Gott veður fyrir leik Íslands á móti Nígeríu

Landsliðið á æfingu á Volgograd Arena í dag. Á morgun ...
Landsliðið á æfingu á Volgograd Arena í dag. Á morgun spila strákarnir við Nígeríu og verður leikurinn sýndur víða á risaskjáum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búist er víð fínu veðri víðast hvar á landinu um klukkan þrjú á morgun þegar strákarnir í íslenska landsliðinu hefja leik á móti Nígeríu á HM í Rússlandi. Leikurinn verður sýndur á skjáum undir berum himni á ýmsum stöðum á landinu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segist ekki eiga von á rigningu eins og á laugardag þegar Ísland spilaði á móti Argentínu. Hann reiknar með því að það haldist þurrt víða á landinu en það „gæti verið einhver súldarvottur á vestanverðu landinu“.

Í Reykjavík og nágrenni verður líklegast skýjað en það ætti að haldast þurrt. Hitinn verður um 10 gráður en ekki er víst hvort að sólin láti sjá sig eða ekki.

„Besta veðrið er á Austurlandi. Það verður léttskýjað á austanverðu landinu og hlýtt. Yfir 20 stiga hiti á Egilsstöðum,“ segir Björn Sævar.

Á Akureyri verður um 14 gráðu hiti en vindur gæti náð 7 metrum á sekúndu með hviðum. Á Vesturlandi verður suðvestlæg átt og skýjað en lítil úrkoma. Á Suðurlandi verður skýjað en ætti að haldast þurrt og búist er við 10 stiga hita.

Risaskjáir víða um land

Leikur Íslands á morgun verður sýndur á risaskjáum víða um land eins og leikur Íslands á móti Argentínu.

Í Reykjavík verður hann sýndur, eins og allir leikir Íslands á mótinu, á HM-torgi í Hljómskálagarðinum þar sem boðið verður upp á veitingar og aðstöðu fyrir unga sem aldna. Leikurinn verður sömuleiðis sýndur á Ingólfstorgi, við Vesturbæjarlaug og á markaðnum Box í Skeifunni. Þá hefur Bryggjan brugghús sett upp risaskjá fyrir utan staðinn og verður leikurinn bæði sýndur þar og inni á staðnum.

Í Garðabæ verður leikurinn sýndur á risaskjá á Garðatorgi og hægt verður að kaupa veitingar á svæðinu. Á Thorsplani í Hafnarfirði verður leikurinn einnig sýndur á risaskjá og verður veitingasala á svæðinu.

Góð mæting var á Thorsplan í Hafnarfirði síðasta laugardag þrátt ...
Góð mæting var á Thorsplan í Hafnarfirði síðasta laugardag þrátt fyrir rigningu. Ljósmynd/Aðsend

Áfram verður sýnt frá leikjum Íslands á risaskjá í Reykjanesbæ. Í skrúðgarðinum fyrir framan Ráðhús Reykjanesbæjar verður sýnt frá leiknum og hægt verður að kaupa kjötsúpu, chili-rétt og góða drykki þar.

Í Vestmannaeyjum verður leikurinn sýndur á Stakkagerðistúni á 17 fermetra risaskjá líkt og leikur Íslands á móti Argentínu.

Á Akureyri verður áfram hægt að sjá leikinn á risaskjá í Listagili. Þá verður komið fyrir skjá í sundlaug Akureyrar og hægt verður að horfa á leikinn úr heitum potti.

mbl.is

Innlent »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

14:42 Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »

Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu

14:34 Félag atvinnurekenda (FA) krefst þess að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins um rafrettur verði felld úr gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða framleiðendur og innflytjendur rafrettna að tilkynna Neytendastofu um allar vörur sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

14:24 Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

13:04 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Fréttir oftast sóttar á fréttavefi

11:41 Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem var framkvæmd 3. til 10. ágúst. Meira »