Eldur í bát í Ólafsvík

Eldurinn kom upp í olíumiðstöð bátsins, en greiðlega gekk hjá …
Eldurinn kom upp í olíumiðstöð bátsins, en greiðlega gekk hjá slökkviliðinu í Snæfellsbæ að ráða niðurlögum hans. mbl.is/Alfons

Eldur kom upp í bátinum Brynju SH í Ólafsvík nú síðdegis. Greiðlega gekk hins vegar að slökkva eldinn að sögn Sigurðar Sveins Guðmundssonar, varaslökkviliðsstjóra í Snæfellsbæ. Eldurinn kom upp í olíumiðstöð bátsins.

Brynja kom úr róðri um tvöleytið í dag og kom eldurinn upp eftir að báturinn var kominn að landi og fylltist vélarrúm bátsins af reyk og hita.

„Þetta fór eins vel og það gat farið,“ segir Sigurður og kveður skemmdirnar vera litlar. „Við vorum allir í nágrenninu og vorum komnir á vettvang á örfáum mínútum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert