Ákveða sig á morgun

Ljósmæður hafa verið lengi í kjaraviðræðum við ríkið.
Ljósmæður hafa verið lengi í kjaraviðræðum við ríkið. mbl.is/Árni Sæberg

Lokaákvörðun verður tekin á morgun um það hvort verkfallsaðgerðir verði boðaðar af hálfu ljósmæðra vegna kjaradeilu þeirra við íslenska ríkið. Í þessu sambandi hefur einnig verið rætt að ljósmæður lýsi yfir yfirvinnubanni.

Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ekki hefur verið fundað frá því ljósmæður höfnuðu nýjum samningi með yfirgnæfandi meirihluta 8. júní sl. „Ég vona heitt og innilega að þeir átti sig á stöðunni, taki málin föstum tökum. Það er ekki hægt að salta okkur fram á haust,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Morgunblaðið.

Uppsagnir níu ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí nk., en Landspítalinn mun í þessari viku kynna áætlun sína um aðgerðir vegna uppsagnanna. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag vegna kjarabaráttu ljósmæðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert