Gestaþraut að semja fyrir sjónvarp

Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn ...
Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn og Sóley. Skapti Hallgrímsson

Tónlist Atla Örvarssonar verður í fjórum þáttaröðum í bandarísku sjónvarpi næsta vetur og hún hljómar í fjölda nýlegra kvikmynda. Atli hefur mikið að gera og umfang vinnu hans í raun orðið mun meira en hann ráðgerði; honum gekk mjög vel sem kvikmyndatónskáldi í Los Angeles en renndi nokkuð blint í sjóinn þegar fjölskyldan ákvað að flytja til Akureyrar fyrir þremur árum; Atli hélt að síminn myndi jafnvel ekki hringja framar, eins og hann tekur til orða! Nú er hann hins vegar með fjölda fólks í vinnu vestur í Bandaríkjunum.


Atli er giftur bandarískri konu, Önnu Örvarsson og eiga þau tvö börn, Óðin og Sóleyju.
Atli kom, sá og sigraði á árlegri uppskeruhátíð BMI, höfundarréttarsamtaka fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni í Los Angeles nýverið. Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum, Atla hafa áskotnast verðlaun áður á þessum vettvangi en hlaut fern að þessu sinni, fleiri en áður og var sá eini sem hrósaði slíkum árangri.


Tónlist Atla er í öllum þremur Chicago-þáttaröðunum, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendum þekkja vel; Fire, Med og PD og hlaut hann verðlaun fyrir þær allar. Fjórðu verðlaunin voru fyrir tónlist í kvikmyndinni The Hitmans Bodyguard, þar sem Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson fara með aðalhlutverkin.

Atli segir vissulega hafa verið gaman að taka við fernum verðlaunum „en aðalviðurkenningin finnst mér þó að vera í þessum hópi sem þarna kemur saman. Það eru ákveðin verðlaun þegar sjö milljónir manna horfa í hverri viku á þátt sem maður hefur gert, en svo er þetta einhvers konar árshátíð og bæði mjög gaman og þýðingarmikið að hitta kollegana,“ segir hann í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Það bar til tíðinda á hátíðinni að þessu sinni að heiðursverðlaun BMI voru öðru sinni veitt gömlu kempunni John Williams, og nafni þeirra breytt; eru nú kennd við hann; John Williams tók fyrstur á móti John Williams verðlaununum, fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndatónlistar. „John er lifandi goðsögn og alveg á sér stalli af amerískum kvikmyndatónskáldum. Fyrir mér eru hann og [Ítalinn] Ennio Morricone í sérflokki.“

Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í ...
Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í Los Angeles fyrir skemmstu. Lester CohenTónlist Atla hefur hljómað í Chicago þáttunum í nokkur ár. „Þetta er helvíti harður bransi, þættir koma gjarnan og fara en Chicago þættirnir hafa náð að festa sig í sessi. Við vorum að klára sjötta árið af Fire og það fimmta af PD og nú er búið að tilkynna að allir Chicago þættirnir verði áfram á dagskrá næsta vetur. „Þeir eru á NBC og næsta vetur verð ég líka með tónlist í nýrri þáttaröð, FBI, sem verður á CBS stöðinni. Ég verð því með tónlist í fjórum seríum næsta vetur,“ segir Atli. „Þetta er reyndar of mikið til að einn maður komist yfir það, þannig að ég er með teymi í vinnu úti sem hjálpar mér að gera þetta.“
Atli semur grunninn og leggur línurnar, starfsmenn hans útfæra og klára verkið. „Það má segja að ég búi til stefnu og sjái um gæðastjórnun. Þetta er öðruvísi staða en ég ímyndaði mér nokkurn tíma að ég yrði í; ég ætlaði mér að vera með litla operasjón og einbeita mér að færri verkefnum en ég passa mig bara á að vera með nóg af fólki í vinnu svo ég geti sinnt öðru líka.“

150 þættir af Chicago Fire

Hann segir það ákveðna gestaþraut að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp. „Þú þarft að leysa það verkefni að finna út dramað og tóninn sem passar við; það er aðalmálið, svo er að ákveða hljóðfæraskipan og semja stefin.

Þegar maður semur tónlist í bíómynd er búið að leysa þrautina þegar myndin er tilbúin og maður snýr sér að næstu mynd. En þegar um er að ræða sjónvarpsþáttaröð þá leysir maður þrautina og heldur svo áfram að leysa hana; ég held ég sé kominn með næstum því 150 þætti af Chicago Fire. Munurinn er ekki svo mikill á milli þátta en það þarf samt að klæðskerasauma tónlistina í hvern og einn. Það er nánast engin endurnýting,“ segir Atli en bætir við að þegar þættirnir séu orðnir svona margir sé vitaskuld unnið eftir ákveðinni formúlu. „Það er list að búa til kvikmyndatónlist en þegar þættirnir eru orðnir svona margir má segja að þetta sé frekar orðið úrvinnsla. Það fyndna er að stundum þegar mér fer að leiðast prófa ég eitthvað nýtt og þá er strax hringt frá framleiðendunum.“

Spurt er: Hvað er þetta?
„Þá er maður farinn út fyrir rammann! Það er búið að ákveða hann og maður verður að mestu leyti að halda sig innan rammans. Þess vegna er gott, þegar maður er löngu búinn að leysa þrautina, að passa sig á því að hafa nóg af fólki til að sjá um vikulegu úrvinnsluna, svo ég geti unnið við að gera nýjar kvikmyndir. Annars koðnar maður niður og hættir að nenna þessu.“


Honum finnst gott að sinna fjölbreyttum verkefnum. „Nú er ég að gera sálfræðitrylli og nýbúinn að gera barnamyndina Lóa. Ég er kamelljón í tónlist og er glaður með það; finnst mjög gaman að prófa að gera eitthvað nýtt, æða úr einu í annað því þannig heldur maður metnaðinum og kraftinum gagnandi. Á milli geri ég svo mína eigin tónlist; eitthvað persónulegt, tónlist tónlistarinnar vegna, en sem kvikmyndatónskáld finnst mér mjög gaman að fara um víðan völl.“


Og Atli hefur sem sagt yfrið nóg að gera. „Það er brjálað að gera, já,“ segir hann. „Ég var svolítið smeykur við að flytja til Íslands upp á verkefnastöðuna, en þær áhyggjur reyndust óþarfar. Það hefur aldrei verið meira að gera en núna. Mörg verkefni í gangi úti, þar sem áhuginn hefur vaxið, og þau íslensku er hrein viðbót.“ Atli segir að sig hafi einmitt lengi langað að vinna að verkefnum á Íslandi og því sé ánægjulegt að sú sé orðin raunin og það í töluverðum mæli. Hann gerði tónlist við Hrúta, þá frábæru kvikmynd Gríms Hákonarsonar, við sjónvarpsþættina Hraunið, kvikmyndirnar Fyrir framan annað fólk og Blóðberg, að ógleymdri barnamyndinni Lóa sem nýlega var frumsýnd. Senn hefst svo vinna við tónlist í næstu kvikmynd Gríms sem heitir Héraðið.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

Í gær, 16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

Í gær, 16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

Í gær, 16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

Í gær, 15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

Í gær, 15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

Í gær, 15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

Í gær, 14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

Í gær, 13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

Í gær, 13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...