Hækkun fasteignamats verði ógilt

Fasteignamat og fasteignagjöld eignar fyrirtækis í Kringlunni hafa tvöfaldast frá …
Fasteignamat og fasteignagjöld eignar fyrirtækis í Kringlunni hafa tvöfaldast frá árinu 2014. Það reynir að fá ákvörðuninni hnekkt. mbl.is/​Hari

Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda.

Telur fyrirtækið að Þjóðskrá hafi notað ólögmætar aðferðir við endurmat á fasteign félagsins og krefst þess að þær verði ógiltar og að Reykjavíkurborg verði gert að endurgreiða oftekin fasteignagjöld upp á rúmlega þrjár milljónir kr.

Félag atvinnurekenda hefur á undanförnum árum gagnrýnt sveitarfélög fyrir að lækka ekki álagningarprósentu fasteignaskatts á móti miklum hækkunum fasteignamats en í flestum tilvikum talað fyrir daufum eyrum, að sögn Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra. „Langflest sveitarfélög halda áfram að innheimta hæsta lögleyfða fasteignaskatt af gjaldstofni, sem er fundinn út með vafasömum aðferðum. Við fylgjumst þess vegna grannt með þessu máli og vonumst til að það skili á endanum réttlátri og sanngjarnri niðurstöðu fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis,“ segir Ólafur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert