Forseti veitti 41 Finna fálkaorðu

Forsetahjónin Guðni og Eliza hafa nú sótt Norðurlöndin heim.
Forsetahjónin Guðni og Eliza hafa nú sótt Norðurlöndin heim. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti alls 41 fálkaorðu í opinberri heimsókn sinni til Finnlands á dögunum.

Meðal þeirra Finna sem fengu fálkaorðuna voru Juha Sipilä forsætisráðherra, Seppo Kolehmainen ríkislögreglustjóri, Jan Vapaavuori, borgarstjóri Helsinki, Paula Risikko, forseti þingsins, Maija-Leena Paavola, skrifstofustjóri þingsins, og Pekka Mäkinen, stöðvarstjóri Icelandair.

Alls voru veittir 19 riddarakrossar, níu stórriddarakrossar, sex stórriddarakrossar með stjörnu og sjö stórkrossar. Hefur Guðni Th. Jóhannesson nú sótt Danmörku, Svíþjóð, Noreg og Finnland heim og veitt alls 202 fálkaorður í ferðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert