Hver eru laun sveitarstjórnarmanna?

Miklu munar á kjörum sveitarstjórnarmanna, nefndarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga eftir ...
Miklu munar á kjörum sveitarstjórnarmanna, nefndarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga eftir íbúafjölda sveitarfélaganna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umtalsverður munur er á kjörum kjörinna sveitarstjórnarmanna, nefndarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga eftir íbúafjölda sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör sveitarstjórnarmanna.

Í skýrslunni eru sveitarfélögin flokkuð niður í sex stærðarflokka og var sendur tölvupóstur til allra sveitarfélaga á landinu með rafrænum spurningalista þar sem óskað var eftir upplýsingunum. Alls bárust svör frá 63 sveitarfélögum af 74.

Íbúafjöldi Árneshrepps á Vestfjörðum var 46 í ársbyrjun 2017.
Íbúafjöldi Árneshrepps á Vestfjörðum var 46 í ársbyrjun 2017. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarfélög með færri en 200 íbúa

Sveitarfélög á Íslandi með færri en 200 íbúa eru þrettán talsins en svör bárust frá sex þeirra, eða tæplega helmingi. Heildarlaun framkvæmdastjóra sveitarfélaganna voru í tveimur tilfellum undir 400 þúsund krónum, á milli 400 og 699 þúsund kr. í þremur þeirra og yfir einni miljón kr. í einu sveitarfélagi.

Mánaðarlaun sveitarstjórnarmanna í sveitarfélögunum er á bilinu tíu til tuttugu þúsund krónur. Í fjórum sveitarfélaganna er sveitarstjórnarmönnum greitt fyrir hvern fund, í einu þeirra greidd bæði föst fjárhæð og þóknun fyrir hvern fund og í öðru greidd föst fjárhæð í hverju mánuði. 

Nefndarmenn fá í flestum tilvikum greitt fyrir hvern fund og nemur þóknunin í þremur tilvikum fimm til níu þúsund krónum og í þremur tilvikum tíu til fimmtán þúsund krónum. 

Í upphafi árs 2017 bjuggu í Tálknafjarðarhreppi 236.
Í upphafi árs 2017 bjuggu í Tálknafjarðarhreppi 236.

Sveitarfélög með 200 til 499 íbúa

Þrettán sveitarfélög á Íslandi eru með 200 til 499 íbúa og svöruðu tólf þeirra spurningum SÍS. Heildarmánaðalaun framkvæmdastjóra voru í fimm tilvikum 700 til 899 þúsund krónur, í fjórum tilvikum 900 til 999 þúsund krónur og í þremur tilvikum yfir einni milljón.

Mánaðarlaun sveitarstjórnarmanna vegna starfa í sveitarstjórn er í flestum tilvikum á bilinu 25 til 100 þúsund krónur og miðast greiðsla fyrir störf í sveitarstjórn oftast við fasta fjárhæð og þóknun fyrir hvern fund, en í tveimur sveitarfélögum miðast greiðsla fyrir störf við hvern fund og í fjórum sveitarfélögum er greidd föst fjárhæð á mánuði.

Þóknun fyrir nefndarfundi er í allt á milli undir tíu þúsund krónum á fund upp í 20 til 25 þúsund krónur á fund. Nefndarformenn fá í öllum sveitarfélögum álag ofan á nefndarþóknun.

Á Seyðisfirði voru íbúar 658 talsins í upphafi árs 2017.
Á Seyðisfirði voru íbúar 658 talsins í upphafi árs 2017. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Sveitarfélög með 500 til 999 íbúa

Öll fjórtán sveitarfélögin af þessari stærðargráðu svöruðu spurningum SÍS en heildarmánaðalaun framkvæmdastjóra sveitarfélaganna var í fjórum tilvikum á milli 800 og 999 þúsund, í fjórum tilvikum á milli einnar milljónar og 1.199 þúsund krónum og í sex sveitarfélögum frá 1.200 upp í 1.399 þúsund kr. 

Mánaðarlaun sveitarstjórnarmanna vegna starfa í sveitarstjórn er í flestum tilvikum á bilinu 25 til 100 þúsund krónur. Í átta tilvikum miðast launin við ákveðið hlutfall af þingfararkaupi, í tveimur tilvikum er um að ræða fasta fjárhæð sem fylgir breytingu á launavísitölu og í fjórum tilvikum er um annað fyrirkomulag að ræða. 

Í einu sveitarfélaganna er nefndarþóknun undir tíu þúsund krónum, í fjórum tilvikum 10 til 14 þúsund, í sex tilvikum 15 til 19 þúsund og í tveimur tvilkum 20 til 25 þúsund. 

Í Garði voru 1.511 íbúar 1. janúar 2017.
Í Garði voru 1.511 íbúar 1. janúar 2017. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarfélög með 1.000 til 1.999 íbúa

Ellefu af tólf sveitarfélögum í þessum stærðarflokki svöruðu spurningum Sambandsins og eru laun framkvæmdastjóra þeirra alls staðar yfir milljón á mánuði. Í fjórum sveitarfélögum eru launin á milli milljón og 1.299 þúsund, sex eru með 1.300 til 1.499 þúsund krónur og einn með 1.500 til 1.599 þúsund á mánuði. Hlunnindi eru allt að 199 þúsund krónur á mánuði.

Mánaðarlaun sveitarstjórnarmanna eru í sex tilvikum á milli 50 og 99 þúsund krónur á mánuði, í fjórum sveitarfélögum á milli 100 og 149 þúsund en í einu sveitarfélagi undir 25 þúsund krónum. Nefndarlaun eru yfirleitt á bilinu 10 til 19 þúsund krónur á fund.

Í Borgarbyggð var íbúafjöldi í ársbyrjun 2017 3.677.
Í Borgarbyggð var íbúafjöldi í ársbyrjun 2017 3.677. Sigurður Bogi Sævarsson Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarfélög með 2.000 til 4.999 íbúa

Öll þrettán sveitarfélög af þessum stærðarflokki svöruðu. Eitt svaraði ekki til um heildarlaun framkvæmdastjóra. Fjórir framkvæmdastjórar eru með 1.100 til 1.299 þúsund krónur, fimm með 1.300 til 1.499 þúsund og þrír með 1.500 til 1.699 þúsund kr. á mánuði. Hlunnindi, s.s. bifreiðastyrkur, sími, risna og húsnæðiskostnaður er allt að 199 þúsund kr. á mánuði og jafnast kjör framkvæmdastjóra nokkuð út þegar litið er til samtölu launa og hlunninda í sveitarfélögunum.

Mánaðarlaun sveitarstjórnarmanna eru í flestum tilvikum á milli 100 og 199 þúsund krónur á mánuði. Nefndarlaun eru yfirleitt á bilinu 10 til 29 þúsund krónur.

Í Mosfellsbæ voru íbúar 9.783 í byrjun árs 2017.
Í Mosfellsbæ voru íbúar 9.783 í byrjun árs 2017. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarfélög með fleiri en 5.000 íbúa

Níu sveitarfélög á Íslandi hafa fleiri en 5.000 íbúa og svöruðu sjö þeirra. Heildarmánaðalaun framkvæmdastjóra í sveitarfélögunum eru í fjórum tilvikum 1.400 til 1.599 þúsund, í tveimur tilvikum 1.600 til 1.699 þúsund kr. og í einu tilfelli 2.100 til 2.199 þúsund á mánuði.

Hlunnindi framkvæmdastjóra í sveitarfélögum eru misjöfn, eða frá 50 til 99 þúsund krónum á mánuði upp í 150 til 199 þúsund krónur á mánuði. 

Mánaðarlaun sveitarstjórnarmanna vegna starfa í sveitarstjórn eru í flestum tilvikum á bilinu 100 til 300 þúsund krónur. 

Í þremur sveitarfélögum er greidd þóknun fyrir hvern fund hjá nefndum, í þremur er greitt bæði fyrir hvern fund og föst fjárhæð á mánuði og í einu tilviki er einungis greidd föst fjárhæð mánaðarlega. Greiðslur fyrir hvern nefndarfund eru í einu tilviki 10-19 þús.kr., í tveimur tilvikum 20-29 þús.kr., í tveimur tilvikum 40-49 þús.kr. og í tveimur tilvikum yfir 50 þús.kr

Skýrsluna má lesa hér.

mbl.is

Innlent »

Jörð skalf við Bláa lónið

13:26 Jarðskjálfti að stærð 3,0 mældist skammt norðvestur af Grindavík kl. 10:24 í dag.   Meira »

Vísindaskólinn aldrei vinsælli

13:00 Vísindaskóli unga fólksins hefst í fjórða skiptið í dag innan veggja Háskólans á Akureyri. Skólinn hefur aldrei verið vinsælli en alls eru um níutíu börn skráð í skólann og er hópur barna á biðlista eftir þátttöku. Þátttakendur eru á aldrinum ellefu til þrettán ára og koma alls staðar að af landinu. Meira »

Óboðinn næturgestur á Suðurnesjum

12:48 Miklum verðmætum var stolið úr íbúðahúsnæði á Suðurnesjum um helgina samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur fram að innbrotið átti sér stað á meðan húsráðandi var sofandi. Meira »

Eldur kom upp á Keflavíkurflugvelli

12:33 Eldur kom upp í þaki húsnæðis IGS á Keflavíkurflugvelli um klukkan ellefu í morgun. Slökkviliðinu á Suðurnesjum gekk greiðlega að slökka eldinn og stórtjóni var forðað að sögn Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Meira »

Dvalarleyfi afgreidd á 180 dögum

12:30 Vegna mikillar fjölgunar umsókna um dvalarleyfi hefur Útlendingastofnun ákveðið að lengja viðmið um afgreiðslutíma fyrir umsókn um fyrsta leyfi úr 90 dögum í 180 daga. Meira »

Aðstæður um borð ekki lengur boðlegar

11:58 Stjórnvöld Íslands hafa vanrækt skyldu sína til að sjá til þess að hafrannsóknir við landið séu ætíð í fremstu röð. Kaupa verður skip í stað hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og huga þarf strax að skipi til að taka við af Árna Friðrikssyni. Þetta segir í ályktun Sjómannasambands Íslands, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

Greina möguleika á jarðstrengjum

11:52 Óvíst er hversu stóran hluta af flutningskerfi raforku á Vestfjörðum er hægt að leggja í jörðu, en Landsnet vinnur nú að greiningu á því. Greiningin er hluti af viðræðum Landsnets og Vesturverks um það hvernig mögulegri tengingu Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfi raforku verði háttað. Meira »

Jákvætt sjálfbærnismat Hellisheiðarvirkjunar

11:50 Samkvæmt sjálfbærnismati á rekstri Hellisheiðarvirkjunar hefur virkjunin lítil neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Hún hefur hinsvegar mikilvæg jákvæð áhrif á félagslega og hagræna þætti, samkvæmt úttektinni og fær hæstu einkunn í sex þáttum af fjórtán. Meira »

Metáhorf á leik Íslands og Argentínu

11:50 Áhorf landsmanna á leik Íslands og Argentínuer það mesta sem mælst hefur á íþróttaviðburð, en meðaláhorfið var 60%. Mest mældist áhorfið kl. 14.54, sem var síðasta mínútan í uppbótartíma leiksins, en hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99,6%. Meira »

Réttindalaus á 170 km hraða

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært rúmlega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 170 km hraða á móts við Stapann á Reykjanesbraut. Þegar hann framvísaði erlendu ökuskírteini kom í ljós að hann ók sviptur ökuréttindum. Meira »

Tafir á umferð um Sæbraut

09:25 Verið er að malbika á Sæbraut í akstursstefnu til vesturs, frá Kringlumýrarbraut að Katrínartúni.  Meira »

Lifa að meðaltali sex árum lengur

09:09 Meðalævilengd íslenskra karla er sú mesta í Evrópu en frá 1987 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd Á 10 ára tímabili var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Meira »

Miðvikudagurinn verður bestur

07:00 Spáð er norðanátt í dag og svalt verður fyrir norðan og rigning en þurrt og jafnvel bjart með köflum sunnanlands þar sem hiti fer líklega upp í 16 stig. Spáin er góð fyrir miðvikudag. Meira »

Ofurölvi velti í Ártúnsbrekku

06:14 Ökumaður bifreiðarinnar sem valt í Ártúnsbrekku upp úr klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi og er hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að rannsókn á bráðamóttöku leiddi í ljós að hann hafði sloppið ótrúlega vel frá bílveltunni. Meira »

Lög sem vinna gegn mismunun

05:30 Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði voru samþykkt undir lok þings í byrjun vikunnar.   Meira »

Fáar sólarstundir og mikil úrkoma

05:30 Sólskinsstundir hafa verið afar fáar í Reykjavík þennan júnímánuðinn en „aðeins tvisvar er vitað um færri sólskinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Meira »

Víða vantar sveitarstjóra

05:30 Bæjar- og sveitarstjóra vantar nú til starfa víða um land en eftir sveitarstjórnarkosningar fylgir að þegar nýir meirihlutar eru myndaðir er ráðinn nýr maður sem stjórnandi viðkomandi sveitarfélags. Meira »

Golfvelli í Haukadal lokað

05:30 Haukadalsvöllur við Geysi verður ekki opinn í sumar til golfleiks. Mikið tjón varð á stórum svæðum vallarins sem kom óvenju illa undan hörðum vetri. Meira »

Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla

05:30 Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla séu löglegir.  Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 25/6...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Tímaritið Birtingur til sölu
Til sölu Tímaritið Birtingur sem kom út á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...