Vænta ekki þingloka í dag

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Ljósmynd/Aðsend

„Það er eiginlega erfitt að meta stöðuna eins og hún er núna. Menn eru að reyna að funda og átta sig á stöðunni. Það er alveg ljóst að mál sem einn stjórnarandstöðuflokkanna taldi sig hafa samið um, það er í uppnámi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Þar með hafi skapast ákveðin óvissa um þinglok. Málið var rætt á Alþingi í dag þar sem hún sagði að staðan væri komin í uppnám.

Málið snýst um frumvarp þingmanna Miðflokksins um að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr mælingu á vísitölu neysluverðs í tengslum við útreikning á verðtryggingu. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis lagði til eftir aðra umræðu um málið að því yrði vísað frá þar sem þegar hefði verið samþykkt þingsályktun þess efnis að fjármálaráðherra verði falið að skipa hóp sérfræðinga til þess að leggja mat á áhrif þess að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni.

Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag þar sem þingmenn Miðflokksins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frávísunartillöguna og sögðu þá afgreiðslu ekki vera í samræmi við samkomulag um þinglok. Málið fengi með þessu ekki hefðbunda þinglega meðferð með þremur umræðum og atkvæðagreiðslu. Stjórnarliðar mótmæltu þessu og sögðu frávísunartillagan þýða að greidd yrði atkvæði um málið.

Málið verið metið með ólíkum hætti

„Við erum að reyna að funda og það er verið að gera það jafnóðum. Það er verið að reyna að þoka málinu eitthvað áfram,“ segir Hanna Katrín. Fyrirhuguð afgreiðsla málsins sé ekki í samræmi við samkomulagið um þinglok að hennar mati. „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni að menn hafa kannski verið að meta það eitthvað mismunandi. Það hefur verið skilið eftir eitthvað grátt svæði í þeim efnum og um það snýst þetta.“

Hanna Katrín segist ekki skilja kerkju stjórnarliða. „Ég hefði haldið að það væri einfalt mál að höggva á þennan hnút en það er ekki búið að því ennþá. Við töluðum um það að við vildum að mál stjórnarandstöðunnar yrðu ekki bara afgreidd úr nefnd heldur fengju raunverulega afgreiðslu á þingi. Um þau yrðu greidd atkvæði. En þetta tiltekna mál er að fá á sig frávísunartillögu og það kalla stjórnarliðar afgreiðslu.“

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hins vegar sé ljóst að ef frávísunartillagan er tekin fyrir fyrst þá sé málið ekki rætt við þriðju umræðu og síðan greitt um það atkvæði í þingsal. „Ég held að málið verði ekki leyst nema með því að hætta að hugsa um það hvernig málið komst hingað heldur einbeiti sér að því hvert haldið verði héðan og leysi það. Ég vona að við náum því, annars verða engin þinglok í dag. Ég óttast annars að sú verði raunin úr þessu.“

Það geti verið að fundin verði lausn á deilunni í dag en Hanna Katrín segist ekki halda að þinglok verði í kvöld eins og til hafi staðið.

Hafði nægan tíma til athugasemda

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir í samtali við mbl.is fulltrúa Miðflokksins ekki hafa gert athugasemd við áformaða meðferð frumvarps þeirra um að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, í fjóra daga.

Hún segir meirihlutann ósáttann við tímasetningu athugasemda Miðflokksins, hugsanlega hefði verið hægt að komast að ásættanlegri niðurstöðu ef athugasemdir hefðu ekki borist korteri fyrir þingfund.

Spurð hvort hún telji að fjölda ræða þingmanna Miðflokksins í dag mætti flokka sem málþóf, segir Bjarkey: „Þeir eru klárlega að tefja þingstörfin.“ Óvíst er hvort náist sátt um framhaldið og að ekki er ljóst hvenær þinglok verða að sögn Bjarkeyjar. Hún bætir við að fyrir liggi að þingið muni ekki ljúka störfum í dag.

mbl.is

Innlent »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »

„Fréttin strax orðin gömul“

13:14 „Makríllinn er sprettharður fiskur og það getur verið mikil fart á honum. Í túrnum eltum við hann í yfir 100 mílur á einungis tveimur sólarhringum. Hann fer svo hratt yfir að þegar fréttist af makríl einhvers staðar er fréttin strax orðin gömul því það er engin vissa fyrir því að finna makríl þegar komið er á staðinn.“ Meira »

Hljóp út í móa til að flýja lögreglu

12:39 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina tók á sprett út í móa til að flýja lögregluna. Hann sinnti því ekki þegar lögreglan gaf honum fyrirmæli um að stöðva og lögreglumaður hljóp hann þá uppi. Ökumaðurinn náði að sparka í lögreglumanninn svo á honum sá. Meira »

Vilja að Kristín Soffía biðjist afsökunar

12:34 Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist formlegrar afsökunar og dragi til baka ummæli sín um að trúnaður hafi verið brotinn á síðasta fundi ráðsins eftir að minnihlutinn gekk af fundinum. Meira »

Tónlistin færir gleði og tilgang

10:30 Goðsögnin David Crosby kemur fram ásamt hljómsveit í Háskólabíói á fimmtudag og á efnisskránni verða meðal annars lög sem Crosby, Stills, Nash & Young gerðu fræg. Crosby segist enn njóta þess að koma fram, meira en hálfri öld eftir að ævintýrið hófst. Meira »

Enginn í haldi vegna íkveikju

10:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist í tengslum við íkveikju fyrir utan bílaumboðið Öskju um fimm í nótt. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við íkveikjuna. Forstjóri Öskju segir að átta bifreiðar hafi skemmst í brunanum. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
MMC Outlander 2008 4x4 - 690 þ.kr. tilboðsverð
DIESEL 2.0l, 6 gíra bsk. ekinn 219 þ.km., dráttarkrókur, blönduð eyðsla 6,8 l/10...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...