Ljósmæður ekki bara til staðar í fæðingu

Jóhanna María Þorvaldsdóttir á von á sínu öðru barni í ...
Jóhanna María Þorvaldsdóttir á von á sínu öðru barni í lok júlí. Ljósmynd/Aðsend

„Það er búin að vera rosalega mikil ringulreið í bumbuhópnum,“ segir Jóhanna María Þorvaldsdóttir. Hún er gengin rúmar 37 vikur og á von á sínu öðru barni í lok mánaðarins. Enn hefur ekki verið höggvið á hnútinn í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið en næsti fundur í deilunni er á morgun.

Jóhanna segist sjálf vera nokkuð róleg yfir ástandinu og nefnir tvær ástæður fyrir því. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að koma til með að eiga á Akranesi,“ segir Jóhanna en hún býr í Borgarnesi. Auk þess segist hún rólegri vegna þess að barnið sé hennar annað og því hafi hún gengið í gegnum fæðingu áður.

Hefur mikil áhrif á þær sem ganga með fyrsta barn

Þær sem eru að ganga með sitt fyrsta barn vita náttúrulega kannski ekki alveg hvað þær eru að fara út í þannig að ég hugsa að þetta hafi mest áhrif á þær.

Álagið mun aukast á fæðingarstöðunum en í því samhengi hefur verið nefnt að einhverjar konur verði sendar frá höfuðborginni á Akranes eða jafnvel norður í land. Jóhanna veit að engri konu verður vísað frá fæðingardeild en telur slæmt ef einhverjar mæður verða jafnvel sendar heim áður en þær telja sig tilbúnar til heimfarar. „Ég tel að þessi kjarabarátta muni fyrst og fremst hafa áhrif á sængurleguna og þær sem ganga með sitt fyrsta barn.“

Gera margt sem tengist ekki fæðingunni sjálfri

Jóhanna segir að það sé margt í hlutverki ljósmæðra sem ekki tengist fæðingunni sjálfri. Þær fylgist til að mynda með því að brjóstagjöfin gangi eðlilega og að móður, föður og barni líði sem best. 

„Ég hefði aldrei komist í gegnum síðustu fæðingu ef það hefði ekki verið fyrir frábærar ljósmæður. Þær hugsuðu svo vel um mig og ekki bara mig heldur manninn minn líka en þeir virðast oft gleymast í þessu ferli,“ segir Jóhanna.

Hún styður kjarabaráttu ljósmæðra og segir rangt að tala um launahækkun í þessu tilfelli, heldur séu þær að fara fram á leiðréttingu. „Mér finnst þær svo sannarlega eiga skilið að fá launaleiðréttingu.“

Af hverju tekur þetta svona langan tíma?

Síðasti fundur í kjaradeilunni var á fimmtudag í síðustu viku en Jóhanna furðar sig á því hversu langt er á milli funda. Næsti fundur hefur verið boðaður á morgun en samninganefnd ríkisins sagðist þurfa tíma til að vinna að nýju tilboði fyrir ljósmæður og sú vinna tæki tíma enda væri fjöldi starfsmanna í sumarfríi.

„Mér finnst rosalega skrítið að samninganefndin gefi sér svona langan tíma til að hugsa málið og fundi bara með ljósmæðrum einu í sinni í viku. Þó fólk sé í fríi mætti gefa aðeins meiri kraft í málið til að klára þetta. Þetta kemur fyrst og fremst niður á óléttum konum og aðstandendum þeirra.

Hér að neðan má sjá myndskeið þar sem dansandi bumbur hvetja ráðamenn til að ná samningum við ljósmæður sem fyrst:

mbl.is

Innlent »

Hætt við göngugötur í miðborginni

20:01 Horfið hefur verið frá því að fram­lengja opnun á göngu­göt­um í miðbæn­um út árið. Í fréttatilkynningu frá borginni segir að tímabili göngugatna í miðborginni ljúki 1. október næstkomandi og þá verði um leið opnað aftur fyrir bílaumferð. Málið var enn á borði skipulags- og samgönguráðs. Meira »

Vilja efla Þorlákshöfn enn frekar

19:28 Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja að Alþingi skipi starfshóp til að móta stefnu um hvernig megi bæta höfnina í Þorlákshöfn enn frekar, svo hún geti vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem lögð var fram í gær. Meira »

Stuðningur tryggir festu í starfinu

19:27 Í kvöld munu fara fram þrjár æfingar Slysvarnarfélagsins Landsbjargar sem eru hluti af kynningar- og fjáröflunarátaki undir yfirskriftinni: Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig. Meira »

Magni og Þórdís Lóa í föstudagsspjallinu

18:33 Magni Ásgeirsson, rokkstjarnan sem er kominn í bæinn til að troða upp á Hard Rock um helgina og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs fóru yfir áhugaverðar fréttir. Meira »

Skýrt að vinna við borgarlínu hefst 2020

18:29 „Þetta hefur mjög mikla þýðingu. Við náðum saman fyrr á þessu ári um meginverkefnin í samgöngumálum, Borgarlínu og fjölda verkefna sem lúta að stofnvegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu hausti klárum við viðræður um það hvernig við tryggjum fjármögnun á þessum pakka.“ Meira »

Kynlífsdúkkan og bíllinn fundin

18:07 Kynlífsdúkkan Kittý og bíllinn sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu fundust á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glæsibæ um þrjúleytið í dag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Veitur ohf. svarar athugasemdum VFÍ

17:36 Framkvæmdarstjóri Veitna ohf. hefur svarað athugasemdum sem fyrirtækinu barst frá Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) vegna menntunarkrafna til stjórnendastarfa sem verið er að ráða í. VFÍ taldi Veitur gera sérfræðiþekkingu og háskólamenntun lágt undir höfði. Meira »

Tengingar við borgina á áætlun eftir 2023

17:35 Gert er ráð fyrir 13,5 milljörðum til nýframkvæmda á árunum 2019-2021 í nýrri samgönguáætlun og 14,5 milljörðum árlega á árabilinu 2024-2033. Fæst dýrari verkefni á höfuðborgarsvæðinu virðast þó eiga að koma til framkvæmda fyrr en eftir 2023 Meira »

Tímafrekt að koma jáeindaskanna í notkun

17:22 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að misskilningshafi gætt í umræðunni um nýjan jáeindaskanna, sem var nýleg tekið í notkun á spítalanum. „Einhverjar væntingar voru um að mögulega yrði hægt að taka skannann í notkun fyrr en reynslan sýnir að þetta er tímafrekt verkefni og gera má ráð fyrir að undirbúningur taki a.m.k. 3-4 ár.“ Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

17:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Efla samgöngur og skoða gjaldtöku

16:28 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Eyða á flöskuhálsum, bæta umferðaflæði og skoða fjármögnunarleiðir með gjaldtöku. Meira »

Tvö bílslys á Öxi

16:12 Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki. Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Fjöldi ferðamanna er á svæðinu og fáir á vetrardekkjum. Meira »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Hjálp við að hætta að reykja
Hjálp óskast við að hætta að reykja....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Myndir eftir Stórval
Til sölu nokkrar myndir eftir Stórval, m.a. þessi stærð 50x71, merkt á baki, mál...