Næstu skref í leitinni ákveðin í dag

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leit að manninum í nótt.
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leit að manninum í nótt. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitirnar sem leituðu að manni í Ölfusá í nótt og í morgun eru flestar búnar með þau verkefni sem þær fengu úthlutuð fyrir hádegi.

Þær eru núna í hádegismat.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verður ákveðið með næstu skref í leitinni eftir eina til tvær klukkustundir.

Um 70 manns frá 12 björg­un­ar­sveit­um hafa tekið þátt í leitinni að manninum, sem tal­inn er hafa stokkið út í Ölfusá um þrjú­leytið í nótt. 

Einhverjar björgunarsveitir sem höfðu leitað að manninum voru sendar að Þingvallavatni þar sem tveggja manna var leitað en þeir eru báðir fundnir og eru á leiðinni á Landspítalann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert