Grisjun framundan í ferðaþjónustunni

Bjarnheiður hefur mestar áhyggjur af því að samdráttur í vexti ...
Bjarnheiður hefur mestar áhyggjur af því að samdráttur í vexti ferðaþjónustu hafi afleiðingar í landsbyggðunum. mbl.is/RAX

Farið er að hægja verulega á vexti ferðaþjónustunnar hér á landi og fyrirtæki merkja samdrátt frá því í fyrra. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við blaðamann mbl.is að til skamms tíma hafi hún talsverðar áhyggjur af stöðunni og þá sér í lagi stöðu ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

„Þetta getur orðið sársaukafullt. Við erum að horfa á það að ferðamenn í sumar verði eitthvað færri og þegar ástandið er svona með verðlagið hef ég persónulega mestar áhyggjur af landsbyggðinni, að ferðamennirnir muni ekki fara eins mikið út á land vegna þess að það er dýrara eða þá að þeir eru hérna styttra og hafa ekki tíma til að fara út á land. Mínar áhyggjur eru þar, úti á landi,“ segir Bjarnheiður, sem hélt erindi á morgunfundi Isavia á Hótel Nordica í morgun.

Á fundinum kynnti Isavia uppfærðar spár um farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli, en útlit er fyrir að ferðamenn með Keflavíkurflugvöll sem lokaáfangastað verði færri alla þrjá sumarmánuðina en þeir voru í fyrra.

Í máli hennar kom fram að líklega væri „grisjun“ framundan innan ferðaþjónustunnar og að aðilar sem ekki hafi burði til að takast á við minnkandi vöxt ferðamannastraumsins verði fyrstir að víkja.

„Það gerist alltaf þegar eitthvað gengur vel, þá fara margir af stað, sumir hoppa á milli atvinnugreina sem ganga vel og að sjálfsögðu er fullt af svoleiðis aðilum, sem hafa ekki haft það sem til þurfti og að sjálfsögðu munu þau grisjast frá fyrst. Svo eru allskonar hagræðingaraðgerðir og sameiningar í loftinu, sem er kannski eðlilegt líka, þegar greinin hefur vaxið svona hratt,“ segir Bjarnheiður.

Gengið, launakostnaður og neikvætt umtal

Í erindi sínu í morgun nefndi hún þrjár meginástæður fyrir því að samdráttur væri að verða í vexti ferðaþjónustunnar hér á landi. Sú fyrsta og ef til vill sú veigamesta er hátt gengi krónunnar.

„Ísland er orðið dýrasta land í heimi samkvæmt sumum mælingum, sem er mjög vafasamur heiður sem ég held að ekkert ríki vilji endilega, en það er stimpillinn sem við erum með núna,“ segir Bjarnheiður.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/RAX

Rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækjanna hefur líka þyngst. Launakostnaður hefur vaxið mest hér á Norðurlöndunum, eða um að meðaltali 6,6% á ári frá árinu 2010. Styrking krónunnar hefur síðan gert samkeppnina við nágrannalöndin enn erfiðari.

„Þetta verður ennþá alvarlegra þegar launakostnaðurinn er reiknaður yfir í evrur, því að ferðaþjónustufyrirtækin eru jú að selja í erlendri mynt og náttúrlega mikið í evru. Þar hefur launakostnaður hækkað um þá sjokkerandi tölu, 113%, frá 2010,“ segir Bjarnheiður og bendir á að í Noregi sé hækkun launakostnaðar í evrum einungis 6,5%.

Þriðja ástæðan er svo neikvæð umfjöllun um ferðamennsku hérlendis, en erlendir miðlar hafa greint frá ótrúlegum veldisvexti ferðamennskunnar og áhrifa hans á samfélagið og innviði hérlendis. Þessi umfjöllun hefur verið villandi í mörgum tilfellum, að sögn Bjarnheiðar.

Hún nefnir að fréttir um t.d. um hátt verð eða okur á einstaka vörum hjá einstaka söluaðilum, rati alla leið í erlenda miðla. Því fylgi því ábyrgð að tjá sig um málefni ferðaþjónustunnar. 

„Þetta er náttúrlega gott stöff í fjölmiðlaumfjöllun, að tala um það að það sé massatúrismi hér og stjórnleysi og það sé allt í vitleysu hérna. Það hefur verið að gera okkur erfitt fyrir.“

mbl.is

Innlent »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

19:12 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...