Ljósmæður leita í önnur störf

Ljósmæður sýndu samstöðu fyrir fundinn í gær.
Ljósmæður sýndu samstöðu fyrir fundinn í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Langt er í land í kjaradeilu ljósmæðra og íslenska ríkisins. Ljósmæður standa við kröfur sínar og komu ekki til móts við ríkið að neinu leyti á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær.

Samningaviðræður hafa staðið yfir frá 5. febrúar sl. og lítið gengið í viðræðunum. Á þessu tímabili hefur nokkur fjöldi ljósmæðra sagt upp störfum, yfir 20 á Landspítalanum, þar sem yfir 150 ljósmæður starfa, og helmingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fjórar af átta. Sumar þeirra leita nú nýrra starfa.

„Við komum ekki til móts við ríkið og það kom ekkert frá ríkinu heldur, við erum enn að bíða eftir því. Þetta snýst um að fá leiðréttingu á launasetningunni – þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í Morgunblaðinu í dag. Hún nefnir að eina tillagan sem fram hafi komið frá samninganefnd ríkisins sé launahækkun upp á 4,51%. „Við höfum mætt fullkomnum ósveigjanleika,“ segir hún, en nefnir þó að frá því á síðasta fundi hafi samninganefnd ríkisins hlustað betur og veitt útskýringar á svigrúmi ríkisins til hækkana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert