Fyrsta skrefið í átt að breyttu KR-svæði

Frostaskjól. Samkvæmt frumhugmyndum mun svæði KR líta svona út í …
Frostaskjól. Samkvæmt frumhugmyndum mun svæði KR líta svona út í framtíðinni

Borgarráð hefur samþykkt verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir KR-svæðið í Vesturbæ Reykjavíkur.

Þar með er tekið fyrsta skrefið að uppbyggingu á svæðinu við Frostaskjól í samræmi við viljayfirlýsingu borgarinnar og KR frá nóvember 2017.

Frekari uppbygging á íþrótta- og tómstundastarfi KR stendur fyrir dyrum á svæði félagsins. Frumkvæðið kemur frá KR en stjórnendur þess telja að tími sé kominn til að hefja uppbyggingu þar. KR eignaðist landið árið 1939. Frumteikningar af mögulegri uppbyggingu hafa þegar verið kynntar og ræddar á íbúafundum í hverfinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »