590 milljónir króna í hjúkrunarrými

Frá undirritun samningsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri …
Frá undirritun samningsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólms. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, undirrituðu í dag samning um endurbætur og uppbyggingu á hjúkrunarrýmum í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdir vegna hjúkrunarrýmanna sé um 590 milljónir króna og skiptist þannig að ríkissjóður fjármagnar 83% framkvæmdanna á móti 17% sveitarfélagsins.

Ennfremur segir að vinna við áætlanagerð, hönnun og annan undirbúning hefjist á næstu vikum. Áætlað sé að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs og taka megi heimilið í notkun í lok árs 2021. Þar verða 18 hjúkrunarrými sem leysa af hólmi dvalar- og hjúkrunarrými sem rekin hafa verið annars vegar í húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í bænum og hins vegar í Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert