Vænta ekki þingloka í dag

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Ljósmynd/Aðsend

„Það er eiginlega erfitt að meta stöðuna eins og hún er núna. Menn eru að reyna að funda og átta sig á stöðunni. Það er alveg ljóst að mál sem einn stjórnarandstöðuflokkanna taldi sig hafa samið um, það er í uppnámi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Þar með hafi skapast ákveðin óvissa um þinglok. Málið var rætt á Alþingi í dag þar sem hún sagði að staðan væri komin í uppnám.

Málið snýst um frumvarp þingmanna Miðflokksins um að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr mælingu á vísitölu neysluverðs í tengslum við útreikning á verðtryggingu. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis lagði til eftir aðra umræðu um málið að því yrði vísað frá þar sem þegar hefði verið samþykkt þingsályktun þess efnis að fjármálaráðherra verði falið að skipa hóp sérfræðinga til þess að leggja mat á áhrif þess að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni.

Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag þar sem þingmenn Miðflokksins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frávísunartillöguna og sögðu þá afgreiðslu ekki vera í samræmi við samkomulag um þinglok. Málið fengi með þessu ekki hefðbunda þinglega meðferð með þremur umræðum og atkvæðagreiðslu. Stjórnarliðar mótmæltu þessu og sögðu frávísunartillagan þýða að greidd yrði atkvæði um málið.

Málið verið metið með ólíkum hætti

„Við erum að reyna að funda og það er verið að gera það jafnóðum. Það er verið að reyna að þoka málinu eitthvað áfram,“ segir Hanna Katrín. Fyrirhuguð afgreiðsla málsins sé ekki í samræmi við samkomulagið um þinglok að hennar mati. „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni að menn hafa kannski verið að meta það eitthvað mismunandi. Það hefur verið skilið eftir eitthvað grátt svæði í þeim efnum og um það snýst þetta.“

Hanna Katrín segist ekki skilja kerkju stjórnarliða. „Ég hefði haldið að það væri einfalt mál að höggva á þennan hnút en það er ekki búið að því ennþá. Við töluðum um það að við vildum að mál stjórnarandstöðunnar yrðu ekki bara afgreidd úr nefnd heldur fengju raunverulega afgreiðslu á þingi. Um þau yrðu greidd atkvæði. En þetta tiltekna mál er að fá á sig frávísunartillögu og það kalla stjórnarliðar afgreiðslu.“

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hins vegar sé ljóst að ef frávísunartillagan er tekin fyrir fyrst þá sé málið ekki rætt við þriðju umræðu og síðan greitt um það atkvæði í þingsal. „Ég held að málið verði ekki leyst nema með því að hætta að hugsa um það hvernig málið komst hingað heldur einbeiti sér að því hvert haldið verði héðan og leysi það. Ég vona að við náum því, annars verða engin þinglok í dag. Ég óttast annars að sú verði raunin úr þessu.“

Það geti verið að fundin verði lausn á deilunni í dag en Hanna Katrín segist ekki halda að þinglok verði í kvöld eins og til hafi staðið.

Hafði nægan tíma til athugasemda

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir í samtali við mbl.is fulltrúa Miðflokksins ekki hafa gert athugasemd við áformaða meðferð frumvarps þeirra um að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, í fjóra daga.

Hún segir meirihlutann ósáttann við tímasetningu athugasemda Miðflokksins, hugsanlega hefði verið hægt að komast að ásættanlegri niðurstöðu ef athugasemdir hefðu ekki borist korteri fyrir þingfund.

Spurð hvort hún telji að fjölda ræða þingmanna Miðflokksins í dag mætti flokka sem málþóf, segir Bjarkey: „Þeir eru klárlega að tefja þingstörfin.“ Óvíst er hvort náist sátt um framhaldið og að ekki er ljóst hvenær þinglok verða að sögn Bjarkeyjar. Hún bætir við að fyrir liggi að þingið muni ekki ljúka störfum í dag.

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »

Tankbíll í árekstri á Hringbraut

10:45 Tankbíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar, skammt frá BSÍ, um klukkan 10 í morgun.  Meira »

Undir áhrifum áfengis og svefnlyfs

10:29 Kona sem lést í bílslysi á Grindavikurvegi í mars í fyrra var ekki spennt í öryggisbelti. Hún kastaðist út úr bílnum þegar hann hafnaði utan vegar og valt. Konan var undir verulegum áhrifum áfengis og einnig undir áhrifum svefnlyfs. Styrkur þess í blóði var við eitrunarmörk. Meira »

Innkalla rjómasúkkulaði

09:27 Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Meira »

Umferðarslys á Þrengslavegi

09:14 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í morgun.  Meira »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »

Sala á bílum á pari við árið 2016

05:30 „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“ Meira »

Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

05:30 Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum. Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

05:30 Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

05:30 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...