Gestaþraut að semja fyrir sjónvarp

Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn ...
Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn og Sóley. Skapti Hallgrímsson

Tónlist Atla Örvarssonar verður í fjórum þáttaröðum í bandarísku sjónvarpi næsta vetur og hún hljómar í fjölda nýlegra kvikmynda. Atli hefur mikið að gera og umfang vinnu hans í raun orðið mun meira en hann ráðgerði; honum gekk mjög vel sem kvikmyndatónskáldi í Los Angeles en renndi nokkuð blint í sjóinn þegar fjölskyldan ákvað að flytja til Akureyrar fyrir þremur árum; Atli hélt að síminn myndi jafnvel ekki hringja framar, eins og hann tekur til orða! Nú er hann hins vegar með fjölda fólks í vinnu vestur í Bandaríkjunum.


Atli er giftur bandarískri konu, Önnu Örvarsson og eiga þau tvö börn, Óðin og Sóleyju.
Atli kom, sá og sigraði á árlegri uppskeruhátíð BMI, höfundarréttarsamtaka fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni í Los Angeles nýverið. Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum, Atla hafa áskotnast verðlaun áður á þessum vettvangi en hlaut fern að þessu sinni, fleiri en áður og var sá eini sem hrósaði slíkum árangri.


Tónlist Atla er í öllum þremur Chicago-þáttaröðunum, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendum þekkja vel; Fire, Med og PD og hlaut hann verðlaun fyrir þær allar. Fjórðu verðlaunin voru fyrir tónlist í kvikmyndinni The Hitmans Bodyguard, þar sem Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson fara með aðalhlutverkin.

Atli segir vissulega hafa verið gaman að taka við fernum verðlaunum „en aðalviðurkenningin finnst mér þó að vera í þessum hópi sem þarna kemur saman. Það eru ákveðin verðlaun þegar sjö milljónir manna horfa í hverri viku á þátt sem maður hefur gert, en svo er þetta einhvers konar árshátíð og bæði mjög gaman og þýðingarmikið að hitta kollegana,“ segir hann í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Það bar til tíðinda á hátíðinni að þessu sinni að heiðursverðlaun BMI voru öðru sinni veitt gömlu kempunni John Williams, og nafni þeirra breytt; eru nú kennd við hann; John Williams tók fyrstur á móti John Williams verðlaununum, fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndatónlistar. „John er lifandi goðsögn og alveg á sér stalli af amerískum kvikmyndatónskáldum. Fyrir mér eru hann og [Ítalinn] Ennio Morricone í sérflokki.“

Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í ...
Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í Los Angeles fyrir skemmstu. Lester CohenTónlist Atla hefur hljómað í Chicago þáttunum í nokkur ár. „Þetta er helvíti harður bransi, þættir koma gjarnan og fara en Chicago þættirnir hafa náð að festa sig í sessi. Við vorum að klára sjötta árið af Fire og það fimmta af PD og nú er búið að tilkynna að allir Chicago þættirnir verði áfram á dagskrá næsta vetur. „Þeir eru á NBC og næsta vetur verð ég líka með tónlist í nýrri þáttaröð, FBI, sem verður á CBS stöðinni. Ég verð því með tónlist í fjórum seríum næsta vetur,“ segir Atli. „Þetta er reyndar of mikið til að einn maður komist yfir það, þannig að ég er með teymi í vinnu úti sem hjálpar mér að gera þetta.“
Atli semur grunninn og leggur línurnar, starfsmenn hans útfæra og klára verkið. „Það má segja að ég búi til stefnu og sjái um gæðastjórnun. Þetta er öðruvísi staða en ég ímyndaði mér nokkurn tíma að ég yrði í; ég ætlaði mér að vera með litla operasjón og einbeita mér að færri verkefnum en ég passa mig bara á að vera með nóg af fólki í vinnu svo ég geti sinnt öðru líka.“

150 þættir af Chicago Fire

Hann segir það ákveðna gestaþraut að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp. „Þú þarft að leysa það verkefni að finna út dramað og tóninn sem passar við; það er aðalmálið, svo er að ákveða hljóðfæraskipan og semja stefin.

Þegar maður semur tónlist í bíómynd er búið að leysa þrautina þegar myndin er tilbúin og maður snýr sér að næstu mynd. En þegar um er að ræða sjónvarpsþáttaröð þá leysir maður þrautina og heldur svo áfram að leysa hana; ég held ég sé kominn með næstum því 150 þætti af Chicago Fire. Munurinn er ekki svo mikill á milli þátta en það þarf samt að klæðskerasauma tónlistina í hvern og einn. Það er nánast engin endurnýting,“ segir Atli en bætir við að þegar þættirnir séu orðnir svona margir sé vitaskuld unnið eftir ákveðinni formúlu. „Það er list að búa til kvikmyndatónlist en þegar þættirnir eru orðnir svona margir má segja að þetta sé frekar orðið úrvinnsla. Það fyndna er að stundum þegar mér fer að leiðast prófa ég eitthvað nýtt og þá er strax hringt frá framleiðendunum.“

Spurt er: Hvað er þetta?
„Þá er maður farinn út fyrir rammann! Það er búið að ákveða hann og maður verður að mestu leyti að halda sig innan rammans. Þess vegna er gott, þegar maður er löngu búinn að leysa þrautina, að passa sig á því að hafa nóg af fólki til að sjá um vikulegu úrvinnsluna, svo ég geti unnið við að gera nýjar kvikmyndir. Annars koðnar maður niður og hættir að nenna þessu.“


Honum finnst gott að sinna fjölbreyttum verkefnum. „Nú er ég að gera sálfræðitrylli og nýbúinn að gera barnamyndina Lóa. Ég er kamelljón í tónlist og er glaður með það; finnst mjög gaman að prófa að gera eitthvað nýtt, æða úr einu í annað því þannig heldur maður metnaðinum og kraftinum gagnandi. Á milli geri ég svo mína eigin tónlist; eitthvað persónulegt, tónlist tónlistarinnar vegna, en sem kvikmyndatónskáld finnst mér mjög gaman að fara um víðan völl.“


Og Atli hefur sem sagt yfrið nóg að gera. „Það er brjálað að gera, já,“ segir hann. „Ég var svolítið smeykur við að flytja til Íslands upp á verkefnastöðuna, en þær áhyggjur reyndust óþarfar. Það hefur aldrei verið meira að gera en núna. Mörg verkefni í gangi úti, þar sem áhuginn hefur vaxið, og þau íslensku er hrein viðbót.“ Atli segir að sig hafi einmitt lengi langað að vinna að verkefnum á Íslandi og því sé ánægjulegt að sú sé orðin raunin og það í töluverðum mæli. Hann gerði tónlist við Hrúta, þá frábæru kvikmynd Gríms Hákonarsonar, við sjónvarpsþættina Hraunið, kvikmyndirnar Fyrir framan annað fólk og Blóðberg, að ógleymdri barnamyndinni Lóa sem nýlega var frumsýnd. Senn hefst svo vinna við tónlist í næstu kvikmynd Gríms sem heitir Héraðið.

Innlent »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

Í gær, 21:30 Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

Stoppuð upp á Hlemmi?

Í gær, 21:30 Komin á níræðisaldur stendur Fjóla Magnúsdóttir vaktina daglega í Antikhúsinu við Skólavörðustíg og býr sig nú undir að flytja aftur í Þverholtið, þar sem hún opnaði búðina fyrst árið 1988. Hún segir áhuga á antík minni en áður var en engin ástæða sé þó til að örvænta. Meira »

Salerni karla og kvenna skuli aðgreind

Í gær, 21:20 Áform mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um að koma upp ókyngreindum salernum fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borgarinnar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Meira »

Hæstánægð með Landsmótið

Í gær, 20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

Í gær, 19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »