Fágætur Kjarval á uppboði

Blómakarfa eftir Kjarval er 100x42 sm olíumálverk. Mynin var máluð …
Blómakarfa eftir Kjarval er 100x42 sm olíumálverk. Mynin var máluð 1956.

„Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold.

Fyrirtækið stendur fyrir 110. myndlistaruppboði sínu næstkomandi mánudag. Þar verður m.a. boðið upp verk eftir Jóhannes Kjarval sem hann mun hafa málað árið 1956. Verðmat gerir ráð fyrir að verkið fari á 6-7 milljónir króna.

Spurður út í verðlagninguna í Morgunblaðinu í dag segir Tryggvi að hún verði að teljast hófleg. „Þetta er varla bílverð. Og þó að oft sé hægt að kaupa fallegar Þingvallamyndir eftir Kjarval eru verk á borð við þetta nær ófáanleg. Þessi mynd er nátengd hinni frægu blómakörfumynd sem Kjarval færði bílstjórum BSR og er nú í eigu Listasafns Reykjavíkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert