Tómas og Óskar nafngreindir í úrskurði

Ljósmynd frá barkaígræðslunni sem var undirstaða þeirra sex vísindagreina sem ...
Ljósmynd frá barkaígræðslunni sem var undirstaða þeirra sex vísindagreina sem nú hafa verið dregnar tilbaka. Karolinska Institut

Í úrskurði Ole Petter Ottesen, rektors Karólínska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð, eru tveir íslenskir læknar nafngreindir vegna aðkomu þeirra að plastbarkamálinu. Einn þeirra, Tómas Guðbjartsson, er sagður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli og er hinn, Óskar Einarsson, sagður hafa vanrækt skyldu sína til þess að gera athugasemdir við áberandi rangfærslur í vísindagrein sem þeir báðir áttu aðild að.

38 læknar eru nafngreindir í úrskurðinum sem mbl.is hefur undir höndum, þar af eru sjö sagðir ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. 31 læknir er sagður eiga þátt í málinu vegna framlags þeirra til sex vísindagreina sem um ræðir, en þó ekki á slíku stigi að það flokkist undir ábyrgð á vísindalegu misferli.

Rökstuðningur rektors er ítarlegur og telur 38 blaðsíður. Til umfjöllunar eru sex vísindagreinar sem birtar voru í vísindatímaritunum Lancet, Biomaterials, Journal of Biomedical Materials Research og Thoracic Surgery Clinics. Þessar greinar hafa nú allar verið dregnar til baka af yfirstjórn Karólínska.

Birtu grein sem áður var hafnað við ritrýni

Tveir íslenskir læknar eru nafngreindir í úrskurðinum. Tómas, sem er meðal þeirra sjö sem bera ábyrgð á vísindalegu misferli, og Óskar, sem vanrækti skyldu sína til þess að gera athugasemdir við rangfærslur í vísindagrein sem þeir báðir áttu aðild að.

Greinin sem um ræðir var birt í Lancet árið 2011 undir heitinu „Tracheobronchial transplantation with a stem-cell-seeded bioartificial nanocomposite: a proof-of-concept study“.

Í úrskurðinum segir um Óskar og Tómas að þeir tóku þátt í meðhöndlun umrædds sjúklings, fyrst og fremst á Íslandi, en Tómas tók þátt í uppskurði sjúklingsins á Karólínska háskólasjúkrahúsinu. Þeir eru sagðir hafa haft mikla innsýn í ástand sjúklingsins og að þeir samþykktu útgáfu vísindagreinarinnar í nóvember 2011 þar sem ástand sjúklingsins var gefið upp.

Áður en greinin birtist í Lancet hafði verið reynt að birta hana í vísindatímaritinu New England Journal of Medicine (NEJM). Við ritrýni voru gerðar athugasemdir við greinina og hafnaði NEJM greininni. Óskar var ekki í hópi þeirra sem skrifuðu undir vísindagreinina þegar hún var send NEJM, en bættist við áður en hún varð send til vísindatímaritsins Lancet.

Tómas er sagður hafa haft mikilvægari hlutverki að gegna en Óskar. Hans frásögn hefur byggt á að hann hafi reynt að koma á framfæri athugsemdum um ástand sjúklingsins í greininni, en að Paolo Macchiarini hafi strokað út þessi atriði undir þeim formerkjum þetta hafi tekið of mikið pláss. Einnig hefur Tómas haldið því fram að hann hafi ekki haft ástæðu til þess að halda að einhver siðferðisleg álitaefni hafi verið til staðar umfram það sem kom fram í greininni.

Hefði átt að krefjast umbóta

Við rannsókn plastbarkamálsins kemur fram að Tómas hafði frumkvæði að innlögn sjúklingsins í þeim tilgangi að minnka æxli hans með leysi. Seinna breytti Tómas tilvísun sinni til sænskra lækna með þeim hætti að ástand sjúklingsins virtist verra en raun bar vitni, að beiðni Paolo Macchiarini. Þar af leiðandi gat sjúklingurinn undirlagst barkaskipti, þrátt fyrir að slík aðgerð var óþekkt og hafði aldrei áður verið framkvæmd.

Karólínska getur ekki útilokað að hægt væri að halda sjúkdómi sjúklingsins í skefjum með hefðbundnum aðferðum. Í úrskurðinum segir að ekki var til staðar nægilega rökstudd ástæða til þess að skera sjúklingin upp.

Þá segir að þar sem Tómas hafi tilheyrt upphaflegum hóp sem stóð að umræddri vísindagrein bar honum skylda til þess að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við ritrýni greinarinnar hjá NEJM. Á þessum grundvelli er Tómas sagður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli.

Óskar bætist hinsvegar í hóp höfunda að vísindagreininni eftir höfnun NEJM. Í úrskurðinum segir að hann hefði átt að gera athugasemdir við áberandi ranga umfjöllun um ástand sjúklingsins og er það sagt ámælisvert að slíkt var ekki gert, en það telst ekki á svo alvarlegu stigi að um sé að ræða vísindalegt misferli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

Í gær, 10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

Í gær, 10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...