Reistu stúku sem rúmar alla íbúana

Fjöldi fólks mætti á fyrsta heimaleik Magna í sumar þegar …
Fjöldi fólks mætti á fyrsta heimaleik Magna í sumar þegar liðið tók á móti Þrótti Reykjavík í blíðskaparveðri fyrr í vikunni. Ljósmynd/Magni

„Þetta var unnið í sjálfboðavinnu á kvöldin og í frítíma fólks héðan úr Grenivík og nágrenni,“ segir Heimir Ásgeirsson, eigandi Eyjabita og einn bakhjarla knattspyrnuliðsins Magna, um nýja stúku félagsins sem tekin var í notkun fyrr í vikunni.

Magni hefur undanfarin ár leikið í neðri deildum á Íslandi en komst í fyrra upp í næstefstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1978, en þar er gerð krafa um ákveðna stærð af stúku.

Alls tekur stúkan nú um 380 manns í sæti og rúmar því alla íbúa Grýtubakkahrepps og rúmlega það, en íbúar hreppsins eru 372 talsins. Í umfjöllun um framtak þetta í Morgunblaðinu í dag segir Heimir að það hafi tekið um tvær vikur að reisa stúkuna með aðstoð fjölda velunnara félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert