Vænta ekki þingloka í dag

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Ljósmynd/Aðsend

„Það er eiginlega erfitt að meta stöðuna eins og hún er núna. Menn eru að reyna að funda og átta sig á stöðunni. Það er alveg ljóst að mál sem einn stjórnarandstöðuflokkanna taldi sig hafa samið um, það er í uppnámi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Þar með hafi skapast ákveðin óvissa um þinglok. Málið var rætt á Alþingi í dag þar sem hún sagði að staðan væri komin í uppnám.

Málið snýst um frumvarp þingmanna Miðflokksins um að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr mælingu á vísitölu neysluverðs í tengslum við útreikning á verðtryggingu. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis lagði til eftir aðra umræðu um málið að því yrði vísað frá þar sem þegar hefði verið samþykkt þingsályktun þess efnis að fjármálaráðherra verði falið að skipa hóp sérfræðinga til þess að leggja mat á áhrif þess að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni.

Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag þar sem þingmenn Miðflokksins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frávísunartillöguna og sögðu þá afgreiðslu ekki vera í samræmi við samkomulag um þinglok. Málið fengi með þessu ekki hefðbunda þinglega meðferð með þremur umræðum og atkvæðagreiðslu. Stjórnarliðar mótmæltu þessu og sögðu frávísunartillagan þýða að greidd yrði atkvæði um málið.

Málið verið metið með ólíkum hætti

„Við erum að reyna að funda og það er verið að gera það jafnóðum. Það er verið að reyna að þoka málinu eitthvað áfram,“ segir Hanna Katrín. Fyrirhuguð afgreiðsla málsins sé ekki í samræmi við samkomulagið um þinglok að hennar mati. „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni að menn hafa kannski verið að meta það eitthvað mismunandi. Það hefur verið skilið eftir eitthvað grátt svæði í þeim efnum og um það snýst þetta.“

Hanna Katrín segist ekki skilja kerkju stjórnarliða. „Ég hefði haldið að það væri einfalt mál að höggva á þennan hnút en það er ekki búið að því ennþá. Við töluðum um það að við vildum að mál stjórnarandstöðunnar yrðu ekki bara afgreidd úr nefnd heldur fengju raunverulega afgreiðslu á þingi. Um þau yrðu greidd atkvæði. En þetta tiltekna mál er að fá á sig frávísunartillögu og það kalla stjórnarliðar afgreiðslu.“

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hins vegar sé ljóst að ef frávísunartillagan er tekin fyrir fyrst þá sé málið ekki rætt við þriðju umræðu og síðan greitt um það atkvæði í þingsal. „Ég held að málið verði ekki leyst nema með því að hætta að hugsa um það hvernig málið komst hingað heldur einbeiti sér að því hvert haldið verði héðan og leysi það. Ég vona að við náum því, annars verða engin þinglok í dag. Ég óttast annars að sú verði raunin úr þessu.“

Það geti verið að fundin verði lausn á deilunni í dag en Hanna Katrín segist ekki halda að þinglok verði í kvöld eins og til hafi staðið.

Hafði nægan tíma til athugasemda

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir í samtali við mbl.is fulltrúa Miðflokksins ekki hafa gert athugasemd við áformaða meðferð frumvarps þeirra um að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, í fjóra daga.

Hún segir meirihlutann ósáttann við tímasetningu athugasemda Miðflokksins, hugsanlega hefði verið hægt að komast að ásættanlegri niðurstöðu ef athugasemdir hefðu ekki borist korteri fyrir þingfund.

Spurð hvort hún telji að fjölda ræða þingmanna Miðflokksins í dag mætti flokka sem málþóf, segir Bjarkey: „Þeir eru klárlega að tefja þingstörfin.“ Óvíst er hvort náist sátt um framhaldið og að ekki er ljóst hvenær þinglok verða að sögn Bjarkeyjar. Hún bætir við að fyrir liggi að þingið muni ekki ljúka störfum í dag.

mbl.is

Innlent »

Innbrotum á heimili fjölgar

15:21 Brotist var inn á 67 heimili í desember sem er talsverð fjölgun ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða. Þá hefur innbrotatilkynningum fjölgað en alls bárust 123 tilkynningar vegna innbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018. Meira »

Mega nú styrkja flokka um 550 þúsund

15:20 Ríkisendurskoðun hefur gefið út leiðbeiningar vegna breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka, frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra sem samþykkt voru 21. desember síðastliðinn og tóku gildi um áramótin. Meira »

Segja frá áreitni á vinnustöðum

15:02 „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ Þetta er spurning sem félagið Ungar athafnakonur (UAK) ætlar að leita svara við á samstöðufundi í kvöld þar sem rætt verður um afleiðingar og eftirfylgni vegna áreitis á vinnustað. Meira »

Sindri Þór í 4 og hálfs árs fangelsi

14:51 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sindra Þór Stefánsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi í gagnaversmálinu svokallaða.  Meira »

Vegagerðin kynni hugmyndir um Hringbraut

14:42 Umferðaröryggi Hringbrautar í Reykjavík verður til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag klukkan fjögur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir í samtali við mbl.is að hún hafi beðið um fundinn vegna bílslyss þar sem ekið var á barn fyrir nokkrum dögum. Meira »

Bílaleigubílum fjölgaði um 196%

14:17 Skráðum bílaleigubílum í umferð heldur áfram að fjölga, en hægir verulega á fjölgun þeirra milli ára samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá fjölgaði slíkum bifreiðum úr 7.280 í janúar 2013 í 21.544 í janúar 2019 og hefur verið meiri hlutfallsleg fjölgun yfir vetrartímann. Meira »

Að segja „ég er nóg“ dugi ekki

13:44 „Heilbrigðisstarfsmönnum ber siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða er á villigötum, þegar hætta er á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa,“ segir í færslu á Facebook-síðu Sálfræðingafélags Íslands. Meira »

Guðni hvetur strákana okkar til dáða

13:30 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent strákunum okkar á HM í handbolta baráttukveðjur fyrir leik þeirra gegn Makedóníu í dag. Meira »

Fyrsta jómfrúarferðin í tólf ár

13:29 Eiríkur Bragason hélt í jómfrúarferð sína sem skipherra Landhelgisgæslunnar þegar varðskipið Týr lagði frá bryggju í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni heldur í jómfrúarferð sína. Meira »

Óskar eftir gögnum úr LÖKE

13:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að fá um sig allar upplýsingar úr upplýsingakerfi lögreglustjóra. Undanfarna daga hafa gengið um hana sögusagnir þess efnis að hún sé haldin stelsýki. Meira »

Auglýsa eftir forstjóra Barnaverndarstofu

13:07 Starf forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28. janúar 2019. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins. Forstjóri Barnaverndarstofu stýrir starfi stofnunarinnar og heyrir undir félags- og barnamálaráðherra. Meira »

„Löngu tímabært“ að lækka álagninguna

12:23 „Það er löngu tímabært að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram undir umræðu um erindi Félags atvinnurekenda vegna álagningar fasteignagjalda í atvinnuhúsnæði á borgarráðsfundi í morgun. Meira »

Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina

12:14 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 14. janúar. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 40,3% í síðustu mælingu. Meira »

Minnsta fjölgun ferðamanna síðan 2010

11:40 Fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim nam rúmlega 2,3 milljónum á síðasta ári. Ferðamönnum fjölgaði um 5,5% milli 2017 og 2018 og er þetta minnsta fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 en þá fækkaði ferðamönnum um 1,1% frá árinu áður Meira »

„Dómurinn laug upp á hana“

11:20 Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir svalahandrið í fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi árið 2000, hefur sent póst á alla alþingismenn með ósk um að lögum um meðferð sakamála verði breytt á þann veg að hægt sé að taka málið upp að nýju. Meira »

Flugakademían kaupir Flugskóla Íslands

10:52 Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands og er samanlagður fjöldi nemenda í flugskólunum á fimmta hundrað, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna í fyrstu og mun flugkennsla fara fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

09:20 „Mér þykir þetta þyngra en tárum taki,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari í fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá ástæðu þess að hann getur ekki frumflutt flautukonsert Jóns Ásgeirssonar með SÍ í næstu viku. Freyr greindist nýverið með krabbamein og er nú í lyfja- og geislameðferð. Meira »

Göng eða göngubrú yfir Glerárgötu

09:11 Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verið í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

08:53 Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....