Segja aðgengi kjörinna fulltrúa skert

Sanna Magdalena Mörtudóttir mun leggja til, á fyrsta fundi nýrrar ...
Sanna Magdalena Mörtudóttir mun leggja til, á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar, að samþykktum verði breytt aftur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja það til á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar að samþykktum borgarstjórnar verði breytt aftur, svo þeir flokkar, sem ekki fá kjörna fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar, fái að skipta í öll ráð áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Þetta kemur fram í tilkynningu Sósíalistaflokksins.

„Ég hef ekki náð að átta mig á hvaða hugsun lá að baki breytingunum í apríl þegar áheyrnarfulltrúar voru felldir út,“ segir Sanna, „að einhverju leyti spilaði sparnaðarsjónarmið inn í og mögulega ótti við að fundir yrðu of fjölmennir. En mér finnst þessi rök veigalítil þegar aðgengi lýðræðislega kjörna borgarfulltrúa að stjórnkerfi borgarinnar er skert með svona afgerandi hætti.“

Vilja hnekkja túlkun skrifstofu borgarstjórnar

Sanna segir að allir minnihlutaflokkarnir styðji þessa tillögu, þar af leiðandi 11 af 23 borgarfulltrúum. „Það er því nóg að annar af borgarfulltrúum Pírata styðji tillöguna. Píratar hafa mikið lagt upp úr gagnsæi og lýðræðislegum vinnubrögðum í sinni stefnu svo ég er nokkuð vongóð um að fá stuðning þaðan,“ segir Sanna.

Þá hafa sósíalistar hafa undirbúið kæru til sveitastjórnarráðuneytisins til að þess fá túlkun skrifstofu borgarstjórnar á sveitastjórnarlögum breytt. Skrifstofa borgarstjórnar túlki lögin á þann veg að flokkar fyrirgeri rétti sínum til að skipa áheyrnarfulltrúa ef þeir styðja kjör fulltrúa annars flokks til setu í ráðunum. Eftir breytingar á skipulagi borgarfulltrúa í apríl sitji því aðeins eftir áheyrnarfulltrúar í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði, einu ráðunum sem hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu einstakra mála.

„Þetta er einkar ólýðræðisleg túlkun,“ segir Sanna. „Það er ljóst að hinir kjörnu fulltrúar verða að stíga inn í þetta mál til að tryggja öllum flokkum réttlátt aðgengi að þessum ráðum.“

Efast um að aðrir flokkar séu í sömu stöðu

Að sögn Sönnu er ólíklegt að nokkrir flokkar í öðrum sveitastjórnum standi frammi fyrir sama vali og Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins í Reykjavík, að þurfa að velja á milli þess að sækjast eftir einu sæti í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði og fórna með því áheyrnarfulltrúum eða að velja áheyrn handa öllum flokkunum en gefa Sjálfstæðisflokknum eftir atkvæði sitt í ráðunum.

Að óbreyttu muni því 16,8% kjósenda sem kusu sósíalista, Miðflokk og Flokk fólksins ekki fá neinn fulltrúa í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði.

„Það kostulega er að með því að styðja túlkun skrifstofu borgarstjórnar og bregðast ekki við afleiðingum hennar eru Píratar, Vinstri Grænir, Samfylking og Viðreisn að færa Sjálfstæðisflokknum auka mann í borgarráð og annan í samgöngu- og skipulagsráð“ segir Sanna. „Ég held að kjósendum þessara flokka finnist það skrítin niðurstaða, að þeir séu að styðja aukið vægi Sjálfstæðisflokksins við stjórn borgarinnar.“

mbl.is

Innlent »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eftir cirka 4-5 vikur ) annars 3290.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...