Ávísun lyfja settar skorður

Starfshópur um aðgerðir gegn misnotkun lyfja vill að læknanemar fái …
Starfshópur um aðgerðir gegn misnotkun lyfja vill að læknanemar fái ekki að ávísa ákveðnum lyfjum. mbl.is/Valgarður Gíslason

Starfshópur um aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja leggur til að læknanemar með tímabundið starfsleyfi fái framvegis ekki að ávísa ávanabindandi lyfjum. Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og formaður starfshópsins, segir að umtalsverður hluti ávanabindandi lyfja sé uppáskrifaður af læknanemum. „Það er eins og stendur umtalsverður hluti en í sjálfu sér gerum við ráð fyrir því, og athuguðum það svolítið, að í langflestum tilfellum er þetta gert undir leiðsögn sérfræðinga sjálfsagt. Við vitum hins vegar ekki að hve miklu leyti það er en við teljum ekki æskilegt að læknanemar fái yfirleitt að skrifa svona lyfseðla,“ segir Birgir.

Hann segir flest slík tilfelli eiga sér stað á spítölunum þar sem fólk fer heim með lyfseðla að lokinni aðgerð. „Þá erum við hrædd um að það sé verið að skrifa upp á of mikið magn af þessum lyfjum því oft er um tímabundna verki að ræða og sjúklingur tekur lyf í tvo til þrjá daga og síðan er restin heima uppi í skáp.“

Hópurinn leggur einnig til að einungis fimm daga lyfseðill fáist af sterkum verkjalyfjum þegar þau eru gefin út á bráðamóttöku og læknavakt. Þá verður teymisnálgun sett af stað í greiningu ADHD hjá fullorðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert