Vænta ekki þingloka í dag

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Ljósmynd/Aðsend

„Það er eiginlega erfitt að meta stöðuna eins og hún er núna. Menn eru að reyna að funda og átta sig á stöðunni. Það er alveg ljóst að mál sem einn stjórnarandstöðuflokkanna taldi sig hafa samið um, það er í uppnámi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Þar með hafi skapast ákveðin óvissa um þinglok. Málið var rætt á Alþingi í dag þar sem hún sagði að staðan væri komin í uppnám.

Málið snýst um frumvarp þingmanna Miðflokksins um að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr mælingu á vísitölu neysluverðs í tengslum við útreikning á verðtryggingu. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis lagði til eftir aðra umræðu um málið að því yrði vísað frá þar sem þegar hefði verið samþykkt þingsályktun þess efnis að fjármálaráðherra verði falið að skipa hóp sérfræðinga til þess að leggja mat á áhrif þess að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni.

Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag þar sem þingmenn Miðflokksins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frávísunartillöguna og sögðu þá afgreiðslu ekki vera í samræmi við samkomulag um þinglok. Málið fengi með þessu ekki hefðbunda þinglega meðferð með þremur umræðum og atkvæðagreiðslu. Stjórnarliðar mótmæltu þessu og sögðu frávísunartillagan þýða að greidd yrði atkvæði um málið.

Málið verið metið með ólíkum hætti

„Við erum að reyna að funda og það er verið að gera það jafnóðum. Það er verið að reyna að þoka málinu eitthvað áfram,“ segir Hanna Katrín. Fyrirhuguð afgreiðsla málsins sé ekki í samræmi við samkomulagið um þinglok að hennar mati. „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni að menn hafa kannski verið að meta það eitthvað mismunandi. Það hefur verið skilið eftir eitthvað grátt svæði í þeim efnum og um það snýst þetta.“

Hanna Katrín segist ekki skilja kerkju stjórnarliða. „Ég hefði haldið að það væri einfalt mál að höggva á þennan hnút en það er ekki búið að því ennþá. Við töluðum um það að við vildum að mál stjórnarandstöðunnar yrðu ekki bara afgreidd úr nefnd heldur fengju raunverulega afgreiðslu á þingi. Um þau yrðu greidd atkvæði. En þetta tiltekna mál er að fá á sig frávísunartillögu og það kalla stjórnarliðar afgreiðslu.“

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hins vegar sé ljóst að ef frávísunartillagan er tekin fyrir fyrst þá sé málið ekki rætt við þriðju umræðu og síðan greitt um það atkvæði í þingsal. „Ég held að málið verði ekki leyst nema með því að hætta að hugsa um það hvernig málið komst hingað heldur einbeiti sér að því hvert haldið verði héðan og leysi það. Ég vona að við náum því, annars verða engin þinglok í dag. Ég óttast annars að sú verði raunin úr þessu.“

Það geti verið að fundin verði lausn á deilunni í dag en Hanna Katrín segist ekki halda að þinglok verði í kvöld eins og til hafi staðið.

Hafði nægan tíma til athugasemda

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir í samtali við mbl.is fulltrúa Miðflokksins ekki hafa gert athugasemd við áformaða meðferð frumvarps þeirra um að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, í fjóra daga.

Hún segir meirihlutann ósáttann við tímasetningu athugasemda Miðflokksins, hugsanlega hefði verið hægt að komast að ásættanlegri niðurstöðu ef athugasemdir hefðu ekki borist korteri fyrir þingfund.

Spurð hvort hún telji að fjölda ræða þingmanna Miðflokksins í dag mætti flokka sem málþóf, segir Bjarkey: „Þeir eru klárlega að tefja þingstörfin.“ Óvíst er hvort náist sátt um framhaldið og að ekki er ljóst hvenær þinglok verða að sögn Bjarkeyjar. Hún bætir við að fyrir liggi að þingið muni ekki ljúka störfum í dag.

mbl.is

Innlent »

Ný borhola á Hjalteyri

14:38 Ný og afkastamikil vinnsluhola Norðurorku á Hjalteyri, sem boruð var í vor, lofar góðu. Í tilkynningu frá ÍSOR segir að nýja holan hafi verið prófuð með svokölluðu blástursprófi nú á föstudag og sýna niðurstöður prófsins að holan er í góðu sambandi við jarðhitakerfið á svæðinu. Meira »

Hefja veiðar eftir tveggja ára hlé

14:15 Veiðar á langreyð hófust í gærkvöldi á ný eftir tveggja ára dvala þegar Hvalur 8 hélt á miðin frá Hvalfirði. Hvalur hf. gerir út tvo hvalveiðibáta í sumar, Hval 8 og Hval 9. Sá síðarnefndi er enn í slipp en verður væntanlega klár strax upp úr helginni. Meira »

Erlendur ökumaður áfram í farbanni

13:43 Farbann Héraðsdóms Suðurlands yfir bandarískum ferðamanni sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi þann 16. maí var staðfest í Landsrétti í gær. Manninum, sem er bandarískur ríkisborgari, er meinuð för úr landi til 11. júlí. Einn dómari skilaði sérákvæði. Meira »

Orrusta stuðningsmannanna

11:50 Það er ekki einungis landslið Íslands í knattspyrnu sem er í sviðsljósinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi heldur virðast íslenskir stuðningsmenn vekja mikla athygli hvert sem þeir fara. Meira »

Mesta mildi að ekki fór verr

11:47 12 ára gömul stúlka var hætt komin í Eiðavatni á Austurlandi í gær. Stúlkan, sem sótti sumarbúðir Kirkjumiðstöðvar Austurlands við Eiðavatn, er flogaveik og fékk flogakast í vatninu þar sem börnin höfðu verið að leika sér við að stökkva í vatnið og svamla þar um. Meira »

Sigurður áfram í farbanni

11:45 Sigurður Kristinsson var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem snýr að innflutningi á amfetamíni til landsins. Meira »

Niðurstöðu ekki að vænta á stöðufundi

11:12 „Þetta er erfiður róður, hefur verið það og verður það væntanlega. Við mætum bara með opinn huga og leitum eftir sáttum.“ Þetta sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar, í samtali við mbl.is þar sem hún var á leið til fundar með samninganefnd ríkisins sem hófst klukkan 11. Meira »

Eignarhald og innviðir hafa neikvæð áhrif

11:00 Nýleg rannsókn bendir til þess að samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs sé með besta móti, ef miðað er við svokallaðan FPI-mælikvarða. Meira »

Japanir tóku til eftir sig í stúkunni

10:50 Aðdáendur japanska knattspyrnuliðsins sem knúði fram sigur í spennandi leik gegn Kólumbíu í gær hafa vakið talsverða athygli fyrir að taka sér tíma eftir leikinn til þess að hreinsa til í stúkunni eftir sig. Meira »

Þrjár sækjast eftir skólameistarastöðum

10:16 Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík og Verkmenntaskóla Austurlands rann út þann 11. júní. Tvær sóttust eftir stöðu skólameistara á Húsavík en ein á Neskaupstað. Meira »

Malbikað á Reykjanesbraut

09:42 Unnið er að því að malbika Reykjanesbraut á 1.200 m kafla á mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg til klukkan 23:30 í kvöld.  Meira »

Fjölmargir fuglar dauðir úr fuglakóleru

09:21 Matvælastofnun fékk í síðustu viku tilkynningu um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Rannsókn á fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum leiddi í ljós að um fuglakóleru var að ræða. Fólki stafar ekki hætta af henni. Meira »

Pósturinn lokar fyrr

09:13 Í tilefni af landsleik Íslands og Nígeríu verður öllum afgreiðslustöðum og þjónustuveri Póstsins lokað klukkan 14:30 föstudaginn 22. júní. Meira »

Fá ungmenni án vinnu og utan skóla

09:07 Ísland var í fyrra með lægsta hlutfall ungs fólks á aldrinum 15–24 ára sem var án vinnu, utan skóla og ekki í starfsþjálfun (3,9%). Næst á eftir komu Holland og Noregur. Hæst var hlutfallið í Makedóníu (24,9%) og Tyrklandi (24,2%) en meðaltal Evrópusambandsins var 10,9%. Meira »

Landlæknir varar við sólinni í vætutíð

08:18 Landlæknisembættið hefur nú birt tilmæli á heimasíðu sinni þess efnis að nú sé sá árstími þegar landsmenn flykkjast út til að njóta útiveru og sólar. Þá þyrfti fólk að hafa í huga að gæta sín á sólinni. Meira »

Margir munu ekki fá lyfin sín

07:57 Með gildistöku reglugerðar um lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja frá 1. júlí nk. verður afgreiðsla lyfja sem innihalda amfetamín og metýlfenídat takmörkuð við lyfjaskírteini Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), skv. Meira »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

07:33 Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »

Bjartur dagur fram undan

06:54 Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum, þótt ekki verði mjög hlýtt þar sem vindur stendur af hafi og vegna þess hve kaldur sjórinn er hefur sjávarhitinn mikil áhrif á lofthitann. Spáð er allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður á Suðurlandi. Meira »

Slasaðist á leið úr bíói

05:48 Kona var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum þegar hún var að koma út úr Smárabíói. Meira »
Bílalyftur frá EAE á lager, pósta og skæralyftur.
Eigum 4 tonna gólffríar bílalyftur á lager. 15 ára reynsla á íslandi Vökvaknún...
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...