53% líkur á að Ísland komist áfram

mbl.is/Eggert

53% líkur eru á að íslenska landslið komist upp úr riðlinum á HM. Þetta er niðurstaða HM-hermis mbl.is, en hann byggist á 100.000.000 hermunum á úrslitum þeirra þriggja leikja sem eftir eru í riðli Íslands, Nígería-Ísland, Ísland-Króatía og Argentína-Nígería. Notast var við stuðla veðmálafyrirtækja til að meta líkurnar á mögulegum útkomum, eins og lesa má um nánar neðar í fréttinni.

Eftir óvæntan sigur Króata á slöku liði Argentínu í gær er D-riðill Heimsmeistaramótsins galopinn. Króatar eru einir á toppnum með sex stig, Íslendingar og Argentínumenn hafa eitt stig og Nígeríumenn reka lestina stigalausir enda aðeins spilað einn leik og tapað. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í 16-liða úrslit og hafa Króatar þegar tryggt sér farseðilinn þangað. Spurningin er bara hvort þeir lenda í fyrsta eða öðru sæti og hvaða lið það verður sem fylgir þeim upp: Argentínumenn, Nígeríumenn eða strákarnir okkar.

Möguleikar Íslands (53,1%)

Íslendingar eru líklegastir þjóðanna þriggja til að fylgja Króötum upp. Samkvæmt HM-herminum eru 14,3% líkur á að Íslendingar vinni riðilinn sinn. Til þess kemur ekkert annað til greina en að strákarnir vinni báða leikina sem eftir eru, gegn Nígeríu í dag og Króötum á þriðjudag. Það væri auðvitað ákjósanlegast, en þá mætum við liðinu úr öðru sæti C-riðils í 16-liða úrslitum, hugsanlega Dönum. Króatar yrðu þá að gera sér annað sætið að góðu.

Líklegast þykir að Íslendingar lendi í öðru sæti, eða 38,7% líkur. Króatar myndu þá vinna riðilinn og mótherji okkar í 16-liða úrslitum yrði topplið C-riðils, sem er eins og stendur Frakkland. Íslenska liðinu nægir fjögur stig í leikjunum tveimur til að tryggja annað sætið. Það myndi þýða að liðið ynni annaðhvort Nígeríu eða Króatíu og gerði jafntefli í hinum. 

Það er þó ekki eina leiðin til að Íslendingar nái öðru sætinu. Með sigri í dag gæti liðið komist áfram þrátt fyrir tap gegn Króatíu. Ísland myndi þá enda riðlakeppnina með fjögur stig og kæmist áfram svo framarlega sem Argentínumenn myndu ekki vinna Nígeríu of stórt. Hafandi í huga hvað býr í liði Argentínu er þó ekki vænlegt að treysta á slíkt.

Raunar er mögulegt að Ísland gæti komist áfram þrátt fyrir jafntefli í dag og tap gegn Króötum, svo framarlega sem Argentína og Nígería gera jafntefli. Þá myndu liðin þrjú, Ísland, Nígería og Argentína, öll enda með tvö stig og markatalan skera úr um hvert þeirra hreppti hnossið, farmiðann í 16-liða úrslitin.

Samanlagt gefur þetta 53% líkur á að Ísland komist upp úr riðlinum. 25,6% líkur setur HM-hermirinn á 3. sætið en 21,3% á að Ísland lendi neðst í riðlinum.

Möguleikar Argentínu (33,2%)

Messi og félagar hafa farið illa af stað á mótinu, sérstaklega miðað við þær miklu væntingar sem gerðar eru til liðsins sem situr í 5. sæti á heimslista FIFA, þar sem við Íslendingar erum í 22. sæti og Króatar í 20.

Argentína er eina lið riðilsins sem á ekki möguleika á sigri í riðlinum, en liðið getur enn náð öðru sæti. Þriðjungslíkur eru taldar á því. Líklegast þykir að Argentínumenn lendi í þriðja sæti, 45,1% líkur. Þá eru 21,7% líkur taldar á að liðið lendi í neðsta sæti, eitthvað sem hefði talist ótrúlegt fyrir viku síðan.

Möguleikar Nígeríu (13,7%)

Nígeríumenn eru á blaði slakasta lið riðilsins, í það minnsta á blöðum FIFA. Liðið er í 48. sæti á heimslista FIFA, en býr þó yfir nokkrum stórum nöfnum. Fyrirliðinn John Obi Mikel er stuðningsmönnum Chelsea að góðu kunnur og sama gildir um lykilmanninn Victor Moses. Þá má ekki gleyma ungstirninu úr Arsenal, hinum 22 ára Alex Iwobi sem byrjar að öllum líkindum á hægri kanti í dag.

Nígeríumenn geta unnið riðilinn, en til þess þarf mikið að gerast. Liðið þarf að vinna Ísland í dag og Argentínumenn í næstu viku og auk þess að treysta á að Ísland vinni Króatíu. Rætist það enda Króatar og Nígeríumenn jafnir að stigum, með sex stig, og geta Nígeríumenn þá náð efsta sætinu verði markatala þeirra betri en Króata.

Það verður þó að teljast ansi ólíklegt. 0,17% líkur segir hermirinn.

Trúlegra er að liðið hafni í öðru sæti. Á því eru 13,6% líkur. 29,3% líkur eru á að liðið hafni í þriðja sæti, en líklegast þykir að Nígeríumenn verði að sætta sig við neðsta sæti riðilsins. Á því eru um 57% líkur, samkvæmt herminum.

Króatar anda léttar

Það vill gleymast að Króatar eru smáþjóð. Í þessu fyrrum Júgóslavíulýðveldi búa aðeins rúmlega 4 milljónir manna og er þjóðin sú áttunda fámennasta innan Evrópusambandsins. Þrátt fyrir það hefur liðið yfir firnasterkum íþróttaliðum að skipa bæði í fótbolta, körfu- og handbolta.

Króatar eru, sem fyrr segir, öruggir áfram. Langlíklegast þykir að liðið endi í toppsætinu, en á  því eru taldar 85,5% líkur. 

14,5% líkur eru taldar á að liðið hafni í öðru sæti en þá yrði toppsætið annaðhvort Nígeríumanna eða Íslendinga. Þegar hefur verið farið yfir hvernig það gæti gerst að þessar þjóðir nái toppsætinu.

Á hverju byggir HM-hermirinn?

Fjöldi fólks hefur það að atvinnu að reikna með sem nákvæmustum hætti líkurnar á hverri útkomu fyrir sig í fótboltaleikjum, oftar en ekki fyrir veðmálafyrirtæki. Við smíð HM-hermisins var notast við stuðla slíkra veðmálafyrirtækja og þeim snúið yfir í líkur á hverri mögulegri útkomu í þeim þremur leikjum sem eftir eru í D-riðli, allt frá jafntefli til fjögurra (eða meira) marka sigurs hvers liðs.

Vitanlega gefa stuðlar veðmálafyrirtækja ekki raunverulegar líkur á úrslitum. Þeir ofmeta líkur á öllum úrslitum enda gengur viðskiptamódelið út á að bjóða verri stuðla en líkurnar eru í raunveruleikanum og hirða mismuninn. En þar sem stuðlarnir ættu allir að vera teygðir í sömu átt hefur það þó ekki áhrif á innbyrðis líkur á hverjum mögulegum úrslitum.

Þegar líkurnar á hverri útkomu eru þekktar er ekkert að vanbúnaði. 100 milljón hermanir voru framkvæmdar og útkoman úr hverri þeirra skráð. Með öðrum orðum má segja að leikirnir þrír, sem eru eftir í riðlinum, hafi verið „spilaðir“ 100 milljón sinnum, með líkur á hverjum úrslitum í samræmi við töfluna hér að ofan. Tölurnar í fréttinni segja til um hlutfall þeirra hermana sem enduðu með viðeigandi niðurstöðu.

Þannig endaði Ísland til dæmis í toppsæti riðilsins í 14.343.787 hermunum eða um 14,3% tilvika og má því segja að líkurnar á því að Ísland endi á toppnum séu 14,3%. En síðan er auðvitað alþekkt að strákarnir okkar eru öflugri en tölur á blaði og hika ekki við að koma sjálfskipuðum sparkspekingum á óvart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

Í gær, 17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Í gær, 17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Í gær, 17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

Í gær, 17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

Í gær, 16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

Í gær, 16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...