Segja aðgengi kjörinna fulltrúa skert

Sanna Magdalena Mörtudóttir mun leggja til, á fyrsta fundi nýrrar ...
Sanna Magdalena Mörtudóttir mun leggja til, á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar, að samþykktum verði breytt aftur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja það til á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar að samþykktum borgarstjórnar verði breytt aftur, svo þeir flokkar, sem ekki fá kjörna fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar, fái að skipta í öll ráð áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Þetta kemur fram í tilkynningu Sósíalistaflokksins.

„Ég hef ekki náð að átta mig á hvaða hugsun lá að baki breytingunum í apríl þegar áheyrnarfulltrúar voru felldir út,“ segir Sanna, „að einhverju leyti spilaði sparnaðarsjónarmið inn í og mögulega ótti við að fundir yrðu of fjölmennir. En mér finnst þessi rök veigalítil þegar aðgengi lýðræðislega kjörna borgarfulltrúa að stjórnkerfi borgarinnar er skert með svona afgerandi hætti.“

Vilja hnekkja túlkun skrifstofu borgarstjórnar

Sanna segir að allir minnihlutaflokkarnir styðji þessa tillögu, þar af leiðandi 11 af 23 borgarfulltrúum. „Það er því nóg að annar af borgarfulltrúum Pírata styðji tillöguna. Píratar hafa mikið lagt upp úr gagnsæi og lýðræðislegum vinnubrögðum í sinni stefnu svo ég er nokkuð vongóð um að fá stuðning þaðan,“ segir Sanna.

Þá hafa sósíalistar hafa undirbúið kæru til sveitastjórnarráðuneytisins til að þess fá túlkun skrifstofu borgarstjórnar á sveitastjórnarlögum breytt. Skrifstofa borgarstjórnar túlki lögin á þann veg að flokkar fyrirgeri rétti sínum til að skipa áheyrnarfulltrúa ef þeir styðja kjör fulltrúa annars flokks til setu í ráðunum. Eftir breytingar á skipulagi borgarfulltrúa í apríl sitji því aðeins eftir áheyrnarfulltrúar í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði, einu ráðunum sem hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu einstakra mála.

„Þetta er einkar ólýðræðisleg túlkun,“ segir Sanna. „Það er ljóst að hinir kjörnu fulltrúar verða að stíga inn í þetta mál til að tryggja öllum flokkum réttlátt aðgengi að þessum ráðum.“

Efast um að aðrir flokkar séu í sömu stöðu

Að sögn Sönnu er ólíklegt að nokkrir flokkar í öðrum sveitastjórnum standi frammi fyrir sama vali og Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins í Reykjavík, að þurfa að velja á milli þess að sækjast eftir einu sæti í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði og fórna með því áheyrnarfulltrúum eða að velja áheyrn handa öllum flokkunum en gefa Sjálfstæðisflokknum eftir atkvæði sitt í ráðunum.

Að óbreyttu muni því 16,8% kjósenda sem kusu sósíalista, Miðflokk og Flokk fólksins ekki fá neinn fulltrúa í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði.

„Það kostulega er að með því að styðja túlkun skrifstofu borgarstjórnar og bregðast ekki við afleiðingum hennar eru Píratar, Vinstri Grænir, Samfylking og Viðreisn að færa Sjálfstæðisflokknum auka mann í borgarráð og annan í samgöngu- og skipulagsráð“ segir Sanna. „Ég held að kjósendum þessara flokka finnist það skrítin niðurstaða, að þeir séu að styðja aukið vægi Sjálfstæðisflokksins við stjórn borgarinnar.“

mbl.is

Innlent »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

Í gær, 14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

Í gær, 14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

Í gær, 13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

Í gær, 12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »

Árás fyrir framan lögreglu

Í gær, 11:52 Lögregluþjónar landsins höfðu í ýmsu að snúast í nótt, en lögregluembætti landsins greindu frá störfum sínum í rauntíma í árlegu tístmaraþoni lögreglunnar á Twitter undir myllumerkinu #löggutíst. Mörg útkallanna voru vegna ölvunar og óspekta. Meira »

Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

Í gær, 10:53 Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

Í gær, 10:37 Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

„Hafið ekki skoðað mig að neðan!“

Í gær, 10:20 „Dagarnir liðu án þess að neitt gerðist. Ég man ekki hvað læknirinn sagði við mig á þessum tíma en fljótlega gerði ég mér grein fyrir stöðunni – að sjónin kæmi ekki aftur. Það var mér auðvitað þungbært og allskonar hugsanir bærðust með mér.“ Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...