41 kynferðisbrot á Suðurlandi

51 heimilisofbeldismál kom inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í ...
51 heimilisofbeldismál kom inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í fyrra. mbl.is/G.Rúnar

41 kynferðisbrotamál kom inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í fyrra. 2016 voru kynferðisbrotin 23 og 27 árið á undan. „Það sem af er þessu ári eru kynferðisbrotin orðin 11,“ sem er svo sem ekki yfirþyrmandi fjöld, en þetta eru þó öll þung mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.

„Síðan vorum við með 51 heimilisofbeldismál á öllu árinu í fyrra,“ bætir hann við. 2016 komu 40 heimilisofbeldismál í inn á borð lögreglu í umdæminu og 2015 voru þau 44 talsins. „Þetta eru allt mál sem kalla á að þeim sé sinnt strax,“ segir Oddur.

Kynferðisbrot og heimilisofbeldi eru mál sem krefjast þess að þeim sé sinnt af rannsóknarlögreglumönnum, en fimm slíkir starfa í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Í heimilisofbeldismálum, þar sem kemur til nálgunarbanns og brottvísunar af heimili, þá er þetta mikið álag á ákærusvið líka,“ segir Oddur og útskýrir að alltaf þurfi að staðfesta úrskurði um nálgunarbann og brottvísun fyrir dómi.

„Það hefur verið giskað á að samanlagður fjöldi vinnustunda í heimilisofbeldismálum sé að jafnaði 120-160 tímar í hverju máli. Þá er ég að tala um vinnu almennra lögreglumanna, rannsóknarlögreglu og ákærusviðs,“ segir hann. „Þessi mál, slysin og svo umfangsmikil rannsókn á manndrápi hafa því lagst á okkur.“

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir kynferðisbrot og heimilisofbeldi vera ...
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir kynferðisbrot og heimilisofbeldi vera mál sem krefjast þess að þeim sé sinnt strax. Sigurður Bogi Sævarsson

Þyrftu að vera sjö

Mikið álag á lögregluna á Suðurlandi hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið í kjölfar þess að fjögur banaslys urðu í umdæminu á innan við viku í lok síðasta mánaðar. Síðan þá hefur einn ferðamaður látist í Reynisfjöru, annar slasaðist alvarlega við Gullfoss og sá þriðji fótbrotnaði við Geysi í vikubyrjun.

Oddur segir álagið á rannsóknarlögreglumennina fimm vera mikið. „Þeir koma að öllum þessum málum,“ segir hann og vísar til þess að rannsóknarlögreglumenn þurfi að koma að slysarannsóknum, kynferðisbrotum, heimilisofbeldi og manndrápsmálum.

Spurður hvort þörf sé að fjölga lögreglumönnum á rannsóknarsviði segir hann svo vera. „Við þurfum að fjölga þar um alla vegna tvo og það er bara rétt til þess að halda í við það sem er að gerast í dag. Ef við ætluðum síðan að fara af stað í einhverja frumkvæðisvinnu, þá þyrfti þeim að fjölga enn frekar.“

Embættið fékk úthlutað einu stöðugildi til viðbótar er Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti auknar framlögur til rannsókna á kynferðisbrotum í vetur og mun rannsóknarlögreglumönnum því fjölga í sex. „Við hefðum þó vilja fá meira,“ segir Oddur og kveðst ekki vita hvort að hann get i gert sér von um sjöunda manninn.

mbl.is

Innlent »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »

Lentu í arfavitlausu veðri

14:45 „Við vorum að veiðum suðaustarlega í Smugunni um 340 mílur frá Norðfirði. Það gafst heldur lítill tími til veiða vegna veðurs. Það brældi og gerði í reynd arfavitlaust veður þannig að það var ekkert annað að gera en að halda í land,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK. Meira »

Jón Steinar svarar Önnu Bentínu

14:19 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður svarar Önnu Bentínu Hermansen, brotaþola kyn­ferðisof­beld­is og ís­lensks rétt­ar­kerf­is, í opnu bréfi til hennar sem hann sendi mbl.is. Jón Steinar segist ekki efast um að afdrif kæru Önnu vegna kynferðisbrots hafi verið henni þungbær en kæran var felld niður. Meira »

„Breytingar keyrðar áfram af mannvonsku“

13:47 „Sú nýja forysta sem hefur verið að koma fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni, hefur þau sjónarmið að ef þú ert ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða.“ Þetta skrifar Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, á Facebook í gær. Meira »

Framkvæmdum af hálfu borgarinnar lokið

13:38 Framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík af hálfu Reykjavíkurborgar er lokið og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið húsnæðið í notkun, að sögn Óla Jóns Hertervig, setts skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Tveir menn í farbanni

13:10 Tveir af þeim þremur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar á máli sem snýr að ætluðum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga hafa verið úrskurðaðir í farbann. Meira »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »

Tankbíll í árekstri á Hringbraut

10:45 Tankbíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar, skammt frá BSÍ, um klukkan 10 í morgun.  Meira »

Undir áhrifum áfengis og svefnlyfs

10:29 Kona sem lést í bílslysi á Grindavikurvegi í mars í fyrra var ekki spennt í öryggisbelti. Hún kastaðist út úr bílnum þegar hann hafnaði utan vegar og valt. Konan var undir verulegum áhrifum áfengis og einnig undir áhrifum svefnlyfs. Styrkur þess í blóði var við eitrunarmörk. Meira »

Innkalla rjómasúkkulaði

09:27 Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Meira »

Umferðarslys á Þrengslavegi

09:14 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í morgun.  Meira »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...