Að hafa mikla hjátrú á íslenska liðinu

Gylfi Þór Sigurðsson ræðir við fjölmiðlamenn á æfingu íslenska liðsins.
Gylfi Þór Sigurðsson ræðir við fjölmiðlamenn á æfingu íslenska liðsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gestir Kabardinka, litla strandbæjarins við Svartahaf, þar sem íslenska landsliðið í fótbolta hefur bækistöð meðan á HM stendur, urðu ekki mikið varir við að í gær var þjóðhátíðardagur Rússlands. Að vísu var skotið upp flugeldum en slík sýning var einnig í boði á laugardags- og sunnudagskvöld.

Margt var um manninn á ströndinni í gær eins og síðustu daga, enda veðrið ákjósanlegt til slíkrar iðju. Heiðskírt, steikjandi hiti og dálítill blástur, þó ekkert í líkingu við rokið í fyrradag.

Íslensku leikmennirnir virkuðu sælir og glaðir á æfingunni í gærmorgun, nokkrir komu í viðtal við fjölmiðlamenn (eins og sjá má á íþróttasíðunum og á mbl.is), allir afslappaðir en þó vitaskuld fullir eftirvæntingar og bæjarbúar hér eru stoltir af að hýsa HM-lið. Sýna Íslendingunum mikinn áhuga.

Í fyrsta leik karlaliðs Íslands á stórmóti, EM 2016, mættu strákarnir Cristiano Ronaldo og samherjum í Portúgal en á laugardaginn verður argentínski snillingurinn Lionel Messi í hópi mótherjanna. Flestir spá argentínskum sigri, eins og eðlilegt má teljast, en Íslendingar eru þó hvergi bangnir.

Allt getur samt gerst. Einhvern tíma hefði þótt saga til næsta bæjar að forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu mynduðu „sérstök tengsl“ og einfaldlega óhugsandi eftir stórskotahríð þeirri í millum á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Samt er afar kært þeirra á milli eftir sögulegan fund í Singapúr. Margir telja út í hött að gera ráð fyrir því að Ísland geti náð í stig gegn Argentínu á laugardaginn. Hvað þá sigrað.

Hjátrúarfullum má benda á að hér í Kabardinka er ekki sandströnd heldur tiplar fólk á steinvölum. Nákvæmlega eins og í Nice á frönsku rívíerunni, þar sem Ísland vann sigurinn sögulega á Englendingum á EM. Að vísu er ekki spilað við Argentínu í Kabardinka heldur í Moskvu. Gæti það samt ekki vitað á gott að íslenska liðið býr hér?

mbl.is

Innlent »

Réttindalaus á 170 km hraða

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært rúmlega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 170 km hraða á móts við Stapann á Reykjanesbraut. Þegar hann framvísaði erlendu ökuskírteini kom í ljós að hann ók sviptur ökuréttindum. Meira »

Tafir á umferð um Sæbraut

09:25 Verið er að malbika á Sæbraut í akstursstefnu til vesturs, frá Kringlumýrarbraut að Katrínartúni.  Meira »

Lifa að meðaltali sex árum lengur

09:09 Meðalævilengd íslenskra karla er sú mesta í Evrópu en frá 1987 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd Á 10 ára tímabili var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Meira »

Miðvikudagurinn verður bestur

07:00 Spáð er norðanátt í dag og svalt verður fyrir norðan og rigning en þurrt og jafnvel bjart með köflum sunnanlands þar sem hiti fer líklega upp í 16 stig. Spáin er góð fyrir miðvikudag. Meira »

Ofurölvi velti í Ártúnsbrekku

06:14 Ökumaður bifreiðarinnar sem valt í Ártúnsbrekku upp úr klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi og er hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að rannsókn á bráðamóttöku leiddi í ljós að hann hafði sloppið ótrúlega vel frá bílveltunni. Meira »

Lög sem vinna gegn mismunun

05:30 Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði voru samþykkt undir lok þings í byrjun vikunnar.   Meira »

Fáar sólarstundir og mikil úrkoma

05:30 Sólskinsstundir hafa verið afar fáar í Reykjavík þennan júnímánuðinn en „aðeins tvisvar er vitað um færri sólskinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Meira »

Víða vantar sveitarstjóra

05:30 Bæjar- og sveitarstjóra vantar nú til starfa víða um land en eftir sveitarstjórnarkosningar fylgir að þegar nýir meirihlutar eru myndaðir er ráðinn nýr maður sem stjórnandi viðkomandi sveitarfélags. Meira »

Golfvelli í Haukadal lokað

05:30 Haukadalsvöllur við Geysi verður ekki opinn í sumar til golfleiks. Mikið tjón varð á stórum svæðum vallarins sem kom óvenju illa undan hörðum vetri. Meira »

Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla

05:30 Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla séu löglegir.  Meira »

Góð áhrif á þjóðarsálina

05:30 „Það eru allir í góðu skapi meðan á HM stendur og Íslendingum gengur vel. Þetta hefur góð áhrif á þjóðarsálina. Áhrifin eru þó sjaldnast langvarandi, nema kannski að áhugi ungra stráka og stelpna á því að æfa fótbolta eykst.“ Meira »

Þyrlan er þarfaþing við framkvæmdir

05:30 Þyrla hefur síðustu daga verið notuð til efnisflutninga við stígagerð í Reykjadal inn af Hvergerði.   Meira »

RÚV sætir harðri gagnrýni

05:30 „Það er bara þurrð á þessum markaði, þeir ryksuguðu þetta upp,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsmiðilsins N4. Meira »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Silkihana
Flottir silkihanar til sölu, 3000 kr stk. s. 6956570...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...