Gestaþraut að semja fyrir sjónvarp

Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn ...
Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn og Sóley. Skapti Hallgrímsson

Tónlist Atla Örvarssonar verður í fjórum þáttaröðum í bandarísku sjónvarpi næsta vetur og hún hljómar í fjölda nýlegra kvikmynda. Atli hefur mikið að gera og umfang vinnu hans í raun orðið mun meira en hann ráðgerði; honum gekk mjög vel sem kvikmyndatónskáldi í Los Angeles en renndi nokkuð blint í sjóinn þegar fjölskyldan ákvað að flytja til Akureyrar fyrir þremur árum; Atli hélt að síminn myndi jafnvel ekki hringja framar, eins og hann tekur til orða! Nú er hann hins vegar með fjölda fólks í vinnu vestur í Bandaríkjunum.


Atli er giftur bandarískri konu, Önnu Örvarsson og eiga þau tvö börn, Óðin og Sóleyju.
Atli kom, sá og sigraði á árlegri uppskeruhátíð BMI, höfundarréttarsamtaka fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni í Los Angeles nýverið. Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum, Atla hafa áskotnast verðlaun áður á þessum vettvangi en hlaut fern að þessu sinni, fleiri en áður og var sá eini sem hrósaði slíkum árangri.


Tónlist Atla er í öllum þremur Chicago-þáttaröðunum, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendum þekkja vel; Fire, Med og PD og hlaut hann verðlaun fyrir þær allar. Fjórðu verðlaunin voru fyrir tónlist í kvikmyndinni The Hitmans Bodyguard, þar sem Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson fara með aðalhlutverkin.

Atli segir vissulega hafa verið gaman að taka við fernum verðlaunum „en aðalviðurkenningin finnst mér þó að vera í þessum hópi sem þarna kemur saman. Það eru ákveðin verðlaun þegar sjö milljónir manna horfa í hverri viku á þátt sem maður hefur gert, en svo er þetta einhvers konar árshátíð og bæði mjög gaman og þýðingarmikið að hitta kollegana,“ segir hann í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Það bar til tíðinda á hátíðinni að þessu sinni að heiðursverðlaun BMI voru öðru sinni veitt gömlu kempunni John Williams, og nafni þeirra breytt; eru nú kennd við hann; John Williams tók fyrstur á móti John Williams verðlaununum, fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndatónlistar. „John er lifandi goðsögn og alveg á sér stalli af amerískum kvikmyndatónskáldum. Fyrir mér eru hann og [Ítalinn] Ennio Morricone í sérflokki.“

Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í ...
Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í Los Angeles fyrir skemmstu. Lester CohenTónlist Atla hefur hljómað í Chicago þáttunum í nokkur ár. „Þetta er helvíti harður bransi, þættir koma gjarnan og fara en Chicago þættirnir hafa náð að festa sig í sessi. Við vorum að klára sjötta árið af Fire og það fimmta af PD og nú er búið að tilkynna að allir Chicago þættirnir verði áfram á dagskrá næsta vetur. „Þeir eru á NBC og næsta vetur verð ég líka með tónlist í nýrri þáttaröð, FBI, sem verður á CBS stöðinni. Ég verð því með tónlist í fjórum seríum næsta vetur,“ segir Atli. „Þetta er reyndar of mikið til að einn maður komist yfir það, þannig að ég er með teymi í vinnu úti sem hjálpar mér að gera þetta.“
Atli semur grunninn og leggur línurnar, starfsmenn hans útfæra og klára verkið. „Það má segja að ég búi til stefnu og sjái um gæðastjórnun. Þetta er öðruvísi staða en ég ímyndaði mér nokkurn tíma að ég yrði í; ég ætlaði mér að vera með litla operasjón og einbeita mér að færri verkefnum en ég passa mig bara á að vera með nóg af fólki í vinnu svo ég geti sinnt öðru líka.“

150 þættir af Chicago Fire

Hann segir það ákveðna gestaþraut að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp. „Þú þarft að leysa það verkefni að finna út dramað og tóninn sem passar við; það er aðalmálið, svo er að ákveða hljóðfæraskipan og semja stefin.

Þegar maður semur tónlist í bíómynd er búið að leysa þrautina þegar myndin er tilbúin og maður snýr sér að næstu mynd. En þegar um er að ræða sjónvarpsþáttaröð þá leysir maður þrautina og heldur svo áfram að leysa hana; ég held ég sé kominn með næstum því 150 þætti af Chicago Fire. Munurinn er ekki svo mikill á milli þátta en það þarf samt að klæðskerasauma tónlistina í hvern og einn. Það er nánast engin endurnýting,“ segir Atli en bætir við að þegar þættirnir séu orðnir svona margir sé vitaskuld unnið eftir ákveðinni formúlu. „Það er list að búa til kvikmyndatónlist en þegar þættirnir eru orðnir svona margir má segja að þetta sé frekar orðið úrvinnsla. Það fyndna er að stundum þegar mér fer að leiðast prófa ég eitthvað nýtt og þá er strax hringt frá framleiðendunum.“

Spurt er: Hvað er þetta?
„Þá er maður farinn út fyrir rammann! Það er búið að ákveða hann og maður verður að mestu leyti að halda sig innan rammans. Þess vegna er gott, þegar maður er löngu búinn að leysa þrautina, að passa sig á því að hafa nóg af fólki til að sjá um vikulegu úrvinnsluna, svo ég geti unnið við að gera nýjar kvikmyndir. Annars koðnar maður niður og hættir að nenna þessu.“


Honum finnst gott að sinna fjölbreyttum verkefnum. „Nú er ég að gera sálfræðitrylli og nýbúinn að gera barnamyndina Lóa. Ég er kamelljón í tónlist og er glaður með það; finnst mjög gaman að prófa að gera eitthvað nýtt, æða úr einu í annað því þannig heldur maður metnaðinum og kraftinum gagnandi. Á milli geri ég svo mína eigin tónlist; eitthvað persónulegt, tónlist tónlistarinnar vegna, en sem kvikmyndatónskáld finnst mér mjög gaman að fara um víðan völl.“


Og Atli hefur sem sagt yfrið nóg að gera. „Það er brjálað að gera, já,“ segir hann. „Ég var svolítið smeykur við að flytja til Íslands upp á verkefnastöðuna, en þær áhyggjur reyndust óþarfar. Það hefur aldrei verið meira að gera en núna. Mörg verkefni í gangi úti, þar sem áhuginn hefur vaxið, og þau íslensku er hrein viðbót.“ Atli segir að sig hafi einmitt lengi langað að vinna að verkefnum á Íslandi og því sé ánægjulegt að sú sé orðin raunin og það í töluverðum mæli. Hann gerði tónlist við Hrúta, þá frábæru kvikmynd Gríms Hákonarsonar, við sjónvarpsþættina Hraunið, kvikmyndirnar Fyrir framan annað fólk og Blóðberg, að ógleymdri barnamyndinni Lóa sem nýlega var frumsýnd. Senn hefst svo vinna við tónlist í næstu kvikmynd Gríms sem heitir Héraðið.

Innlent »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum hærri en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfunri á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »

„Við gerum þetta af ástríðu“

18:36 Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Meira »

Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

18:03 Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

17:56 Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Einn slasaðist í hörðum árekstri

17:44 Einn slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um fimmleytið í dag.  Meira »

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

17:24 Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Meira »

Reglugerð endurskoðuð til að jafna rétt barna

16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

16:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »

Sakar Ríkisútvarpið um lögbrot

16:35 „Stundum er leikurinn ójafn að óþörfu. Við höfum séð ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir hasla sér völl á nýjum sviðum í samkeppni við einkaaðila,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Kannabisræktun stöðvuð fyrir austan

16:31 Lögreglan á Austurlandi, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, stöðvaði kannabisræktun á Breiðdalsvík og í Fellabæ í dag. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...