Borgarlína „lykilmál“ fyrir borgina

Nýr meirihluti var kynntur með formlegum hætti við Breiðholtslaug í ...
Nýr meirihluti var kynntur með formlegum hætti við Breiðholtslaug í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Það kom aldrei upp sú krafa í viðræðum þeirra fjögurra flokka sem nú hafa myndað nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að Dagur B. Eggertsson yrði ekki borgarstjóri í Reykjavík. Meirihlutinn var kynntur til leiks í rjóðri á milli Breiðholtslaugar og Fjölbrautaskólans í Breiðholti í morgun.

„Það var meira umræða um það í fjölmiðlum, en ekki í þessum formlegu viðræðum og ég held að við höfum öll nálgast þetta þannig að við þurfum á hvort öðru að halda og hafa jafnvægi á milli bæði fólks og flokka í samstarfinu og mér finnst það hafa náðst mjög vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is og bætir við að honum sýnist verkaskiptingin vera með þeim hætti að allur hópurinn sem að meirihlutanum komi muni njóta sín í sínum störfum.

Borgarlína er að sögn Dags forgangsmál hjá meirihlutanum, en að í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sé það líka dregið fram að setjast þurfi niður með öðrum sveitarfélögum og ríkinu og ræða málið. Borgarstjóri gat því ekki svarað spurningu blaðamanns um það hversu mikið fé Reykjavíkurborg hyggst veita til verkefnisins á þessu kjörtímabili.

„Það þarf að tryggja líka fjármögnun frá ríkinu og það ræður að einhverju leyti hraðanum, en við erum mjög opin fyrir nýrri hugsun og nýrri lausnum í því. En þetta er lykilmál til þess að þróa ekki bara borgina heldur líka höfuðborgarsvæðið og verður þess vegna eitt af stóru málunum á þessu kjörtímabili,“ segir Dagur.

Aukin tíðni strætó og bætt kjör kennara

Í meirihlutasáttmálanum segir að strætó verði bættur og að tíðni á helstu stofnleiðum verði aukin í 7,5 mínútur á háannatímum í samstarfi við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Mesta tíðni strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag eru 10 mínútur á ákveðnum leiðum á álagstímum.

 „Við þurfum líka að ræða það við hin sveitarfélögin en okkur fannst mikilvægt að segja svolítið skýrt að við erum ekki að velja á milli borgarlínu og öflugs strætó, þetta fer saman og í raun það að við séum að fara að fá borgarlínu á næstu árum kallar á að við þéttum strætónetið og gerum fólk vant því að búa við öflugar almenningssamgöngur,“ segir Dagur.

Í meirihlutasáttmálanum er rætt um að bæta kjör starfsfólks á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Spurður að því hvort til greina kæmi að bæta kjör starfsmanna á þessum stofnunum Reykjavíkurborgar umfram það sem á er kveðið um í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Dagur að þarna sé borgin að setja fram sína stefnu um bætt kjör þessara hópa, inn í samtal við önnur sveitarfélög og við sína viðsemjendur.

„Við erum að horfa á kjör kvennastétta, við erum að horfa til skólanna. En allt þarf þetta auðvitað að leysast á einu risastóru borði næsta vetur, þar sem meira og minna allir kjarasamningar í samfélaginu eru lausir,“ segir Dagur.

Lækka gjöld á barnmargar fjölskyldur en útsvar óbreytt

Meirihlutinn ætlar, í tilraunaskyni, að hafa einn leikskóla í hverju hverfi opinn allt sumarið til að tryggja að fjölskyldur hafi megi sveigjanleika um hvenær þær fara í frí. En mun þetta gerast í sumar?

„Ég get ekki slegið því föstu, en það er talað um að fara í þetta sem tilraunaverkefni og nýtt skóla- og frístundaráð þarf að setjast yfir það. Sumarið er hafið, þannig að það væri nú býsna bratt að byrja í sumar, en við skulum ekki slá neinu föstu með það,“ segir Dagur.

Það er sérstaklega tekið fram í sáttmálanum að útsvarsprósenta muni haldast óbreytt, en íbúar í Reykjavík greiða hámarksútsvar. En hvar ætlar meirihlutinn að lækka álögur á íbúa?

„Við erum að lækka álögur á barnmargar fjölskyldur með auknum systkinaafsláttum og svo erum við að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði á seinni hluta kjörtímabilsins. Þetta voru þær línur sem voru lagðar,“ segir Dagur, en í sáttmálanum segir að systkinaafsláttir muni ná fyllilega á milli skólastiga.  

„Núna eru systkinaafslættir, þeir hafa ekki að öllu leyti náð á milli skólastiga, það hafa verið 50% afslættir yfir skólastig, þannig að þetta verður breyting  sem barnmargar fjölskyldur finna fyrir, þegar það koma 100% afslættir fyrir barn númer tvö,“ segir Dagur.

Laugavegurinn verði göngugata

Í sáttmálanum er talað skýrt um það að Laugavegurinn verði göngugata. En hvenær verður það og hvar mun göngugatan byrja?

„Nú förum við bara að undirbúa það, það er auðvitað stórt verkefni, nokkuð flókið og mjög margir hagsmunaaðilar sem koma að því, við þekkjum það úr sambærilegum verkefnum erlendis. Undirbúningur þess mun hefjast fljótlega en ég get ekki nákvæmlega tímasett það hvenær framkvæmdin hefst,“ segir Dagur og bætir við að það eigi eftir að útfæra það og að ýmislegt þurfi að ganga upp.

Einnig segir í sáttmálanum að göngusvæðum í Kvosinni verði fjölgað.

„Okkur finnst það spennandi umræða, en erum ekki búin að botna hana. Það eru ákveðnar götur eins og t.d. Kirkjustræti, þar sem hafa verið áhyggjur af mikilli rútuumferð í tengslum við nýtt hótel og nýja Hafnarstrætið sem er gullfallegt og eiginlega hrópar á það að verða göngugata, allavega að einhverju leyti,“ segir Dagur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

05:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...