Nítján vilja stýra Ásahreppi

Þjórsá rennur við hreppamörk Ásahrepps í vestri.
Þjórsá rennur við hreppamörk Ásahrepps í vestri. mbl.is/RAX

Nítján manns sóttu um stöðu sveitarstjóra í Ásahreppi, en staðan var auglýst í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í maí. Listi umsækjenda var birtur á vef hreppsins í dag.

Sá sem hlýtur starfið tekur við því af Nönnu Jónsdóttur, en þrettán karlar og sex konur sækjast eftir sveitarstjórastöðunni, sem var auglýst sem 50-60% starf.

Í dag búa um 250 manns í Ásahreppi, sem er vestast í Rangárvallasýslu.

Þessi sóttu um starfið:

Anna Greta Ólafsdóttir
Eiríkur Ragnarsson
Guðmundína Ragnarsdóttir
Guðmundur Ágúst Ingvarsson
Gunnar Björnsson
Gunnar E. Sigurbjörnsson
Gunnólfur Lárusson
Kristján Bjarnar Ólafsson
Linda Björk Hávarðardóttir
Magnús Gísli Sveinsson
Matthías Sigurður Magnússon
Ólafur Jón Ingólfsson
Sigurður Jónsson
Sigurður Torfi Sigurðsson
Valtýr Valtýsson
Þorbjörg Gísladóttir
Þórður Valdimarsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Þuríður Gísladóttir

mbl.is