Gestaþraut að semja fyrir sjónvarp

Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn ...
Hjónin Atli Örvarsson og Anna Örvarsson og börn þeirra, Óðinn og Sóley. Skapti Hallgrímsson

Tónlist Atla Örvarssonar verður í fjórum þáttaröðum í bandarísku sjónvarpi næsta vetur og hún hljómar í fjölda nýlegra kvikmynda. Atli hefur mikið að gera og umfang vinnu hans í raun orðið mun meira en hann ráðgerði; honum gekk mjög vel sem kvikmyndatónskáldi í Los Angeles en renndi nokkuð blint í sjóinn þegar fjölskyldan ákvað að flytja til Akureyrar fyrir þremur árum; Atli hélt að síminn myndi jafnvel ekki hringja framar, eins og hann tekur til orða! Nú er hann hins vegar með fjölda fólks í vinnu vestur í Bandaríkjunum.


Atli er giftur bandarískri konu, Önnu Örvarsson og eiga þau tvö börn, Óðin og Sóleyju.
Atli kom, sá og sigraði á árlegri uppskeruhátíð BMI, höfundarréttarsamtaka fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni í Los Angeles nýverið. Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum, Atla hafa áskotnast verðlaun áður á þessum vettvangi en hlaut fern að þessu sinni, fleiri en áður og var sá eini sem hrósaði slíkum árangri.


Tónlist Atla er í öllum þremur Chicago-þáttaröðunum, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendum þekkja vel; Fire, Med og PD og hlaut hann verðlaun fyrir þær allar. Fjórðu verðlaunin voru fyrir tónlist í kvikmyndinni The Hitmans Bodyguard, þar sem Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson fara með aðalhlutverkin.

Atli segir vissulega hafa verið gaman að taka við fernum verðlaunum „en aðalviðurkenningin finnst mér þó að vera í þessum hópi sem þarna kemur saman. Það eru ákveðin verðlaun þegar sjö milljónir manna horfa í hverri viku á þátt sem maður hefur gert, en svo er þetta einhvers konar árshátíð og bæði mjög gaman og þýðingarmikið að hitta kollegana,“ segir hann í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Það bar til tíðinda á hátíðinni að þessu sinni að heiðursverðlaun BMI voru öðru sinni veitt gömlu kempunni John Williams, og nafni þeirra breytt; eru nú kennd við hann; John Williams tók fyrstur á móti John Williams verðlaununum, fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndatónlistar. „John er lifandi goðsögn og alveg á sér stalli af amerískum kvikmyndatónskáldum. Fyrir mér eru hann og [Ítalinn] Ennio Morricone í sérflokki.“

Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í ...
Atli Örvarsson hlaut fern verðlaun á árlegri uppskeruhátíð höfundarréttarsamtaka í Los Angeles fyrir skemmstu. Lester CohenTónlist Atla hefur hljómað í Chicago þáttunum í nokkur ár. „Þetta er helvíti harður bransi, þættir koma gjarnan og fara en Chicago þættirnir hafa náð að festa sig í sessi. Við vorum að klára sjötta árið af Fire og það fimmta af PD og nú er búið að tilkynna að allir Chicago þættirnir verði áfram á dagskrá næsta vetur. „Þeir eru á NBC og næsta vetur verð ég líka með tónlist í nýrri þáttaröð, FBI, sem verður á CBS stöðinni. Ég verð því með tónlist í fjórum seríum næsta vetur,“ segir Atli. „Þetta er reyndar of mikið til að einn maður komist yfir það, þannig að ég er með teymi í vinnu úti sem hjálpar mér að gera þetta.“
Atli semur grunninn og leggur línurnar, starfsmenn hans útfæra og klára verkið. „Það má segja að ég búi til stefnu og sjái um gæðastjórnun. Þetta er öðruvísi staða en ég ímyndaði mér nokkurn tíma að ég yrði í; ég ætlaði mér að vera með litla operasjón og einbeita mér að færri verkefnum en ég passa mig bara á að vera með nóg af fólki í vinnu svo ég geti sinnt öðru líka.“

150 þættir af Chicago Fire

Hann segir það ákveðna gestaþraut að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp. „Þú þarft að leysa það verkefni að finna út dramað og tóninn sem passar við; það er aðalmálið, svo er að ákveða hljóðfæraskipan og semja stefin.

Þegar maður semur tónlist í bíómynd er búið að leysa þrautina þegar myndin er tilbúin og maður snýr sér að næstu mynd. En þegar um er að ræða sjónvarpsþáttaröð þá leysir maður þrautina og heldur svo áfram að leysa hana; ég held ég sé kominn með næstum því 150 þætti af Chicago Fire. Munurinn er ekki svo mikill á milli þátta en það þarf samt að klæðskerasauma tónlistina í hvern og einn. Það er nánast engin endurnýting,“ segir Atli en bætir við að þegar þættirnir séu orðnir svona margir sé vitaskuld unnið eftir ákveðinni formúlu. „Það er list að búa til kvikmyndatónlist en þegar þættirnir eru orðnir svona margir má segja að þetta sé frekar orðið úrvinnsla. Það fyndna er að stundum þegar mér fer að leiðast prófa ég eitthvað nýtt og þá er strax hringt frá framleiðendunum.“

Spurt er: Hvað er þetta?
„Þá er maður farinn út fyrir rammann! Það er búið að ákveða hann og maður verður að mestu leyti að halda sig innan rammans. Þess vegna er gott, þegar maður er löngu búinn að leysa þrautina, að passa sig á því að hafa nóg af fólki til að sjá um vikulegu úrvinnsluna, svo ég geti unnið við að gera nýjar kvikmyndir. Annars koðnar maður niður og hættir að nenna þessu.“


Honum finnst gott að sinna fjölbreyttum verkefnum. „Nú er ég að gera sálfræðitrylli og nýbúinn að gera barnamyndina Lóa. Ég er kamelljón í tónlist og er glaður með það; finnst mjög gaman að prófa að gera eitthvað nýtt, æða úr einu í annað því þannig heldur maður metnaðinum og kraftinum gagnandi. Á milli geri ég svo mína eigin tónlist; eitthvað persónulegt, tónlist tónlistarinnar vegna, en sem kvikmyndatónskáld finnst mér mjög gaman að fara um víðan völl.“


Og Atli hefur sem sagt yfrið nóg að gera. „Það er brjálað að gera, já,“ segir hann. „Ég var svolítið smeykur við að flytja til Íslands upp á verkefnastöðuna, en þær áhyggjur reyndust óþarfar. Það hefur aldrei verið meira að gera en núna. Mörg verkefni í gangi úti, þar sem áhuginn hefur vaxið, og þau íslensku er hrein viðbót.“ Atli segir að sig hafi einmitt lengi langað að vinna að verkefnum á Íslandi og því sé ánægjulegt að sú sé orðin raunin og það í töluverðum mæli. Hann gerði tónlist við Hrúta, þá frábæru kvikmynd Gríms Hákonarsonar, við sjónvarpsþættina Hraunið, kvikmyndirnar Fyrir framan annað fólk og Blóðberg, að ógleymdri barnamyndinni Lóa sem nýlega var frumsýnd. Senn hefst svo vinna við tónlist í næstu kvikmynd Gríms sem heitir Héraðið.

Innlent »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...