Ljósmæður ekki bara til staðar í fæðingu

Jóhanna María Þorvaldsdóttir á von á sínu öðru barni í ...
Jóhanna María Þorvaldsdóttir á von á sínu öðru barni í lok júlí. Ljósmynd/Aðsend

„Það er búin að vera rosalega mikil ringulreið í bumbuhópnum,“ segir Jóhanna María Þorvaldsdóttir. Hún er gengin rúmar 37 vikur og á von á sínu öðru barni í lok mánaðarins. Enn hefur ekki verið höggvið á hnútinn í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið en næsti fundur í deilunni er á morgun.

Jóhanna segist sjálf vera nokkuð róleg yfir ástandinu og nefnir tvær ástæður fyrir því. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að koma til með að eiga á Akranesi,“ segir Jóhanna en hún býr í Borgarnesi. Auk þess segist hún rólegri vegna þess að barnið sé hennar annað og því hafi hún gengið í gegnum fæðingu áður.

Hefur mikil áhrif á þær sem ganga með fyrsta barn

Þær sem eru að ganga með sitt fyrsta barn vita náttúrulega kannski ekki alveg hvað þær eru að fara út í þannig að ég hugsa að þetta hafi mest áhrif á þær.

Álagið mun aukast á fæðingarstöðunum en í því samhengi hefur verið nefnt að einhverjar konur verði sendar frá höfuðborginni á Akranes eða jafnvel norður í land. Jóhanna veit að engri konu verður vísað frá fæðingardeild en telur slæmt ef einhverjar mæður verða jafnvel sendar heim áður en þær telja sig tilbúnar til heimfarar. „Ég tel að þessi kjarabarátta muni fyrst og fremst hafa áhrif á sængurleguna og þær sem ganga með sitt fyrsta barn.“

Gera margt sem tengist ekki fæðingunni sjálfri

Jóhanna segir að það sé margt í hlutverki ljósmæðra sem ekki tengist fæðingunni sjálfri. Þær fylgist til að mynda með því að brjóstagjöfin gangi eðlilega og að móður, föður og barni líði sem best. 

„Ég hefði aldrei komist í gegnum síðustu fæðingu ef það hefði ekki verið fyrir frábærar ljósmæður. Þær hugsuðu svo vel um mig og ekki bara mig heldur manninn minn líka en þeir virðast oft gleymast í þessu ferli,“ segir Jóhanna.

Hún styður kjarabaráttu ljósmæðra og segir rangt að tala um launahækkun í þessu tilfelli, heldur séu þær að fara fram á leiðréttingu. „Mér finnst þær svo sannarlega eiga skilið að fá launaleiðréttingu.“

Af hverju tekur þetta svona langan tíma?

Síðasti fundur í kjaradeilunni var á fimmtudag í síðustu viku en Jóhanna furðar sig á því hversu langt er á milli funda. Næsti fundur hefur verið boðaður á morgun en samninganefnd ríkisins sagðist þurfa tíma til að vinna að nýju tilboði fyrir ljósmæður og sú vinna tæki tíma enda væri fjöldi starfsmanna í sumarfríi.

„Mér finnst rosalega skrítið að samninganefndin gefi sér svona langan tíma til að hugsa málið og fundi bara með ljósmæðrum einu í sinni í viku. Þó fólk sé í fríi mætti gefa aðeins meiri kraft í málið til að klára þetta. Þetta kemur fyrst og fremst niður á óléttum konum og aðstandendum þeirra.

Hér að neðan má sjá myndskeið þar sem dansandi bumbur hvetja ráðamenn til að ná samningum við ljósmæður sem fyrst:

mbl.is

Innlent »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfalllega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sigri í Skrekk fagnað

Í gær, 19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »

Falsreikningur á Tinder og víðar

Í gær, 19:14 Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið því ítrekað frá í haust að búið er að búa til fals reikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

Í gær, 19:13 Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Reglur til að hemja Airbnb

Í gær, 19:11 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Alls taka fulltrúar 31 borgar þátt í fundinum. Þar hefur verið rætt um áhrifin sem stöðugur vöxtur nethagkerfa eins og Airbnb, Uber, Booking.com og fleiri stórfyrirtækja hefur á mannlíf og efnahagsþróun í borgunum. Meira »

Kvenorka í kirkjunni og listin er hugrökk

Í gær, 18:57 „Þetta er óvenjulegt verk í helgirými. Ég tel þá kvenlegu orku sem það ber með sér mikilvæga fyrir kirkjuna og kirkjulistina. Við sjáum ekki öll það sama í þessu verki. Sum sjá kvensköp á meðan önnur sjá Maríu guðsmóður, rós eða engil,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Meira »

Hafa unnið að frumvarpinu í fimm ár

Í gær, 18:47 Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill að gefnu tilefni árétta að frumvarp til sviðslistalaga er enn í vinnslu innan ráðuneytisins. Meira »

Leigjendur Brynju fá 323 milljónir

Í gær, 18:32 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag 323,4 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

Í gær, 18:30 „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

Í gær, 18:29 Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Meira »

Festist í lyftu á Vífilsstöðum

Í gær, 18:03 Viðvörunarkerfið fór í gang á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum um hálffimmleytið í dag eftir að lyfta bilaði með manneskju þar inni. Meira »
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...