Borgarlína „lykilmál“ fyrir borgina

Nýr meirihluti var kynntur með formlegum hætti við Breiðholtslaug í ...
Nýr meirihluti var kynntur með formlegum hætti við Breiðholtslaug í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Það kom aldrei upp sú krafa í viðræðum þeirra fjögurra flokka sem nú hafa myndað nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að Dagur B. Eggertsson yrði ekki borgarstjóri í Reykjavík. Meirihlutinn var kynntur til leiks í rjóðri á milli Breiðholtslaugar og Fjölbrautaskólans í Breiðholti í morgun.

„Það var meira umræða um það í fjölmiðlum, en ekki í þessum formlegu viðræðum og ég held að við höfum öll nálgast þetta þannig að við þurfum á hvort öðru að halda og hafa jafnvægi á milli bæði fólks og flokka í samstarfinu og mér finnst það hafa náðst mjög vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is og bætir við að honum sýnist verkaskiptingin vera með þeim hætti að allur hópurinn sem að meirihlutanum komi muni njóta sín í sínum störfum.

Borgarlína er að sögn Dags forgangsmál hjá meirihlutanum, en að í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sé það líka dregið fram að setjast þurfi niður með öðrum sveitarfélögum og ríkinu og ræða málið. Borgarstjóri gat því ekki svarað spurningu blaðamanns um það hversu mikið fé Reykjavíkurborg hyggst veita til verkefnisins á þessu kjörtímabili.

„Það þarf að tryggja líka fjármögnun frá ríkinu og það ræður að einhverju leyti hraðanum, en við erum mjög opin fyrir nýrri hugsun og nýrri lausnum í því. En þetta er lykilmál til þess að þróa ekki bara borgina heldur líka höfuðborgarsvæðið og verður þess vegna eitt af stóru málunum á þessu kjörtímabili,“ segir Dagur.

Aukin tíðni strætó og bætt kjör kennara

Í meirihlutasáttmálanum segir að strætó verði bættur og að tíðni á helstu stofnleiðum verði aukin í 7,5 mínútur á háannatímum í samstarfi við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Mesta tíðni strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag eru 10 mínútur á ákveðnum leiðum á álagstímum.

 „Við þurfum líka að ræða það við hin sveitarfélögin en okkur fannst mikilvægt að segja svolítið skýrt að við erum ekki að velja á milli borgarlínu og öflugs strætó, þetta fer saman og í raun það að við séum að fara að fá borgarlínu á næstu árum kallar á að við þéttum strætónetið og gerum fólk vant því að búa við öflugar almenningssamgöngur,“ segir Dagur.

Í meirihlutasáttmálanum er rætt um að bæta kjör starfsfólks á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Spurður að því hvort til greina kæmi að bæta kjör starfsmanna á þessum stofnunum Reykjavíkurborgar umfram það sem á er kveðið um í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Dagur að þarna sé borgin að setja fram sína stefnu um bætt kjör þessara hópa, inn í samtal við önnur sveitarfélög og við sína viðsemjendur.

„Við erum að horfa á kjör kvennastétta, við erum að horfa til skólanna. En allt þarf þetta auðvitað að leysast á einu risastóru borði næsta vetur, þar sem meira og minna allir kjarasamningar í samfélaginu eru lausir,“ segir Dagur.

Lækka gjöld á barnmargar fjölskyldur en útsvar óbreytt

Meirihlutinn ætlar, í tilraunaskyni, að hafa einn leikskóla í hverju hverfi opinn allt sumarið til að tryggja að fjölskyldur hafi megi sveigjanleika um hvenær þær fara í frí. En mun þetta gerast í sumar?

„Ég get ekki slegið því föstu, en það er talað um að fara í þetta sem tilraunaverkefni og nýtt skóla- og frístundaráð þarf að setjast yfir það. Sumarið er hafið, þannig að það væri nú býsna bratt að byrja í sumar, en við skulum ekki slá neinu föstu með það,“ segir Dagur.

Það er sérstaklega tekið fram í sáttmálanum að útsvarsprósenta muni haldast óbreytt, en íbúar í Reykjavík greiða hámarksútsvar. En hvar ætlar meirihlutinn að lækka álögur á íbúa?

„Við erum að lækka álögur á barnmargar fjölskyldur með auknum systkinaafsláttum og svo erum við að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði á seinni hluta kjörtímabilsins. Þetta voru þær línur sem voru lagðar,“ segir Dagur, en í sáttmálanum segir að systkinaafsláttir muni ná fyllilega á milli skólastiga.  

„Núna eru systkinaafslættir, þeir hafa ekki að öllu leyti náð á milli skólastiga, það hafa verið 50% afslættir yfir skólastig, þannig að þetta verður breyting  sem barnmargar fjölskyldur finna fyrir, þegar það koma 100% afslættir fyrir barn númer tvö,“ segir Dagur.

Laugavegurinn verði göngugata

Í sáttmálanum er talað skýrt um það að Laugavegurinn verði göngugata. En hvenær verður það og hvar mun göngugatan byrja?

„Nú förum við bara að undirbúa það, það er auðvitað stórt verkefni, nokkuð flókið og mjög margir hagsmunaaðilar sem koma að því, við þekkjum það úr sambærilegum verkefnum erlendis. Undirbúningur þess mun hefjast fljótlega en ég get ekki nákvæmlega tímasett það hvenær framkvæmdin hefst,“ segir Dagur og bætir við að það eigi eftir að útfæra það og að ýmislegt þurfi að ganga upp.

Einnig segir í sáttmálanum að göngusvæðum í Kvosinni verði fjölgað.

„Okkur finnst það spennandi umræða, en erum ekki búin að botna hana. Það eru ákveðnar götur eins og t.d. Kirkjustræti, þar sem hafa verið áhyggjur af mikilli rútuumferð í tengslum við nýtt hótel og nýja Hafnarstrætið sem er gullfallegt og eiginlega hrópar á það að verða göngugata, allavega að einhverju leyti,“ segir Dagur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vara við hvössum vindhviðum við fjöll

Í gær, 23:37 Búast má við allhvassri norðvestanátt suðaustan og austan til á landinu næsta sólarhringinn með hvössum vindhviðum við fjöll allt að 30 metrum á sekúndu. Meira »

Ógnaði nágrönnum með hnífi

Í gær, 22:20 Sérsveit lögreglu var kölluð út að Engihjalla í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld þar sem karlmaður í annarlegu ástandi otaði hnífi að íbúum blokkarinnar. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir í samtali við mbl.is að lögreglumönnum ásamt sérsveit lögreglu hafi tekist að leysa úr málum með farsælum hætti. Meira »

Fall reyndist fararheill

Í gær, 20:55 Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

Í gær, 20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

Í gær, 20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Í gær, 20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

Í gær, 19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

Í gær, 19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

Í gær, 19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

Í gær, 18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

Í gær, 18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

Í gær, 18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

Í gær, 17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

Í gær, 17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

Í gær, 17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

Í gær, 16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

Í gær, 16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

Í gær, 16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

Í gær, 16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Hugsuðurinn 40cm á hæð
Til sölu hugsuðurinn 40cm á hæð.verð kr 15.000 uppl.893-3986...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...