Einlæg hátíðargleði í miðborg Moskvu

Nokkrir Íslendingar komnir inn í innsta hring stórs hóps argentínskra …
Nokkrir Íslendingar komnir inn í innsta hring stórs hóps argentínskra stuðningsmanna síðdegis í gær. Stemningin í hópi Argentín umannanna var stórkostleg og gleðin einlæg mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gærdagurinn verður án efa ógleymanlegur þeim sem staddir voru í miðborg Moskvu. Rauða torgið var að vísu lokað og einhverjir urðu súrir vegna þess, en þeir hafa tækifæri til að skoða torgið bara næst. Í gær snerist allt í miðborg Moskvu um HM í fótbolta og allra þjóða kvikindi skemmtu sér í sátt og samlyndi.

Slæmt orð fer stundum af áhugamönnum um íþróttina og því miður með rentu, en í gær voru allir glaðir. Íslendingar voru hér og þar í litlum hópum, gangandi um torg og stræti eða inni á veitingahúsum að svala þorstanum í góða veðrinu.

Rauðir, gulir, grænir og bláir flokkar stuðningsmanna fjölmargra landsliða voru á svæðinu, sumir sungu og trölluðu eða kölluðu nafn þjóðarinnar, en einn hópur skar sig rækilega úr vegna mikillar og einlægrar gleði, stanslauss söngs og spilamennsku. Argentínumenn hreinlega tóku miðborgina yfir með ótrúlega skemmtilegri framkomu. Þeir fóru mörg hundruð saman, sungu mikið, hátt og lengi við undirspil lúðra og tromma.

Enginn hafði roð við Argentínumönnunum, enda reyndi enginn af neinni alvöru að fara út í slíka keppni. Það hefði ekkert þýtt. Margir tóku hins vegar þátt í gleðinni með þeim, meðal annars Íslendingar; ekki hvarflaði að neinum að bjóða upp á annað en bros og fallega kveðju, svolítinn samsöng eða faðmlag. Dásamlegt var að fylgjast með stemningunni.

„Velkominn! Syngjum saman í dag, en svo vinnum við ykkur á morgun!“ sagði einn hina argentínsku þar sem ég tróð mér með myndavélina í átt að hljóðfæraleikurunum í miðju mannhafinu. Ekki vildi ég skemma stemninguna með því að draga úr væntingum hans. Kinkaði bara kolli. Sjáum svo til.

Dagurinn sem nú er runninn upp verður mörgum ógleymanlegur, ekki síður en gærdagurinn. Íslenskir stuðningsmenn landsliðsins hér í Moskvu upplifa nokkuð í dag sem enginn þeirra hefur áður gert; Ísland spilar í lokakeppni heimsmeistaramóts. Og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvernig sem fer verður laugardagurinn 16. júní 2018 skráður með feitu letri í sögu Íslands héðan í frá.

Gleðilega hátíð og þjóðhátíð!

Birkir Örn Einarsson, 10 ára, með Argentínumönnum.
Birkir Örn Einarsson, 10 ára, með Argentínumönnum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Messi-as var með í för þar sem Argentínumennirnir fóru syngjandi …
Messi-as var með í för þar sem Argentínumennirnir fóru syngjandi og dansandi um miðborg Moskvu í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Diego Armando Maradona gleymist aldrei í Argentínu.
Diego Armando Maradona gleymist aldrei í Argentínu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Feðgarnir Gylfi Viðar Guðmundsson og Ingi Gunnar Gylfason með stuðningsmanni …
Feðgarnir Gylfi Viðar Guðmundsson og Ingi Gunnar Gylfason með stuðningsmanni Kólumbíu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Þessi var klæddur rússnesku fánalitunum í miðborg Moskvu í gær!
Þessi var klæddur rússnesku fánalitunum í miðborg Moskvu í gær! mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Rauða torgið var lokað í gær og kom mörgum á …
Rauða torgið var lokað í gær og kom mörgum á óvart. Torgið verður ekki opnað almenningi á ný fyrr en 20. júní. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hjónin Marina Zolotariova og Evgeny Golitsyn, lengst til hægri, eru …
Hjónin Marina Zolotariova og Evgeny Golitsyn, lengst til hægri, eru frá Rússlandi en búsett á Íslandi. Þau eru í Moskvu vegna HM og styðja Ísland heilshugar. Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbll.is/Skapti Hallgrímsson
Argentínski stuðningsmannahópurinn fór á kostum í Moskvu í gær.
Argentínski stuðningsmannahópurinn fór á kostum í Moskvu í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Árni Gunnarsson, Árni Þór Árnason, Jóhann Rúnarsson og Rúnar Gunnarsson.
Árni Gunnarsson, Árni Þór Árnason, Jóhann Rúnarsson og Rúnar Gunnarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert