Ljósmæður ekki bara til staðar í fæðingu

Jóhanna María Þorvaldsdóttir á von á sínu öðru barni í ...
Jóhanna María Þorvaldsdóttir á von á sínu öðru barni í lok júlí. Ljósmynd/Aðsend

„Það er búin að vera rosalega mikil ringulreið í bumbuhópnum,“ segir Jóhanna María Þorvaldsdóttir. Hún er gengin rúmar 37 vikur og á von á sínu öðru barni í lok mánaðarins. Enn hefur ekki verið höggvið á hnútinn í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið en næsti fundur í deilunni er á morgun.

Jóhanna segist sjálf vera nokkuð róleg yfir ástandinu og nefnir tvær ástæður fyrir því. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að koma til með að eiga á Akranesi,“ segir Jóhanna en hún býr í Borgarnesi. Auk þess segist hún rólegri vegna þess að barnið sé hennar annað og því hafi hún gengið í gegnum fæðingu áður.

Hefur mikil áhrif á þær sem ganga með fyrsta barn

Þær sem eru að ganga með sitt fyrsta barn vita náttúrulega kannski ekki alveg hvað þær eru að fara út í þannig að ég hugsa að þetta hafi mest áhrif á þær.

Álagið mun aukast á fæðingarstöðunum en í því samhengi hefur verið nefnt að einhverjar konur verði sendar frá höfuðborginni á Akranes eða jafnvel norður í land. Jóhanna veit að engri konu verður vísað frá fæðingardeild en telur slæmt ef einhverjar mæður verða jafnvel sendar heim áður en þær telja sig tilbúnar til heimfarar. „Ég tel að þessi kjarabarátta muni fyrst og fremst hafa áhrif á sængurleguna og þær sem ganga með sitt fyrsta barn.“

Gera margt sem tengist ekki fæðingunni sjálfri

Jóhanna segir að það sé margt í hlutverki ljósmæðra sem ekki tengist fæðingunni sjálfri. Þær fylgist til að mynda með því að brjóstagjöfin gangi eðlilega og að móður, föður og barni líði sem best. 

„Ég hefði aldrei komist í gegnum síðustu fæðingu ef það hefði ekki verið fyrir frábærar ljósmæður. Þær hugsuðu svo vel um mig og ekki bara mig heldur manninn minn líka en þeir virðast oft gleymast í þessu ferli,“ segir Jóhanna.

Hún styður kjarabaráttu ljósmæðra og segir rangt að tala um launahækkun í þessu tilfelli, heldur séu þær að fara fram á leiðréttingu. „Mér finnst þær svo sannarlega eiga skilið að fá launaleiðréttingu.“

Af hverju tekur þetta svona langan tíma?

Síðasti fundur í kjaradeilunni var á fimmtudag í síðustu viku en Jóhanna furðar sig á því hversu langt er á milli funda. Næsti fundur hefur verið boðaður á morgun en samninganefnd ríkisins sagðist þurfa tíma til að vinna að nýju tilboði fyrir ljósmæður og sú vinna tæki tíma enda væri fjöldi starfsmanna í sumarfríi.

„Mér finnst rosalega skrítið að samninganefndin gefi sér svona langan tíma til að hugsa málið og fundi bara með ljósmæðrum einu í sinni í viku. Þó fólk sé í fríi mætti gefa aðeins meiri kraft í málið til að klára þetta. Þetta kemur fyrst og fremst niður á óléttum konum og aðstandendum þeirra.

Hér að neðan má sjá myndskeið þar sem dansandi bumbur hvetja ráðamenn til að ná samningum við ljósmæður sem fyrst:

mbl.is

Innlent »

Hugsað sem meira stuð

22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...