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert