Skíðasvæðin munu fá fé til endurbóta

Ungir skíðanemendur í Bláfjöllum.
Ungir skíðanemendur í Bláfjöllum. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, undirrita í Bláfjöllum í dag samkomulag sveitarfélaga um átak við endurnýjun og uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli. Frá þessu segir í fréttatilkynningu.

Samkomulagið byggist á framtíðarsýn stjórnar skíðasvæðanna og tillögum starfshóps sem Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) skipaði. Ráðist verði í endurnýjun og uppsetningu þriggja stólalyftna í Bláfjöllum og endurnýjun stólalyftu í Skálafelli og settur upp snjóframleiðslubúnaður í Bláfjöllum.

Samhliða þessum verkefnum verði unnið að áframhaldandi uppbyggingu á skíðgöngusvæði og bættri aðstöðu fyrir skíðagöngufólk. Kannað verði að koma á tengingu almenningssamgangna við skíðasvæðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert