Stakk lögreglu af

mbl.is/Hjörtur

Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju: Akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, umferðaróhapp, eignaspjöll, of hraðan akstur, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og fleira.

Ungur karlmaður sem var farþegi í bílnum er grunaður um vörslu fíkniefna. Þau voru bæði vistuð í fangageymslum lögreglu í nótt.  

Á hálfum sólarhring, frá klukkan 17 í gær og til 5 í morgun voru 135 mál skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tólf manns voru vistaðir í fangageymslu á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert