Segja aðgengi kjörinna fulltrúa skert

Sanna Magdalena Mörtudóttir mun leggja til, á fyrsta fundi nýrrar ...
Sanna Magdalena Mörtudóttir mun leggja til, á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar, að samþykktum verði breytt aftur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja það til á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar að samþykktum borgarstjórnar verði breytt aftur, svo þeir flokkar, sem ekki fá kjörna fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar, fái að skipta í öll ráð áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Þetta kemur fram í tilkynningu Sósíalistaflokksins.

„Ég hef ekki náð að átta mig á hvaða hugsun lá að baki breytingunum í apríl þegar áheyrnarfulltrúar voru felldir út,“ segir Sanna, „að einhverju leyti spilaði sparnaðarsjónarmið inn í og mögulega ótti við að fundir yrðu of fjölmennir. En mér finnst þessi rök veigalítil þegar aðgengi lýðræðislega kjörna borgarfulltrúa að stjórnkerfi borgarinnar er skert með svona afgerandi hætti.“

Vilja hnekkja túlkun skrifstofu borgarstjórnar

Sanna segir að allir minnihlutaflokkarnir styðji þessa tillögu, þar af leiðandi 11 af 23 borgarfulltrúum. „Það er því nóg að annar af borgarfulltrúum Pírata styðji tillöguna. Píratar hafa mikið lagt upp úr gagnsæi og lýðræðislegum vinnubrögðum í sinni stefnu svo ég er nokkuð vongóð um að fá stuðning þaðan,“ segir Sanna.

Þá hafa sósíalistar hafa undirbúið kæru til sveitastjórnarráðuneytisins til að þess fá túlkun skrifstofu borgarstjórnar á sveitastjórnarlögum breytt. Skrifstofa borgarstjórnar túlki lögin á þann veg að flokkar fyrirgeri rétti sínum til að skipa áheyrnarfulltrúa ef þeir styðja kjör fulltrúa annars flokks til setu í ráðunum. Eftir breytingar á skipulagi borgarfulltrúa í apríl sitji því aðeins eftir áheyrnarfulltrúar í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði, einu ráðunum sem hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu einstakra mála.

„Þetta er einkar ólýðræðisleg túlkun,“ segir Sanna. „Það er ljóst að hinir kjörnu fulltrúar verða að stíga inn í þetta mál til að tryggja öllum flokkum réttlátt aðgengi að þessum ráðum.“

Efast um að aðrir flokkar séu í sömu stöðu

Að sögn Sönnu er ólíklegt að nokkrir flokkar í öðrum sveitastjórnum standi frammi fyrir sama vali og Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins í Reykjavík, að þurfa að velja á milli þess að sækjast eftir einu sæti í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði og fórna með því áheyrnarfulltrúum eða að velja áheyrn handa öllum flokkunum en gefa Sjálfstæðisflokknum eftir atkvæði sitt í ráðunum.

Að óbreyttu muni því 16,8% kjósenda sem kusu sósíalista, Miðflokk og Flokk fólksins ekki fá neinn fulltrúa í borgarráði og samgöngu- og skipulagsráði.

„Það kostulega er að með því að styðja túlkun skrifstofu borgarstjórnar og bregðast ekki við afleiðingum hennar eru Píratar, Vinstri Grænir, Samfylking og Viðreisn að færa Sjálfstæðisflokknum auka mann í borgarráð og annan í samgöngu- og skipulagsráð“ segir Sanna. „Ég held að kjósendum þessara flokka finnist það skrítin niðurstaða, að þeir séu að styðja aukið vægi Sjálfstæðisflokksins við stjórn borgarinnar.“

mbl.is

Innlent »

Hannesar háloftanna

Í gær, 22:51 Æfingin skapar meistarann, segir máltækið. Hefði Hannes Þór Halldórsson ekki æft sig af kappi hefði hann eflaust ekki varið vítið frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi um liðna helgi. Meira »

Fólk hugi að lausamunum

Í gær, 22:07 Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert í nótt og fram yfir hádegi á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 metrum á sekúndu en yfir 40 metrum á sekúndu á stöku stað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

Í gær, 21:57 Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hana langar bara að verða edrú

Í gær, 20:58 Björk Ólafsdóttir telur úrræðaleysi ríkja í málefnum geðsjúkra fíkla. Dóttir hennar, sem er með tvo geðsjúkdóma, hefur verið sprautufíkill í sjö ár og er hættuleg sjálfri sér og öðrum. Björk vill sjá alvöru úrræði fyrir þennan hóp sem hún telur yfirvöld frekar vilja fela. Meira »

Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Í gær, 20:45 Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu. Þeir misstu af tengiflugi sínu eftir að hafa farið á Rauða torgið til að taka nokkrar „sjálfur“ og fundu ekki annað flug. Meira »

„Þú býður ekki þessu fólki í heimsókn“

Í gær, 19:06 Andstæðingar hvalveiða mótmæla langreyðaveiðum Hvals hf., sem hófust á ný fyrir helgi. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins ræddi veiðarnar og gagnrýni á þær við mbl.is og segir m.a. fráleitt að hvalveiðar við Íslandsstrendur hafi áhrif neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Meira »

Munu ræða mál Hauks Hilmarssonar

Í gær, 18:11 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, á morgun, áður en ráðherrafundur fríverslunarsamtaka Evrópu hefst á Sauðárkróki. Meira »

„Það hrúgast inn uppsagnir“

Í gær, 17:53 „Það hrúgast inn uppsagnir. Það er gríðarleg óánægja náttúrulega,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við mbl.is. Telur Katrín að níu ljósmæður hafi sagt upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku. Meira »

Orð Vilhjálms fjarri sannleikanum

Í gær, 17:01 „Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í samtali við mbl.is. Hann segir Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness fara með rangt mál hvað það varðar. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ

Í gær, 16:31 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflogum þeirra á milli. Meira »

Varað við stormi, grjótflugi og sandfoki

Í gær, 15:32 Full ástæða er til að hafa varann á vegna vinds í nótt og framan af morgundeginum, einkum austanlands. Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra á sekúndu við Kvísker og á Breiðamerkursandi frá því um klukkan þrjú í nótt og til um klukkan átta, með tilheyrandi grjótflugi. Meira »

Forsetahjónin svekkt með vítið

Í gær, 13:58 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú héldu til Eistlands í opinbera heimsókn á fimmtudag og horfðu meðal annars á leik Íslands og Nígeríu ásamt þjóðhöfðingjum fimm annarra ríkja í borginni Tartu. Meira »

Sigldu til bjargar ferðamanni

Í gær, 13:45 Þrír menn komu erlendum ferðamanni sem rann ofan af klettum við Miðgjá á Arnarstapa til bjargar þar sem hann hélt dauðahaldi í klettana. Hann hafði þá verið nánast allur á kafi í köldum sjónum í nokkrar mínútur. Meira »

Dómarinn ætti að anda með nefinu

Í gær, 11:35 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að Benedikt Bogason hæstaréttardómari beri sýnilega „mjög kaldan hug“ til sín og að hann telji að dómarinn ætti að „anda pínulítið með nefinu“ og átta sig á því að hann geri sjálfum sér ekki greiða með málarekstri gegn sér. Meira »

Frá Aleppo til Akureyrar

Í gær, 11:15 Reem Almohammad kom til Íslands í janúar 2016 í hópi kvótaflóttamanna frá Sýrlandi sem boðið var að hefja nýtt líf á Akureyri. Þrátt fyrir velvild Íslendinga hefur Reem ekki eignast vini og finnst hún höfð útundan. Meira »

Ansi kröpp lægð á leiðinni

Í gær, 10:39 Hvassviðri eða stormur verður á öllu austanverðu landinu í nótt og fram eftir degi á morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa, en vindhraðinn verður 15-25 metrar á sekúndu og vindhviður geta orðið allt að 35 metrar á sekúndu. Meira »

Varað við hvassviðri eða stormi

Í gær, 08:43 Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á austanverðu landinu og hálendinu í nótt og fyrir hádegi á morgun. Getur vindhraði víða farið upp í 30 m/s. Gul viðvörun er í gildi. Meira »

Reyndi að bíta mann

Í gær, 08:06 Kona í annarlegu ástandi var handtekin á slysadeild Landspítalans seint í gærkvöldi fyrir að reyna að bíta mann.   Meira »

Um 30 fíkniefnamál á Secret Solstice

Í gær, 08:04 Í gærkvöldi og nótt hafði lögreglan afskipti af þrjátíu manns í Laugardalnum vegna vörslu fíkniefna en í dalnum fer nú fram tónlistarhátíðin Secret Solstice. Þá komu einnig upp nokkur líkamsárásarmál og mál tengd ölvunarástandi á hátíðinni samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Þakefnalagnir.
Allar þakefnalagnirlagnir. Viðhald og viðgerðir. Nýlagnir og endurnýjun. Vanta...